Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Frjálsar handfæraveiðar
26.10.2010 | 12:01
Það eru daglegar skoðanakannanir á heimasíðu Útvarps Sögu, misgáfulegar eins og gengur. Ný könnun var sett inn í hádeginu í dag. Spurt er ; Vilt þú leyfa frjálsar handfæraveiðar?
Ekkert nema gott eitt um það að segja en mig langar aðeins til að vita eitt; Aðalsteinn eru búinn að kjósa?
Skaða veiðarfæri lífríki sjávar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1027595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
lélegri fisk á litlum bátum sem hafa ekki getu, búnað eða pláss til þess að þrífa, blóðga (með almennilegum hætti eins og markaðurinn krefst í dag) og kæla fiskinn niður með nútíma aðferðum.
afhverju vilja svona margir fara aftur í þær veiðiaðferðir sem barist var við að komast út úr alla síðustu öld? í ofan á lag þá hafa sjómenn á smábátum og þar á meðal þessum handfærabátum sem lagt er til að hefji "frjálsar" veiðar, algjörlega kjarasamningslausir í flestum tilfellum. þeir hafa engin réttindi eins og sjómenn og á bátum og togurum. við þetta má bæta að það sem menn kalla frjálsar veiðar er annað nafn á ólimpískum ofsóknarveiðar.
Fannar frá Rifi, 26.10.2010 kl. 12:53
Ég held að margir sjá einhverja rómantík í því Fannar að hanga sofandi fram á handfærarúllu 18 tíma á sólarhring. Ég hef alveg sloppið við þá tilfinningu. Ég sé það ekki fyrir mér satt best að segja að Íslendingar haldi núverandi stöðu sem fiskveiði þjóð með handfærum eingöngu.
Hinsvegar þurfa menn sem eru sjálfs síns herrar til sjós ekki kjarasamninga, en þurfa að gæta þess að kaupa sér tryggingar eins og aðrir einyrkjar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2010 kl. 13:04
Ókei. Í fyrsta lagi: Ekki útiloka neitt bara afþví að það er gamaldags. T.d. er þessi mælskulist nokkuð gamaldags. Að rífast um eitthvað og reyna að komsast þannig að niðurstöðu. Það er til miklu nýrri og betri tækni til að komast að niðurstöðu. Vísindaleg aðferðarfræði, t.d. En það þýðir ekki að við eigum að hætta að rökræða og fremja bara tilraunir. Bæði getur lifað með hvort öðru.
Í öðru lagi: Trilluútgerð (handfæra- eða línuveiðar) er ekki gamaldags miðað við togaraútgerð. Trilluútgerð er kannski dáldið mikið 1950 en togaraútgerð er þá frekar mikið 1920. Það er margt sem kemur til við að gera togaraútgerð meira gamaldags heldur en trillu. En ég ætla að nefna 3 punkta.
- Það fer miklu minni orka per veitt kíló í trilluútgerð (Guðbergur Rúnarsson, 2000 pdf). Þannig að trillur eru þannig olíusparandi auk þess að losa minni koltvísýring í andrúmsloftið og stuðla þannig síður að loftslagsbreytingum.
- Togveiðafæri eru skaðleg lífríki sjávar. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérna á Íslandi eru flestar á tegundasnauðum slóðum þar sem er víst að það verður engin marktækt en rannsóknir í Noregi hafa m.a. sýnt aðbotvörpur brjóta niður kórall og svampdýr. Það er hægt að líkja þessu við að keyra jarðýtu yfir hraunbreiðu og sjá svo hvernig fer með skordýrin og síðar fuglana sem þar lifa eftir að mosinn hverfur.
- Togveiðar krefjast mikilla fjárfestinga með tilheyrandi lántökum o.þ.h. Það þýðir traust eignarhald stjórnenda og hluthafa yfir framleiðslutækjum og vinnuafli. Það þýðir líka aukið vald stjórnenda gegn verkamönnum. Það þýðir að þeir sem vinna hafa minna að segja varðandi stjórn fyrirtækisins, laun, starfsemi o.fl. Meiri völd færast þannig yfir á færri hendur. Semsagt aukin stéttaskipting.
Og í þriðja lagi þá eru gallarnir sem Fannar frá Rifi staðhæfir að séu við smábátaveiðar ýmist manngerðir og auðlagfæranlegir. T.d. hefur markvisst verið reynt að útrýma smábátastéttinni með því að meina þeim almennilegum kjarasamningum. Kvótakerfið er óhliðholt smábátum og því markvisst verið að gera kjör trillukalla verri en þau þurfa að vera. Og ofveiði er ekkert náttúrulegur fylgifiskur trilluútgerðar frekar en togara. Lélegt kvótakerfi gat spornað gegn ofveiði, afhverju ætti gott kvótakerfi ekki að geta það?Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:38
Það er ákaflega undarlegt Rúnar, að vísa til rannsókna en gefa í skin að þær rannsóknir sem ekki styðja fullyrðingar þínar séu ekki marktækar eða hafi verið hagrætt.
Þessar svo kölluðu rannsóknir byggja að miklu leyti á sjónrænu mati sem leiða til tilfinningalegrar niðurstöðu.
Hvernig ætlar þessi draumaheimur þinn að veiða þær tegundir sem ekki taka krók?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.10.2010 kl. 15:20
Ekki veiða þær... Við þurfum til dæmis ekki að veiða loðnu frekar en við þurftum þess 1920. Svo er líka hægt að veiða í net án þess að draga það margar mílur og rústa lífkerfinu í leiðinni. Þú einfaldlega kastar því, lætur það liggja í smá stund og dregur það upp aftur eftir einhvern tíma.
En annars er þetta óréttmæt gagnrýni hjá þér varðandi rannsóknirnar. Rannsóknirnar styðjast við mismunandi aðferðarfræði og því getur ein verið réttmæt en önnur ekki. Rannsóknin sem ég vísaði í var um orkunotkun per veitt kíló. Hún er mjög auðgeranleg og gefur fullkomnar niðurstöður sem þarf ekkert að alhæfa útfrá. Þú leggur bara saman heildarolíunotkun t.d. frystitogara og deilir í heildarafla sömu gerð fiskiskipa. Það eru engar utanaðkomandi breytur sem þarf að reikna inn í né engin sambærileg umhverfi sem þarf að alhæfa að eigi einnig við um. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrif veiðafæra (t.d. Guðrún G. Þórarinsdóttir o.fl., 2009 pdf) á umhverfið einskorðast hins vegar við afmörkuð svæði, afmarkaðar tegundir lífvera og afmörkuð tímabil. Það þarf því að alhæfa um þetta allt til hægt sé að taka mark á þessari rannskókn. Til samanburðar væri rannsóknin á orkunotkuninni þannig gerð að hún myndi taka frystitogara og mæla olíunotkun miðað við afla til þess að fá jafn lítið ytra réttmæti og rannsóknirnar á áhrifum veiðafæranna. Ég má semsagt gagnrýna sumar rannsóknir og nota aðrar án þess að það skaði málflutninginn minn.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 15:56
Og ef að Hafró ætlaði að gera sig trúlega sem vísindastofnun þá myndi hún skoða svæði sem hefur verið ágengt veitt með hinum ýmsu togveiðarfærum, ekki bara einstöku dragnót á svæði sem var hvort eð er ekkert líf á fyrir. Til dæmis inn í Breiðarfjörðinn og út fyrir Reykjanesið
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.