Slá ei á formannshendur

Miklar  vangaveltur og spekúlantasjónir hafa veriđ uppi, hver sé hugsanlegur arftaki Jóhönnu Sigurđardóttur sem formađur Samfylkingarinnar, ţegar hún óhjákvćmilega leggur frá sér kefliđ, innan ekki langs tíma.

Ţetta  skemmtilega „vandamál“ hefur valdiđ ómćldum titringi og ókyrrđ í ritstjórn Morgunblađsins og  hússtjórn Valhallar, skeyti  hafa veriđ send manna á milli og stofnana Sjálfstćđisflokksins ţvers og kruss um áhyggjuefniđ , valdandi ótöldum andvökunóttum vítt og breitt um flokkinn.

Margir hafa veriđ nefndir til sögunnar sem erfđaefni, en fáir eru kostirnir góđir, eins og stađan er núna, ţađ verđur ađ viđurkennast. Árni Páll var margra vonarstjarna en hann hefur af eigin rammleik og hjálparlaust rutt ţeim möguleika út af borđinu. Sömuleiđis verđur Björgvin G. Sigurđsson sem margir litu til, ekki inni í myndinni hvernig sem Landsdómur fer. Svo verđa femínistakerlingarnar,  allar međ tölu, varla valkostur, í alvöru talađ.

Svo eru menn á útleiđ eins og Kristján Möller og Össur ekki í kjöri, sama má segja um Ástu R. Jóhannesdóttur, Katrínu Júlíusdóttur og Ólínu Ţorvarđardóttur (ekki í ţetta sinn). Svo koma ađrir ekki til greina og ekki af annarri ástćđu en, af ţví bara.

Ađ öllum ţessum frátöldum í ţingflokknum stendur eftir ađeins eftir eitt nafn, Magnús Orri Schram, hvernig sem mönnum kann ađ ţykja ţađ viđ fyrstu sýn.

Á flokksţingi Alţýđuflokksins 1982, ađ mig minnir, fékk Jón Baldvin Hannibalsson 2 atkvćđi  í formannskjöri, annađ ţeirra var mitt, tveim árum síđar var hann orđin formađur. Ég hef sömu tilfinningu núna gagnvart Magnúsi Orra og spái honum ćđstu metorđum innan Samfylkingarinnar og ţví fyrr, ţví betra.

Magnús Orri var annar fulltrúi Samfylkingarinnar í „Atlanefndinni“ og nú verđur Samfylkingin ađ passa sig ađ slá ekki á hendur hans, sem ég trúi ađ séu formannshendur. 


mbl.is Skiptar skođanir um ákćrur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús Orri Scram er enginn framtíđarforingi fyrir Samfylkinguna. Ţví get ég lofađ ţér. Hálfur flokkurinn er óánćgđur međ hann í ţessu máli og hann er ekki ađ standa sig neitt sérstaklega vel á ţingi.

Ingibjörg (IP-tala skráđ) 28.9.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hálfur flokkurinn er ekki međ sjálfum sér í ţessu máli og ég er ekki sammála ţér Ingibjörg,  međ frammistöđu hans á ţingi. Geta ţingmanna er ekki alltaf mćlanleg í gegnum linsur fjölmiđlana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 01:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.