Er allt, sem múslímar gera, rangt?

Nútíma Íslendingum hryllir við því að fé sé „á háls skorið“  til aflífunar. Þetta var samt sú aðferð sem viðhöfð var hér á landi um aldir. Raunar er ekki um hálsskurð eyrna á milli að ræða eins og sjá má í hryllingsmyndum heldur miklu frekar einfalda og vel útfærða hálsæðastungu sem aflífar skepnuna á örskammri stundu.

Auðvitað vilja sómakærir Íslendingar og sér í lagi rollurnar að þær séu skotnar til að tryggja heiðvirðan og góðan dauðdaga.

En á þessari glansmynd, sem menn gera sér af göfugri slátrun á dýra, er svartur blettur og það stór. Flest allur bolfiskur sem veiddur er við Ísland er aflífaður með hálsskurði, ekki stungu heldur skurði „eyrna á milli“. Aðrir fiskar eru ekki svo heppnir, þeir eru bara látnir kafna eða kremjast til dauða, svo sem loðna, síld, makríll og fleiri tegundir.

Ef menn vilja vera sjálfum sér samkvæmir hlýtur krafan að vera sú að hver fiskur sem á Íslenskt skip kemur sé skotinn til að tryggja sem best kvalalausan dauðdaga, ef við viljum ekki níðingar heita, eins og þessir „andskotans“ múslímar sem vilja kvelja lömbin okkar.

  


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

hahahahahahahah

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 17:06

2 identicon

Er allt sem múslimar gera rangt?  Ég svara með annarri spurningu, veistu um eitthvað sem þeir gera rétt?

J.þ.A. (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:39

3 identicon

Skiptir engu máli hvernig þú drepur rollu. Bæn breytir engu um það. Hún verður alveg jafn dauð og þú verður alveg jafn sekur um að hafa banað henni. Eina sem breytist með að segja bæn upphátt er að menn líta út eins og hálfvitar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:43

4 identicon

Það er ekki aðferðin sem skiptir máli, heldur hugsunarhátturinn sem liggur á bak við. Ég veit að þessi aðferð er notuð hjá frumstæðum þjóðum og þjóðflokkum t.d. í Afríku, en af hverju þurfum við, með okkar tækni, að taka upp sláturaðferð sem var notuð fyrir 1400 árum af frumstæðum múslimu, þótt þeir vilji halda því við sjálfir. Múslimar eru frumstæðir í hugsun og breytir engu hvað aðrir segja. Nóg er nú að fylgjast með erlendum fréttum í Evrópu dags daglega til að sjá það( ekki í gegn um Íslenska fjölmiðla, því þeir eru lítils virði). Mestu undirlæjur við múslima eru Svíar, en þar er Halal-stlátrun bönnuð.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:51

5 identicon

Það stendur nú bara í fréttinni afhverju það er verið að beita þessari aðferð

enn það er nú bara til að geta selt fleyrum enn okkur þetta kjöt og er bara hið besta mál

Kári Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 18:05

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

http://www.youtube.com/watch?v=HQOKQ__3vQw

Stal þessu frá commenti á öðru bloggi um sömu frétt.

Ég er langt því frá einhver dýraverndunarsinni,  en þessi dýr eru ekki að drepast á örskammri stundu

Ef það er eitthvað val um þetta þá held ég að flestir vilji að dýrin séu meðvitundarlaus þegar þau eru skorin,  ekki einsog það breyti miklu fyrir sláturhúsin hérna sem hafa farið þá leið í tugi ára.

En ekki er ég að skilja hvernig þetta á að virka hér á landi þar sem stendur í lögum að dýrin megi ekki vera með meðvitund þegar þau eru drepin,  svo þetta verður aldrei "alvöru" Halal slátrun.

Jóhannes H. Laxdal, 13.9.2010 kl. 19:33

7 identicon

Fyrir um 7 árum stundaði ég nám á matvælabraut við Verkmenntaskólann á Akureyri og við fórum í vettvangsferð á sláturhús þar í bæ. Þar var okkur sagt að nautgripum er slátrað á svipaðan hátt, en þau eru skotin í höfuðið með rotara og svo skorin á háls. Ég veit nú ekki hvort sú aðferð tíðkist enn, en ég geri þó fastlega ráð fyrir því. En ákvað ég þá að hætta að borða nautakjöt? Nei, aldeilis ekki, enda veit ég fátt betra en nautasteik með tilheyrandi. Það sama gildir um lambið. Mér er slétt sama hvernig því er slátrað, það bragðast eins. Og ég hugsa að flestum heilvita manneskjum sé nú slétt sama hvort einhver muldri bænarorð yfir lömbunum á meðan þeim er slátrað, enda hefur það ekki heldur áhrif á bragðið.

Kristján Fenrir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 19:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka athyglisverð innlegg

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 20:52

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Segi það.

Þótt margir hneykslist yfir þessu, hugsa fæstir um hvernig dýrið var drepið áður en það komst á diskinn hjá þeim.

Það gerist enginn grænmetisæta útaf þessu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.9.2010 kl. 21:39

10 identicon

Jóhannes H. Laxdal - Gott innlegg og ætti að sýna í ríkissjónvarpinu, en að sjálfsögðu þora þeir aumingjar  ekki að sýna ógeðið við ótta um hefndir af hálfu þessara mannapa, sem eru að hasla sér völl á Áumingjaíslandi eins og í öðrum vestrænum löndum. Ég gæti gubbað.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 21:42

11 identicon

Heil og sæl

Aflífun í Íslenskum sláturhúsum hefur farið fram með þeim hætti í nokkuð mörg ár að fyrst skepnan rotuð með rafbyssu og síðan skorinn. Ég vann síðast í sláturhúsi 2003 og þá var þessi aðferð búinn að vera í 2 eða 3 ár, þá var talað um hana sem "múslima aðferðina". Eina sem er nítt núna er bænin. Og bæ þe vei þá virtist mér þau oft á tíðum steindrepast við rafhöggið.... vona að enginn múslimi sjái þetta og missi listina á lambakjöti :)

Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 01:43

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Jón Guðlaugur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 11:04

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Við bjuggum líka í torfhúsum, hefur engin framför orðið hjá þér?múslimar hafa gert þetta alla sýna tíð, umhverfi og húsakostur þeyrra hefur nánast ekkrt breyst, en þessar venjur eru best geimdar hjá þeym sjálfum, mér hryllir við þeym. Þetta með fiskinn er nú bara bull og ekki hægt að líkja því saman, við gætum þá alveg eins farið að skjóta hvert strá sem rollan jetur.

Ekki orð um þetta meyr.

Eyjólfur G Svavarsson, 14.9.2010 kl. 15:37

14 identicon

Mmmmmmmm nammi namm.....meyrt kjöt.

Meyrt kjöt (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:30

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, jú Eyjólfur, ég er kominn útúr torfkofanum, loksins, mikil ósköp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.