Trúin gerir mennina mikla.

Þegar Stephen Hawking kveður sér hljóðs er rétt að leggja við hlustir því hann er einn af okkar fremstu hugsuðum og virtustu vísindamönnum.

Ekki voru það þó skoðanir Stephen Hawking‘s sem mesta athygli mína vöktu, heldur eitt bloggið um kenningar hans.

Þar segir m.a.:

Ekki eru þetta sjálfljós sannindi af því að hugleiða þau, svo mikið er víst... ...Kristnir menn vita frá frelsara sínum betur en Stephen Hawking, að Guð skapaði himin og jörð. Það er engin ástæða til að gleypa við neinu, sem ekki hefur verið lagt á borð fyrir okkur með knýjandi sönnun.“

Ég segi nú bara „góðan daginn, gamla gráa skólahús!“ Höfundur bloggsins, sem er ákafur trúmaður svo ekki sé sterkar að orði kveðið, varar við því að taka orð Hawking‘s alvarlega og að menn eigi ekki gleypa við einhverju sem ekki sé pottþétt eða ósannað.

Það er vandséð af þessum orðum trúmannsins á hverju hann byggir sína Guðstrú, ekki getur hann byggt hana á Biblíunni, því hvergi er annað eins safn af óljósum og ósönnuðum fullyrðingum, loftköstulum og beinlínis beinum blekkingum og í þeirri ágætu bók.  

 

E.S.  Ég minni á könnunina hér til vinstri.


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara fyndið að sjá trúhausa segja að Hawking viti ekki hvað hann er að tala um... að allir okkar vísindamenn og þekking sé bara rugl.

En við vitum hvað keyrir trúmanninn áfram, það er sjálfselska... en svo deyja þeir alveg eing og ég og þú; Allt líf þeirra fór í sjálfselsku og græðgi

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trúaðir geta þó huggað sig við eitt, þeir fá það ekki í andlitið eftir andlátið að þeir hafi verið blekktir, þeir verða þá jafndauðir og hinir trúlausu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 16:37

3 identicon

Það sorglega við trúmenn er að þeir smita börnin sín með kjaftæðinu...
Þess vegna eru trúmenn svo hræddir við menntun.. þeir óttast að börnin sjái í gegnum hina einföldu svikamyllu trúarbragða...


doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:40

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hahaha, ég gæti dáið..

Í ljósi þess samtals er við áttum í dag, gerir það  þetta enn fyndnara.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.9.2010 kl. 17:26

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kenningar Hawkins hafa heldur ekki verið sannaðar og verða seint. Þær eru nákvæmlega bara kenningar hans -  vísindamenn setja fram allskonar kenningar sem ekki unnt að sanna og fá stórfé í laun fyrir.

Annars er nú eitt sem þvælist fyrir mér - ef Kristin trú er svona kolröng og ómerkileg - hversvegna eru þá svona margir "husuður" og "mannvitsbrekkur" að eyða tíma sínum í að rakka hana niður og svívirða á alla enda og kanta -??

Fellur hún ekki bara um sjálfa sig eins og hver önnur hjátrú og hindurvitni - nú eða heimska?

Mér þætti hinsvegar vænt um að fá að hafa mína trú í friði fyrir trúleysingjum - ef þeir eru til - sem gjarnan breytast í trúníðinga í umfjölllunum sínum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 06:42

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ólafur: Nú er ég nokkuð viss um að þú sért sammála mér í því að 4 + 7 eru 11. Ekki satt? Það er hrein og bein staðreynd.

Þeir eðlisfræðingar sem vinna að þessum kenningum gera það ekki í hausnum á sér Heldur gera þeir tilraunir sem eru máli þeirra til framdráttar. Þeir leita sönnunargagna og hafa SANNAÐ að margar þessarra kenninga eru sannar.

Kenningar vísindamanna eru ekki teknar uppúr bókum, heldur eru þær flestar niðurstaða af mjög flóknum líkindareikningum.

Þeir vita t.d. núna hvernig jörðin var til, og hvaða ferli hún fór í gegnum til að verða eins og hún er í dag. Þeir vita líka (og hafa sannað hvortveggja) að tunglið var myndað úr "braki" af jörðinni.

Munurinn er einfaldlega sá, Ólafur, að vísindamenn vinna sér inn fyrir sínum launum. Þeir vinna að því að sanna eða afsanna þessar kenningar sem þér er svo bersýnilega í nöp við. Þeir bera fram sönnunargögn sem þeir finna og bera þær undir heiminn. 

Og þar sem þér blöskrar svo við að vísindamenn fái laun fyrir að bera fram einhverjar kenningar. Eigum við þá ekki að tala aðeins um presta? Þeir fá laun frá ríkinu, auk þess að fá himinháar greiðslur fyrir fermingar, skírnir, jarðarfarir og brúðkaup. Og fyrir hvað? Að lesa eitthvað upp sem einhver var svo góður að skrifa fyrir hann? Skvetta vatni? Ganga um í rándýrum sérsniðnum kufli, sem sjálfskipaður sendiboði Guðs, og segja þeim hvernig þeir eiga að haga sínu lífi, ella brenna í helvíti?

Þú ert með bók, sem einhverjir tugir af fordómafyllstu einstaklingum sögunnar skrifuðu. Það eru þín sönnunargögn.

Á meðan þú vilt haga þína trú í friði, sem þér er auðvitað guðvelkomið, þá vilja hinireiga sitt trúleysi í friði. Þ.e., það á ekki bara að bera tillit fyrir þér, heldur öfugt líka.

Enda get ég ekki séð að þú hafir lesið þessa færslu tilneyddur.

Annars er nú eitt sem þvælist fyrir mér - ef Kristin trú er svona kolröng og ómerkileg - hversvegna eru þá svona margir "husuður" og "mannvitsbrekkur" að eyða tíma sínum í að rakka hana niður og svívirða á alla enda og kanta -??

Þú svaraðir þinni eigin spurningu þarna. Það er verið að rakka hana niður og svívirða á alla kanta, vegna þess hvers hún boðar. Þetta er á engan hátt fallegur boðskapur.

Fellur hún ekki bara um sjálfa sig eins og hver önnur hjátrú og hindurvitni - nú eða heimska?

Jú, hún gerir það. Úr því að þú hefur komist að þeirri niðurstöðu, áttu örugglega eftir að eiga upplýstara líf héðan af.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.9.2010 kl. 12:01

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er engu við þetta að bæta Ingibjörg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 12:44

8 Smámynd: Gísli Sigurður

Heyrði einu sinni góða setningu sem hefur ekki vikið mér úr huga.

Science flies you to the moon, while religion flies you onto a building.

Hverju orði sannara.

Gísli Sigurður, 3.9.2010 kl. 12:46

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður punktur Gísli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.