Það á áfram að sóa tíma Alþingis í hégóma

Það er svo sem ágæt og göfug hugsun að ekki verði kjarnorkuvopn á Íslensku yfirráðasvæði eða þau flutt um það. En þetta frumvarp  er gersamlega glórulaust og óraunhæft með öllu. Svo ekki sé talað um, hve galið það er að vera að eyða tíma Alþingis í gæluverkefni eins og þetta þegar þjóðin, í heild sinni, er á leið undir hamarinn ef ekki til andskotans.

Í 3. gr. frumvarpsins segir m.a.:

Í heiti laganna, og annars staðar þar sem annað kemur ekki fram, merkir „Ísland“ íslenskt land, landhelgi, lofthelgi, efnahagslögsögu og landgrunn og allt íslenskt yfirráðasvæði samkvæmt lögum, þjóðarétti og ýtrustu fullveldisréttindum í og á landi, á og yfir hafsbotni, í sjó og ofan sjávar og í lofti.

Það er sem sagt allt undir og öll umferð kjarnorkuknúinna farartækja og þeirra farartækja sem bera kjarnorkuvopn, hvaða nafni sem þau nefnast, bönnuð um hið friðlýsta svæði. Brot á þessum lögum varðar fangelsi allt að 10 árum.

Verði þetta frumvarp að lögum hefur tíma Alþingis vissulega verið sóað til einskis. Lagasetning hvers konar er vita tilgangslaus ef ekki er hægt að framfylgja lögunum.  Hvernig sjá flutningsmenn frumvarpsins fyrir sér að Íslensk yfirvöld framfylgi þessum lögum? Eiga yfirvöld að senda Ægi eða Tý gegn bryndrekunum og láta hásetana ryðjast um borð og leita að bönnuðum vopnum og finnist þau, verður þá „lagt hald“  á skip og búnað og áhöfninni stungið í steininn?

Í hvaða veröld lifa flutningsmenn þessa frumvarps?

 
mbl.is Frumvarp flutt í tíunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frumvarp Jóhönnu, frjálsar handfæraveiðar er gleymt eða týnt,

þetta loforð Samfylkingarinnar, gæti gefið fátækri Þjóð tækifæri

að bjarga sér.

Aðalsteinn Agnarsson, 6.10.2010 kl. 12:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er að sálast í hægri mjöðminni Aðalsteinn, geta frjálsar handfæraveiðar lagað það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

1 eða 2 tonn af Þorski eru besta meðal sem til er, Axel minn.

Aðalsteinn Agnarsson, 6.10.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rengi það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband