Hverjum er ætlað að eiga Ísland?

Stefna stjórnvöld að því að efnahagslegt sjálfstæði einstaklinga á Íslandi heyri sögunni til?  Stendur til að endurreisa leiguliðakerfið þar sem allur almenningur voru þrælar og nánast eign stóreignamanna og urðu að standa og sitja sem þeir kusu?

Ef ráðherrar og þingmenn meina eitthvað með yfirlýsingum sínum um vilja til aðgerða í þágu heimilanna í landinu væri þá ekki ráð að ýta, ekki seinna en strax, til hliðar öllum málum og gæluverkefnum, sem ekkert liggur á, af dagskrá Alþingis og fara að ræða af alvöru það sem mest brennur á almenningi og mest svíður undan.

Ætlar Norræna velferðarstjórnin að humma fram af sér aðgerðir til bjargar heimilum og almenningi í landinu uns síðasti „Geirfuglinn“ er fallinn? Fór allur kraftur velferðarstjórnarinnar í skjaldborgina um bankana og fjármálasóðanna?

Fjármálaráðherra sagði í Kastljósinu núna áðan að við værum á allra erfiðasta hjallanum, og þess að ekki væri langt að bíða að við sæjum ljósið fyrir enda ganganna. Málið er bara að atvinnulegt stýritæki VG er bilað og hefur aldrei virkað. Við erum ekki með blóðugum niðurskurði og skaðræðisskattlagningu að bora okkur í gegnum fjallið, við erum að grafa okkur lóðrétt niður í eyðimörkina.


mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra aldrei vinsælla sjónvarpsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað heldurðu að það sé langt í að við komum hinum megin út?

Svona sirka?

Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef fjöldi þeirra starfa, í Svandísarveldi, sem stefna VG hefur skapað, er dregin frá þvermáli Jarðar deilt með ummáli Ögmundar, þá liggur svarið ljóst fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 20:35

3 identicon

Halló....smell the coffee!  Thad er löngu búid ad afgreida málid:  Hringir KVÓTAKERFID bjöllu?  Hringir bankaránid bjöllu?  Hvad med sölu á náttúruaudlindum?

Glaesileg framtíd barnana blasir vid med holur í tönnum, eignalaus og í algerri fátaekt í bodi nautheimskra foreldra sem kusu D og B.

Hvad gera Samfylkinginin og VG í stödunni?  Ekkert ..... enda í vasa LÍÚ og annara sérhagsmuna.

Íslendingum hefur tekist 100% ad klúdra öllu sem haegt er ad klúdra.  

Eru menn ekki hressir? Ha? Thetta reddast!! (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þetta gæti enn orðið verra.

Fólk gæti asnast til þess að kjósa Jón Val Jensson á þing.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.10.2010 kl. 21:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það urðu mér mikil vonbrigði hve hratt rann undan stefnu stjórnarflokkana í kvótamálunum, ég leyni því ekki. Það hefur því fjarað hratt undan stuðningi mínum við Samfylkinguna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 21:46

6 Smámynd: Björn Birgisson

Bráðum fer að vora á ný!

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 21:54

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið rétt Inga, svo rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 22:12

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það "vorar" í vor Björn, ef marka má dagatalið fyrir næsta ár.

En þetta ár ekki liðið og Guð hefur að sögn presta ekki enn blessað Ísland þó tvö ár séu liðin frá þeirri umsókn. Það mun víst ekki vera siður hins há Herra að blessa liggjandi menn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 22:18

9 identicon

Komið þið sæl; gott fólk !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; myndræna samantektina - sem sýnir okkur; hversu sláandi lítill munur er, á þeim Bjarna Benediktssyni (yngra), og Stein- grími J. Sigfússsyni, þegar upp er staðið.

Ingibjörg Axelma !

Ég hygg; að fornvinur minn, Jón Valur Jensson, sækist ekki eftir neinum sérstökum vegtyllum í stjórnmálunum, að minnsta kosti, svo þú skyldir ekki hafa stórar áhyggjur af.

En; þó ég sé sammála JVJ, í nokkru - er ég líka; ósammála honum, í æði mörgu einnig, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 01:02

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, JVJ er titlaður ábyrgðamaður eða talsmaður (er það ekki ígildi formanns?) Kristinna stjórnmálasamtaka sem verður að teljast ákveðið stjórnmálalegt framapot.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 06:44

11 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Axel Jóhann !

Jú; mikið rétt. Jón Valur; er aðalforvígismaður Kristinna stjórnmála samtaka, og það er félagsskapur, sem mér hugnast, alls ekki.

Svo; eru viðhorf JVJ, til samkynhneigðra andstyggileg, í alla staði, að mér finnst - sem; svo mörgum annarra.

Við vorum samtíða; við Jón Valur, hjá Hraðfrystistöð Gerðabátanna hf, sumarið 1972, suður í Garði (fyrsta sumar mitt; eftir fermingu), og þókti gárungum ýmsum gaman, að sproksetja mig, feiminn og upp burðarlausan, þegar þeim þókti henta.

Ætíð; kom Jón Valur mér til liðs, og leiddi umræðu manna, til þess vegar, að þeir hættu galsaskap sínum, í minn garð, en tóku upp allt aðra umræðu - og almennari; á léttum nótum.

Síðan þá; hefir mér alltaf verið vel, til Jóns Vals - og fylgi honum eindregið, eins og í baráttunni, gegn ESB og Icesave´s (Ísþræla reikningunum), auk ýmisslegs annars.

Þannig að; Jóni Val, á ég margt gott, upp að inna, þegar grannt skal skoða, Axel minn.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim öðrum fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.