Eru sumir misjafnari en aðrir?

Enginn efast um að ástandið í ríkisbúskapnum sé erfitt og hafi sennilega aldrei verið erfiðara, á lýðveldistímanum hið minnsta. Nánast ofstækisfullur niðurskurður er boðaður á nánast öllum sviðum og helst þar sem síst skyldi, í heilbrigðismálum. Sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni er nánast lokað.

Ekki verður séð að samsvarandi stofnanir á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri geti að óbreyttu tekið á sig þau verkefni sem óhjákvæmilega verður beint þangað í framhaldinu, án fjölgunar starfsfólks. Hver er þá vinningurinn, nema fundin verði í leiðinni leið til að afstýra veikindum á landsbyggðinni eða hreinlega afnema þau með lögum.

Hvar er niðurskurðurinn í fríðindakerfi forréttindahópanna og ríkis- starfsmanna?  Hvað með dagpeningasukkið, þar sem ríkisstarfsmenn, og jafnvel makar þeirra, fá greidda dagpeninga auk launa fyrir það eitt að fara í ferðir þar sem allur kostnaður er hvort eð er greiddur?  Hvað með ráðherra sem fá „lystikerrur“ undir rassgatið og bílstjóra til að skutla þeim milli staða.

Ríkisstjórninni ber auðvitað siðferðisleg skylda til þess að afnema eigin forréttindi og annarra hópa í þjóðfélaginu áður en hún ræðst á eðlileg og sjálfsögð réttindi  þegnana til heilbrigðisþjónustu,  mennta og  annarra mannréttinda.

Þeir ráðherrar sem ætla að standa að svona niðurskurði, án þess að skera fyrst niður í eigin lúxus og leggja það á sig að keyra sjálfir í vinnuna á eigin bílum eða nota strætó eins og annað fólk, skulu hundar heita.

Hvað varð um konuna sem afþakkaði ráðherrabíl og bílstjóra hér um árið við lítinn fögnuð samráðherra sinna?


mbl.is „Hreinlegra að loka stofnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Undir þetta get ég heilshugar tekið

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er svo eigingjarn Benedikt, að ég næ því bara ekki hvernig ráðherra getur sagt við mig að ríkið hafi ekki efni á því að láta bregða á mig hlustunarpípu utan Reykjavíkur, þegar ríkið hefur tíu mínútum síðar efni á að skutla ráðherranum í tíu milljón króna bíl með 3ja milljóna bílstjóra yfir götuna svo hann geti tekið í höndina á öðrum ráðherra, sem kom á sömu kjörum, sömu erinda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég myndi segja læk á þetta Axel, við stefnum það þessu í Reykjavík líka við í Besta....bílastyrkir og rugl í burtu....

Einhver Ágúst, 3.10.2010 kl. 15:43

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lýst mér vel á Ágúst, takk fyrir innleggið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta ásamt svo fjöl- fjölmörgu öðru sem þjóðin þarf að "takast á við" núna er endalaust deiluefni alþingismanna okkar. Allar þessar deilur þeirra eru tengdar því hverjum sé um að kenna!

Allar þær deilur eiga sér upphaf, endi og samastað í þeim vanþroska pólitíkusana að tilvera þjóðinnar sé einhver önnur tilvera og óskyld þeirra eigin tilveru.

Það er nú komið í ljós að það var óskhyggja að trúa því að hrunið breytti viðhorfum þjóðarinnar og lífsgildum.

Við kunnum ekki fremur en pólitíkusarnir að breyta okkar hugarheimi. Við lugum því að sjálfum okkur að við vildum uppgjör við fortíðina.

Þegar kom að því að við stóðum andspænis einhverju sýndaruppgjöri við það ógæfufólk sem sinnti ekki varðstöðu sinni og hafði hvorki þrek né vitsmuni til að skynja aðsteðjandi hættu- þá hrukkum við í baklás.

Við erum þjálfuð betur en nokkrir leitarhundar. Við erum hundþjálfuð í afneitun og meðvirkni með húsbændunum.

Það átti ekki- og það mátti ekki gera þetta svona. Það var þá betra að halda bara áfram að röfla og svo gleyma öllu að lokum.

Við sáum að uppgjörið yrði sársaukafullt og við fylltumst kvíða vegna þess sársauka sem það gæti valdið þeim sem það beindist að.

Og núna er okkur bara boðið upp á að borga þessa svallveislu alla möglunarlaust.

Nú skulum við halda upp á það mánaðarlega með þróttmiklu mótmælafylliríi við Alþingishúsið. Án tilgangs, án markmiða og í guðsbænum án allrar ábyrgðar!

Stjórnvöld munu halda áfram í sinni líkamsrækt sem þau kunna best og er sú að berja okkur í hausinn með því sem hendi er næst.

Og senda okkur reikning fyrir bareflinu með tilheyrandi innheimtukostnaði.

Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 15:59

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta sem þú telur upp eru nefnilega heilagar kýr Axel ! öll þessi fríðindi og sporslur og annað álíka sem er búið að fitna eins og púkinn á fjósbitanum í góðærunum, en auðvitað hefur þú rétt fyrir þér og ert ekki einn um, að þarna á að byrja og sjá hversu langt það dugar, áður ráðist er á lífsnauðsynlegar öryggisstofnanir almennings um landið vítt og breytt.

Hvað varðar það sem þú bendir á um að tilsvarandi stofnanir fyrir "sunnan" geti ekki tekið við öllum þeim sem missa sínar nándarstofnanir, er það örugglega rétt líka, ekki síst vegna niðurskurðar á þessum stofnunum sbr. tillögu um að segja upp 50 til 60 manns á St.Jósepsspítala í Hafnarfirði, niðurskurður á suðurnesjum ofl. ofl.

Það myndi örugglega gefa meira hagræði að flytja frekar ýmsar stofnanir, eftirlitsstofnanir og ýmislega stjórnsýslu hins opinbera út á landsbyggðina, heldur en að skera niður og jafnvel leggja niður eins og lagt er til, samgöngur og ekki síst samband og samskifti eru orðin slík að  þessvegna skiftir litlu sem engu máli hvar margar slíkar stofnanir eru staðsettar.

En öryggi í mynd heilsu og löggæslu, verður aldrei viðunandi nema vera í nánd við þá sem þjónustuna þurfa, en svona hugsa ekki nema þeir sem ennþá hafa snefil af heilbrigðri skynsemi og manngæsku eftir í kollinum og það virðist ekki vera svoleiðis fólk við völd í dag.

Gott innlegg Axel !

MBKV að Utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 3.10.2010 kl. 16:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni, svo satt, svo satt. Takk fyrir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 16:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get frekar skilið Kristján, lokun á spítala á StórReykjavíkursvæðinu þar sem annar gæti tekið við verkefnum hans, en lokun spítala á landsbyggðinni þar sem hundruðir km. eru í þann næsta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 16:16

9 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann - og aðrir gestir hans, hér á síðu !

Þakka þér fyrir; þessa ádrepuna, og marg þarfa, Axel minn.

Einhver Ágúst; ætti nú að manna sig upp í að halda sig til hlés, að nokkru.

Þessi flokks nefna hans; og þeirra kumpána, á nú bara að afleggjast, hvar uppskafnings háttur og smjaður fyrir alls lags liðleskjum, eru þeirra helztu tromp.

Ómerkingar; af 1. ° - og Reykvíkingum, nágrönnum mínum, vorkun ein, að hafa kosið þetta rusl yfir sig, til við bótar því, sem fyrir var.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Óskar, og innleggið. Ég hef löngum séð eftir því að hafa rofið bloggvináttu okkar í bráðræði hér forðum og falast hér með eftir henni aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 16:33

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Óskar Helgi er mikill maður og skrifar rétta Íslensku að hætti fortiðarþrár og þjóðernissinna, leiðinlegt þykir mér að hafa skapraunað þér hvar sem þú ert.  En hví þykir þér við hæfi að tala niður til eigin höfuðborgar?

En mér þykir það samt leiðinlegt og einmitt ekki til framdráttar að beita níði og búllí-isma til að leysa okkar vandamál sem tilkomin eru vegna níðs, óheilinda og búllíisma....

 Hvað hef ég gert þér Óskar sem dæmir mig til að mega ekki taka undir það sem sagt er og nefna það að það sé verið að vinna í samskonar málum hjá Reykjavík nú um stundir?

