Litla stóra skrökusagan

Ég sé á bloggunum um þessa frétt, hér á undan, að menn stökkva á þessa frásögn og láta eins og þeir hafi himinn höndum tekið.

Mér finnst þessi saga afskaplega ótrúverðug, svo ekki sé meira sagt. Ég kaupi það ekki rannsóknalögreglan viðhafi þau vinnubrögð að taka viðtöl eða stundi yfirheyrslur yfir grunuðum mönnum úti undir vegg eða á bílastæðum við verslunarmiðstöðvar.

   


mbl.is Yfirheyrður vegna Facebookfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

en það vill nú samt svo til að þetta er satt.

Steinar Immanúel Sörensson, 15.10.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

He he. Þegar ég var strákur langaði mig til að verða lögga. Þá gæti ég verið í búningi og lamið hrekkjusvínin með kylfu. Gott að það klikkaði, enda hef ég hvorki líkamsburði, lengd né vit til slíks starfs.

En burtséð frá því að ekki vildi ég vera lögga með svona starfa, að þá er það nú dálítið kúnstugt, að rannsóknarlögreglumenn skuli tilkynna einstaklingi á bílastæði við verslunarmiðstöð að hann (hún) hafi stöðu grunaðs manns. Þetta getur ekki verið rétt röðun á prósessnum. Og þar að auki farið í yfirheyrslur í beinu framhaldi af tilkynningunni á bílastæðinu. Líka eitthvað spúký. 

Ég átta mig nú ekki á því hvernig ber að túlka svona uppákomu. Annað hvort eru þessir menn að stíga eitthvað á strik og svindla eins og í París. Eða rannsóknarlögreglan hefur fengið einhverjar víðtækari heimildir en maður hefði haldið að þeir hefðu.

Ég verð að trúa Steinari, því hann er greinilega tilbúinn að standa við það sem hann hefur sagt.

Guðjón Emil Arngrímsson, 15.10.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hverjum á maður að trúa? Það er spurningin eins og Shakespeare sagði forðum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið hér sumir gætuð þurft að sætta ykkur við að vera metnir meiri kjánar en aðrir. 

Allar sögur þarf að skoða til enda, meira að segja þá þurfa flón að gera það líka. 

Trúmál eða Shakespeare koma þessu máli ekkert við Hr. Ben. Ax.  En hr. Ben Ax. Það gefur ekki von um sæmilegan þroska að hanga aftan í þessum strætisvagni.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2010 kl. 20:43

5 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Jæja, loksins fengum við einn á bloggið sem ekki er kjáni eða flón. Hefur húmörinn í lagi enda er hann ennþá að teika strætó. Svo má hann eiga það að vera svo vel að sér, að ég með engu móti skil hvað hann er að segja. En tyrfinn texti hefur oftast verið kenndur við gáfumenn. Svo við göngum út frá því að þetta sé í lagi.

Engin saga, hvorki skrifuð né sögð hefur enda. Þar sem skriftum eða sögn líkur, er framhald sem ekki er víst að komi nokkru sinni fram. Allar sögur eru endalausar.

En svona til þess að létta mönnum þetta, þá hefur Hrólfur bara ekki skilið það sem var verið að segja. Enda ekki tyrfið og því torskilið fyrir hann. Hvergi hefur verið minnst á trúmál. Frasinn ódauðlegi er notaður víð ýms tækifæri án þess að vera að flækja stórskáldinu inní umræðuna.

En svona er þetta.

Guðjón Emil Arngrímsson, 16.10.2010 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband