Af hverju er umræða um innflytjendavandamál tabú?

Það er ekki sjálfgefið að mikil fylgisaukning Svíþjóðardemókratana og fylgi upp á 5,4% og 20 þingmenn sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu. Hún er allt eins og ekki síður tilkomin vegna  stefnu, eða frekar stefnuleysi, annarra flokka í innflytjendamálum.

Allir lýðræðissinnaðir flokkar, hvar sem er í Evrópu,  þurfa að taka sjálfa sig í naflaskoðun og íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokka eins og Svíþjóðardemókratana að raunhæfum valkosti.

Öll umræða um innflytjendamál og svokallað fjölmenningarsamfélag og þau vandamál sem þeim fylgja er nánast tabú hér á landi og þeir sem upp á þessum málum brydda eru samstundis stimplaðir sem rasistar.

Það er eins víst og dagur fylgi nótt að fylgi við öfga- og rasistasjónamið munu halda áfram að aukast á meðan menn neita að taka þessa umræðu.

Það mun líka gerast hér í fyllingu tímans að öllu óbreyttu.


mbl.is „Sorgardagur í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér, þeta er "tabú". Í Svíþjóð ljúga pólutíkusar og fjölmiðlar árum saman að kjósendum, um að allir sem sækja um "asyl" landvistarleyfi, verð drepnir ef þeir verða sendir til baka. Undir 5% umsækjanda geta gert grein fyrir sér og staðfest "identitet",þ.e.a.s. sannað að ég er ég. Svíþjóðardemókratarnir hafa aldrei sagt að þeir væru á móti innflytjendum, en þeir eru á móti innflytjendapólutíkinni í Svíþjóð. Inn til Svíþjóðar streyma á milli 20 - 30.000  umsækjendur á ári og nánast allt múslimar, sem ekki geta gert grein fyrir sér. Sverigedemokratarna hafa alltaf sagt" Stoppum innflutninginn og hjálpum þeim sem eru komnir inn í landið, til að koma undir sig fótunum og síðan athugum við framhaldið" Þetta er fakta, en veruleikafirtur pólutíkus eins og Marianne Berg og reyndar allir hennar kumpánar á vinstri vængnum  myndu aldrei þora að segja SANNLEIKANN. Það er allt í lagi að taka það fram, að sósíaldemókratar hafa heilaþvegið svía í ártugi og það er nánast ekkert sem kemst að hjá þeim nema íþróttir. Stjórnmálin sjálf eru tabu. kveðja.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:18

2 identicon

Svíar hafa hingað til verið svo bláeygðir varðandi innflytjendur. 

Það hefur einfaldlega ekki verið pólitískur rétttrúnaður að segja hlutina eins og þeir eru.

Í hugum stjórnmála- og menntaelítunnar í Svíþjóð eru orð eins "innflytjendavandamál", "uppþot innflytjenda" og "skortur á aðlögunarhæfni innflytjenda" ekki til.  Þaðan af síður má nefna þetta á nafn´.

Nú hefur Sænska elítan vaknað við vondan draum. 

Sig. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 16:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru svo vandmeðfarin mál að engin ein leið virðist rétt, óheftur innflutningur gengur greinilega ekki og illt er að loka alveg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Axel, ég er sammála þér, málin versna bara ef þau má ekki ræða.

Samt held ég að menn séu á nokkrum villigötum á meðan þeir alhæfa um kynþættina - og hverjir kynþáttafordómarnir séu.

Sem íslensk móðir væri ég elskusátt við að dóttir mín veldi sér þeldökkan ástmögur (jafnvel þótt faðir hennar hefði einhvern tíma tuðað um "ég vil ekki að dóttir mín giftist svertingja"). 

En ég hefði verulegar áhyggjur ef sonur minn veldi sér hvíta múslimska stúlku.  Hennar faðir - eða bróðir - eða frændi, gætu tekið þau vensl upp óstinnt og myrt tengdadóttur mína.

Ætli það sé ekki kominn tími til þess að ræða rasismann og flokka hann eftir áhættuþáttum?

Kolbrún Hilmars, 20.9.2010 kl. 18:25

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Kolbrún og gott innleggið. Ég hef ekkert á móti útlendingum og mér er rétt sama um þeirra trú. En framhjá því verður ekki horft að mikill fjöldi innflytjenda á Norðurlöndum og víðar af ólíkum menningaruppruna, hafa og eru að valda vanda og erfiðleikum.

Helsta vandamálið við múslima virðist vera sú staðreynd að þeir virðast ekki komnir til að samlagast íbúum nýja landsins, þeir ætla að vera áfram Pakistanar, Írakar, Líbanar o.s.f.v. og gera svo þær kröfur þegar fjöldi þeirra eykst að samfélagið lagi sig að þeim.

Það er því ljóst að vandinn eykst aðeins með meiri innflutningi þessa fólks ef ekki verður fundin varanleg lausn á þeim vandamálum sem því fylgja. Lausnin er ekki í því fólgin að stinga hausnum í sandinn.

Það er því nauðsynlegt að við tökum þessa umræðu fyrr en seinna, því það kann að vera orðið of seint í rassinn gripið fyrir vitrænar aðgerðir þegar við verðum komin með svipað hlutfall innflytjenda og Svíar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 18:47

6 identicon

Af hverju er umræða um innflytjendavandamál tabú?

Myndband sem svarar þessari spurningu nokkuð vel:

Hið Nýja Umburðarlyndi: http://www.youtube.com/watch?v=H6uA_CG8owo

LOL (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:23

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er og..

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 21:44

8 identicon

Mér skylst að múslimar á Íslandi séu 0.20% af þjóðinni en samt hefur verið ákveðið að allt sláturfé hjá SS á suðurlandi verði Halalslátrað og reyndar í fleiri sláturhúsum. Ég hef ekki heyrt að þetta sé einvörðungu útflutningsvara. Hver hefur tekið ákvörðun um að Íslendingar eigi að borða Halalslátrað eins og múslimar? Sá spyr sem ekki veit!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 21:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta Halalslátrurkjöt er pottþétt óætt ef ekki bráðdrepandi V. Jóhannsson.  

Það er pottþétt ráð fyrir sannkristna sem óttast þetta kjöt að sjóða það upp úr vígðu vatni, ætli það hoppi þá ekki upp úr pottinum?

Svo geta menn tekið með sér vigt vatn í búðina og dreypt á kjötið,  ef það emjar og hrekkur undan, þá er ekki að sökum að spyrja.

Hver ákvað þá sláturaðferð og meðhöndlun á kjötinu sem viðgengist hefur hér á landi? Er einhver sér kristileg formúla við það handverk? Er það ekki eingöngu sniðið að hollustu- og gæðaþáttum?

Eins og menn hafa látið út af þessu bulli undanfarna daga bæði á blogginu og í fjölmiðlum, þá ættu þeir fordómasekkir ekki að tala um öfgar og fordóma hjá múslimum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 22:30

10 identicon

Axel - þú misskilur stöðuna algjörlega. Eiga reglur og siðir heimamanna að gilda í landinu, eða siðir og reglur framandi gesta, sem með frekju og yfirgangi heimta að þeirra siðir yfirtaki siði heimamanna. Sjáðu Bretland!Eftir þinni hugmyndafræði að dæma, þá á múslimi sem brýtur af sér á Íslandi á Íslending að dæmast eftir Sharia-lögum ,af því að það gildir "í heimalandinu". Þessi hugsunarháttur sem þú hefur er að kollvarpa allri Evrópu og er meðal annars orsökin fyrir sigri Svíþjóðardemókratana í Svíþjóð, því þennan undirlæjuhátt gagnvar múslimum verður að stöðva með öllum ráðum  og ekki núna, heldur NÚNA.  kveðja.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 23:13

11 identicon

Eina hugsun þeirra með kjötið er að reyna stækka viðskiptamnarkaðinn hjá sér þetta hefur ekkert með frekju og yfirgang í aðfluttum múslimum að gera, þú myndir vita það ef þú hefðir heyrt viðtalið við kallinn í SS.

Agnes Ósk Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 06:37

12 identicon

Hjá SS(sláturfélagi suðurlands)

Agnes Ósk Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 06:38

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Agnes

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.