Draumur um draum

Kjarnorkuvopnalaus heimur er fallegur draumur, ljúfur og góður, en samt aðeins draumur en giska barnalegt er að halda að hann rætist á þessari öld hvað þá fyrir 2020, jafnvel þó Jón Gnarr og Dagur bætist í hóp dreymenda.

Þó öll kjarnorkuríkin næðu samkomulagi strax í dag að útrýma öllum kjarnorkuvopnum fyrir vikulok, þá eru það bara kjánar sem halda að vopnum verði öllum eytt, bara sísona. Það hvarflar ekki að mér annað en kjarnorkuveldin muni halda eftir, á laun, hluta vopnanna af ótta við að hin ríkin geri einmitt það sama.

Í dag eru til nægar sprengjur til að eyða öllu lífi á Jörðinni daglega í einhverjar vikur. Eitt skipti dugir víst og því gagnslaust að ná samningum um að ekki verði hægt að endurtaka útrýminguna og því hafa þeir samningar sem náðst hafa hingað til um fækkun vopnanna hafa einungis verið málamyndagjörningar. Þeir samningar hafa verið nýttir til að farga úreltum vopnum.

Það er ekkert í stöðu heimsmálana í dag sem gefur hina minnstu von til þess að draumurinn um útrýmingu kjarnorkuvopna verði nokkuð annað en draumur um nánustu framtíð.

En það er gott að geta látið sig dreyma, ekki spurning um það.


mbl.is Reykjavík styður kjarnorkuvopnalausan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Svo dreymir marga þjóðarleiðtoga meira um að eignast kjarnorkuvopn en að eyða þeim!

Björn Birgisson, 19.10.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já svo ekki sé talað um þau ósköp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2010 kl. 17:13

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kom on strákar, við eigum eina bombu: Davíð Oddson :-)

Sjáið bara hvað gaurinn skilur eftir sig :-)

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.10.2010 kl. 21:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðn og dauða. Svo vilja sumir varpa þeirri bombu aftur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband