Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er mark á þessu takandi?
25.8.2010 | 13:05
Nöturlegt innlegg séra Geirs Waage, í það leiðinda mál sem enn skekur allt þjóðfélagið, kom það illa við marga að almenntorðuð yfirlýsing biskupsstofu dugir ekki til að slökkva þá elda sem voru kveiktir.
Það getur vel verið að biskupinn og presturinn í Reykholti séu sáttir eftir tveggja manna tal á lokuðum fundi, en efi og ótti þeirra sem treysta á kirkjuna situr eftir óhaggaður. Meðan biskup og biskupsstofa geta ekki viðhaldið eigin trúverðugleika, megna þau ekki að reisa upp trú- verðugleika fallina presta.
Margir hafa hrósað Geir Waage fyrir framgöngu hans í sóðamáli Ólafs Skúlasonar biskups. En enginn spyr sig, í ljósi yfirlýsinga Geirs um tilkynningarskylduna, hvernig hann hefði brugðist við hefði biskupssóðinn verið búinn að skrifta fyrir honum. Hefði séra Geir verið sjálfum sér samkvæmur og hundsað tilkynningarskylduna til að verja trúnaðinn við iðrandi syndarann?
Séra Geir Waage þarf sjálfur að stíga fram og gera hreint fyrir sínum dyrum, draga yfirlýsingar sínar til baka opinberlega og biðjast afsökunar á þeim.
Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hjartanlega sammála..
hilmar jónsson, 25.8.2010 kl. 13:09
Já einmitt, en hvernig er það, tíðkast einhverjar "skriftir" eða játning synda innan Lúthersku kirkjunnar? ég hefði haldið ekki...
Adeline (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:16
Ég gæti best trúað að nú telji kuflar að málið sé leyst... Geir og Karl tókust í hendur; All is good.... Praise the lard
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:17
Adeline, eins og þú sérð er orðið skriftir innan gæsalappa. Skriftir sem slíkar viðgangast ekki í Lúthersku kirkjunni, en það hindrar ekki fólk í að ræða öll mál við prestinn sinn þó að forminu til séu það ekki kallaðar skriftir. En það hefur komið fram að séra Waage er ekki með öllu fráhverfur skriftaforminu sem slíku.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 13:23
Nei doctore, málið er ekki leyst, það hefur stækkað ef eitthvað er.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 13:24
Það hefur stækkað í huga almennings.. það er alltaf þannig þegar kuflar koma fram með afsakanir í þessum málum... þeir hafa nefnilega ekki neina beina tenginu í mannlegar þjáningar... þetta gengur allt út að kirkjuna og svo hinn æðsta dómstól þar sem menn geta fengið launaðar þjáningar sínar...
Ég hef heyrt þetta allt áður frá ótal trúarsöfnuðum...
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:32
Menn eru einu sinni mannlegir doctore og reyna að verja sitt. En hvernig til tekst fer svo eftir málstaðnum og hvernig mönnum gengur að spila vörn, sumum er það einfaldlega ekki gefið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 13:41
Auðvitað eru prestar bara menn... í grímubúning; Allt sem steundur í trúarritum er skrifað af mönnum fyrir menn...
Oftar en ekki er guðsmönnum ekki gefið að hafa rökhugsun,... allt þeirra byggir á yfirnáttúru og göldrum.
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:09
Vá doctorE hvaða söfnuður lék þig grátt? varstu í einhverjum svona David Koresh söfnuði og gengur svo bitur útí allt og alla í gegnum allt lífið ....fjúff... þú ert "greinilega" sá eini með "allt á hreinu" í þessum heimi ...
Adeline (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:48
Neibbs.. ég var reyndar sendur í sunnudagaskóla... þar sem ég taldi trúboða vera geðsjúklinga....
Og Adeline: Takk fyrir að sýna okkur að þú ert með kristið heilkenni... það smellpassar við orð þín... þú ert að verja hið óverjanlega
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:04
Man ég það ekki rétt að Reykholtsklerkur hafi afdráttarlaust lýst yfir því að þagnarskylda presta væri æðri landslögum?
Ef svo er þá er mér örðugt að sjá að hann hafi innstæðu fyrir seinni yfirlýsingunni.
En það skiptir kannski ekki máli þegar biskup þarf að "leysa" erfitt mál.
Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 22:15
Það er rétt Árni að klerkurinn lét svo um mælt, um þetta atriði er (var) hann algerlega sammála kaþólkska gerviklerkinum JVJ.
Svo hefur það líka verið orðað að þetta væru lög Guðs, ekkert getur eðlilega skákað þeim lagabálki. Ég get ekki skilið þá túlkun öðruvísi en Guð meti ofar hagsmuni barnaníðinga en fórnarlamba þeirra, mér gengur vægast sagt illa að kyngja því.
Í því, eins og svo mörgu öðru, eigum við Guð ekki samleið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.