Skrifað í sandinn

Það var haft eftir einhverjum gúrú hjá Siglingastofnun nýlega að enginn sandur hefði borist inn í Landeyjarhöfn, hann væri svo vinsamlegur að safnast fyrir, fyrir utan höfnina. Raunar tala þeir ekki um sand hjá stofnunni, þetta eru víst allt gosefni sem þarna eru á hreyfingu, sandur er víst nánast óþekkt fyrirbrygði  á þessu svæði.

Þeir þyrftu að lesa fréttir og eigin tilkynningar þarna hjá Siglingastofnun áður en þeir sverja af sér mistökin. Þessi maður, sem ég man ekki hver var, virtist ekkert vita af fyrri fréttum af málinu og tilkynningum þeirra sjálfra að Sóleyjan gæti ekki dýpkað inn í höfninni, aðeins utan hennar dýpkun innan hafnar væri verkefni Perlunnar.  Af hverju var það tekið fram ef engum „gosefnum“ var til að dreifa til að dæla upp innan hafnar?

Svo stangast þær fullyrðingar gersamlega á við það sem upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar Þórhildur Elín Þorvalds- og Elínardóttir frænka mín, veitir hér enda ríma þær mun betur  við fyrri fréttir og aðrar upplýsingar.


mbl.is Enn þokast ekkert í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Þetta verður allt Eyjafjallajökli að kenna um ókomna framtíð.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 26.10.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband