Mörður missir sig

Mörður Árnason virðist ekki hafa  borið sitt barr eftir landsfræga þrætuþætti hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. 

Það er engu líkara en hann hafi smitast af soranum úr Hannesi, því það er sama á hverju Mörður tekur, hann er alltaf öfugu megin á síðunni.

En líklegast verður að telja skrif Marðar sem auma smjörklípu tilraun Samfylkingarinnar í þeirri vonlausu viðleitni að forða Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin G. Sigurðssyni frá stefnu fyrir landsdóm. 


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þú ert búin að ná þessu.

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 00:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ná hverju Sigurður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2010 kl. 00:59

3 identicon

Hvernig er vörn Marðar fyrir nímenningana verið smjörklípa Samfylkingar fyrir ISG.     Það skil ég ekki - þú fyrirgefur fattleysið en ég held að þú sért "öfugu megin á blaðinu".

ragnare (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ragnare, þú skilur þá hvorki merkingu orðsins, eða tilgang "smjörklípu".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel nú því að þegar alþingi nær ekki að samþykkja að fyrrum ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm þá er það augljóst að ekki verður hægt að sækja þessa níumenninga til saka því er það eins og þú segir í upphafi að Mörður er að undirbúa jarðveginn að því sem koma skal!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.