 Besti flokkurinn er fullur af góðu og duglegu fólki sem er hjarahreint og einlæglega að leggja til atlögu við stjórnun borgarinnar af heiðarleika, þar eru mörg skítamál og margt sem þarf að laga og ekki verður allt vinsælt, svo mikið veit ég, en svona dylgjur og leiðindi hjálpa engum.

En að kalla fólk rusl, ómerkinga og og liðleskjur er kannski ekki beint til þess gert að taka alvarlega.

Enda oft stíll þjóðernissinna og að næra orðræðu sína með hatri og ógeði, það er svo einfalt og einmitt ber vott um innræti ritara.

Kærleikskveðja Ágúst Már Garðarsson

Einhver Ágúst, 3.10.2010 kl. 16:40

12 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Þakka þér fyrir; sömuleiðis, Axel Jóhann, og mun ég snara þér inn, fyrir mína slóð, að nýju, verðskuldað.

Með, þeim sömu kveðjum, og þeim fyrri /

Óskar Helgi

p.s. Skyldi; Einhver Ágúst, hafa döngun til, að svara skeytum mínum, dreng staulinn ? Svona; álíka pjakkur, og Gísli Marteinn Baldursson. Kannski ekki; svo leiðum að líkjast, eða hvað, piltar ? 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:42

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður og sannur pistill.

hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 16:50

14 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Einhver Ágúst !

Ég vil byrja á; að biðja ykkur flokkssystkin Æ listans, afsökunar, á rusl orðtakinu, mér hljóp kapp í kinn, hvar samsömun ykkar, er svo áþekk, hinum Reykjavíkur flokkunum, ágæti drengur.

En jafnframt; vil ég ítreka, að ég stend við hvert, hinna orða minna; þér að segja, Ágúst minn.

Megið þið svo; fara að vinna vinnuna ykkar, í þágu borgarbúa, ágæti drengur - og hafið  mín ráð.

Hunzið borddborgarana og snobbliðið.

Það væri góður vísir; að endurvakningu virðingar, fyrir ykkur, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:51

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill Axel! Það sem er skemmtilegt með nafna er einmitt mállýskan. Það að sumir tali um Jón Gnarr á skrítin hátt er allt í lagi. Jón kann alveg á það.

Ég þekki Jón mjög vel, við eru systkynabörn og í okkar ætt eru allir líkir hver öðrum. Ég mæli með að fólk kíki á myndina "Wire" og reyni að skilja boðskapin. Þar er glæpakerfi Íslendinga lýst á mjög raunsæjan hátt.

Vilji menn virkilega gera eitthvað fyrir þetta land, þá væri ágætt að byrja á að stoppa bankaránin í hæfuðborginni. Menn skilja nefnilega ekki enn hvernig ránið er framkvæmt. 

Mig grunar að það muni kosta einhverja tugi milljaraða til viðbótar niður í klósettið til að borgarbúar vakni. Landið sem sefur þyrnirósasvefninum í dag, heitir Ísland.

Það er ekki nóg að einhver hundruð íslendinga glamri með potta einu sinni á ári. Þegar fast er sofið þarf að hrista fólk. Er það ekki?

Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 16:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggið Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 17:04

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt er það Óskar A. hann nafni þinn mælir tungu kjarnyrtri og tæpitungulausri.

Ég hef ekki horft á "Wire" og nenni því ekki, þó það kunni að vera lykillinn að Gnarrinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 17:08

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Pistillinn er ágætur Axel. Enn betri er greining Árna Gunnarssonar í athugasemd sinni.

Þakka ykkur báðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.10.2010 kl. 17:09

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyri það Svanur, Árni bregst ekki vonum, enda að norðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 17:15

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Wire er ekki lykillinn að Gnarrinum. Enda þarf ekki lykil. "Wire" er skýring á spillingunni í Reykjavík. Eiginleg kort og skýring af lífi og veröld sem flestir halda að sé bara til í Hollywood. Mynd af heimi sem allir íslendingar ættu að kynna sér hið snarasta áður enn allt fer til fjandans.

Ég hef unnið með fanga utan og innan fangelsa í 25 ár í Svíþjóð og smávegis í Danmörku þannig að þessi spilling er ekkert ný fyrir mér. T.d. hafa nöfn aðalbófanna á Íslandi aldrei komið í fjölmiðla.

Og kanski rata þeir aldrei þangað heldur. Það er svo gott að sofa, eða vera í dvala... 

Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband