Öllu má nú nafn gefa

Þegar forsætisráðherra hvetur Björgvin G. Sigurðsson til að taka hugsanlegri ákæru fyrir Landsdómi af karlmennsku og æðruleysi kallar Morgunblaðið það að forsætisráðherra beiti þrýstingi.

Ekki vantar hrokann í ritstjórn Moggans því þar virðist því trúað að Samfylkingin fari á hliðina af ótta  og hnjáskjálfti mikill fari um flokkinn, dag hvern við útkomu blaðsins. Allt byggt á öruggum heimildum, að sjálfsögðu.

Það er sem fyrr ekki athyglisverðast það sem stendur í Mogganum heldur hvað blaðið lætur ósagt. Ekkert  minnist blaðið  á hugsanlegar ákærur á hendur tveim Sjálfstæðisráðherrum, Geir og Árna Matt ,en klifar því meira á meintri angist í Samfylkingunni meðan Sjálfstæðismenn standa auðvitað keikir og gleðjast við reiðan sjó.

Ef eitthvað er lýsandi dæmi um angist og hnjáskjálfta er það grafarþögnin sem ríkir á Mogganum um allt sem snýr að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og forystumanna hans á súpunni sem landsmenn sitja í.

Er Morgunblaðið að flytja okkur fréttir með þessum skrifum eða beita þrýstingi?

   

 

  
mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, akkúrat það sem ég hef verið að blogga um.

Mogginn er bara að leggja línurnar fyrir íhaldsmenn hvernig þeir eigi að tala um hlutina og hvernig best sé að beina athyglinni frá þeim sem bera ábyrgð á nokkurnvegin öllu saman.

Fylgið þeirra er komið upp í 35% aftur þú veist... þrælarnir komnir í gömlu skotgrafirnar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.9.2010 kl. 08:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 08:17

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eigum við að fara niður í miðbæ, lesa kommúnistaávarpið og hýða vegfarendur?

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.9.2010 kl. 08:22

4 identicon

Mikið rétt, Axel Jóhann, mikið rétt. Svo má bæta við, að þeir ráðherrar fyrri ára, sem helst ætti að draga fyrir landsdóm komu sjálfir málum þannig fyrir, að þeim verður ekki stefnt, þeirra mál, þeirra svik og prettir, skoðast sem fyrnd.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 08:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrningartíminn á ráðherraábyrgð er undarlega stuttur, 3ár.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 08:45

6 identicon

Hvað með fyrrv. forstj. FME og Sí? Sleppa þeir?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 09:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki einungis hlutverk þingmannanefndarinnar Þorsteinn, að meta hvort ástæða væri til að ákæra ráðherra vegna vanrækslu í sambandi við hrunið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 09:40

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég verð hissa ef Jóhanna verður ekki ákærð.

Einar Þór Strand, 10.9.2010 kl. 10:11

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rannsóknarnefnd Alþingis taldi Jóhönnu ekki hafa unnið til saka. Veist þú eitthvað Einar, sem rannsóknarnefndinni yfirsást?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 10:22

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Hún var ásamt Geir, Árna og Ingibjörgu Sólrúnu í efnahagsstefnunefndinni í síðustu ríkisstjórn, og þar með var Björgvin ekki inni í öllu dæminu.  Held reyndar að rannsóknarnefndin hafi líka vitað hvað hún mátti ekki segja og gera, og það svo sem án þess að þeim hefi verið sagt það, og þar á ég við að núverandi ráðherrar áttu að sleppa.

Einar Þór Strand, 10.9.2010 kl. 11:17

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ráðherra ber aðeins ábyrgð á þeim málflokkum sem undir hann heyra. Hinsvegar gildir það ekki að mínu mati um Geir og Ingibjörgu, því þau bera auðvitað víðtækari ábyrgð sem forystuaðilar sinna flokka.

Margir hafa bent á að Björgvin sé frekar fórnarlamb en sakamaður, því Imba og Geir héldu honum óvirkum og leyndu fyrir honum stöðu mála. Með aðstoð úr Svörtu loftum.

Ég bara treysti mér ekki til að lýsa yfir ábyrgð einhverja sem rannsóknarnefndin sá ekki ástæðu til að nefna til sögunar.

Ég vona að þú sért ekki í alvöru Einar að segja að rannsóknarnefndin hafi vísvitandi horft framhjá ábyrgð og sekt valinna manna og rangfært og falsað skýrsluna!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 11:35

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Jú ég er að segja að þau vissu hvað til þeirra friðar heyrði það er á kláru.  Þegar verið er að eiga við skipulagða glæpastarfsemi þá er ekki gott að glæpaflokkarnir séu áfram í þeirri aðstöðu að vera við völd.

Og eins og staðan er í dag þá verða ákærurnar bara gefnar út til að slá pólitískar keilur.  Og það versta er að þeir sem eru í pólitísku skotgröfunum munu verja þetta í rauðann dauðann.

Mín skoðun er sú að Alþingi og þeir sem þar sitja í dag séu óhæfir til að fjalla um hrunið og kannski má segja að við allir Íslendingar séum ekki hæfir til að fjalla um það á hlutlægann hátt, hvert var til dæmis tjónið af því að ekki var mynduð þjóðstjórn strax haustið 2008 en það er víst hægt að skrifa á Össur einn og sér.

Einar Þór Strand, 10.9.2010 kl. 12:00

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Varðandi það að ráðherra beri bara ábyrgð á eigin málaflokkum þá er það vissulega rétt en þegar ráðherra situr í stýrihópi um eitthvað málefni sem ekki heyrir undir hann beint þá verður kannski að líta til þess, sérstaklega þegar fagráðherrann var settur út í staðin fyrir viðkomandi.

Einar Þór Strand, 10.9.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.