Íslendingar eru eftirsóttur vinnukraftur.

Það kemur ekki á óvart að læknar sæki utan í leit að atvinnu enda eru þeir eru ekki einir um það. Þeir eru aðeins lítill hluti af öllum þeim fjölda fólks sem hefur undanfarin misseri þurft að fara utan í leit að lífsviðurværi. Íslendingar eiga auðvelt með að fá vinnu erlendis enda vel kynntur og eftirsóttur vinnukraftur.

Ein er sú stétt manna sem lítið reynir fyrir sér eftir vinnu erlendis, það er stjórnmálastéttin. Það virðist af einhverjum ástæðum vera minni en engin eftirspurn erlendis eftir notuðum íslenskum stjórnmálamönnum.  

Hvernig ætli að standi á því?

 
mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Um er að ræða yfirmáta góða færslu og hafðu þakkir fyrir því að það er allt of mikið til í þessu hjá ÞérEn skoðaðu sendiráðinn þau eru full af fyrrverandi pólitíkusum það er á hreinu! Spillingarviðbjóður!

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 08:17

2 identicon

Hvað það yrði yndislegt líf ef við gætum leigt út eins og 58 stjórnmálamenn í varanlega vinnu erlendis. Gætum líka látið frá okkur helling af stjórnarmönnum lífeyrirsjóða og kafkeyrðra fyrirtækja. P.S. UMSÓKNIR SENDIST TIL............ 

ullarinn (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 08:32

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jæja Axel ! segðu það, allavega ekki á vesturlöndum, en kannski gætu "hæfileikar" íslenskra stjórnmálamanna átt upp á pallborðið í einhverjum öðrum heimshlutum.

En hvað varðar þessa setningu hjá þér "Íslendingar eiga auðvelt með að fá vinnu erlendis enda vel kynntur og eftirsóttur vinnukraftur" get ég ekki annað en tekið aðeins af henni þennann "alhæfingar" tón sem er að mörgu leyti byggður á eldgamalli "mítu".

Íslendingar eiga sæmilega auðvelt að komast í sambönd og vinnu hjá nánustu frændþjóðum (norðurlöndunum) en fer þó mikið eftir tegund starfa og hvað fólk kann og hefur lært, en ekki í forgang fram fyrir sína eigin íbúa, en verða svo jafnt og aðrir að standa sig, svona er þetta bara, þegar við komum útfyrir norðurlöndin þyngist róðurinn verulega og þá ekki síst vegna skorts á málakunnáttu, það er ekki alltaf nóg að vera "mellufær".

En mér líkaði samlíking hjá þér hvað varðar læknana og pólítíkusuna ;)

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 27.10.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin félagar og ykkar ágætu innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.10.2010 kl. 09:47

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vissulega er slæmt að missa lækna úr landi - það er líka önnur stétt sem við verðum að fara að líta til og halda í landinu - það eru hjúkrunarfræðingar.

Í dag starfa hundruðir hjúkrunarfræðinga erlendis. og fer fjölgandi.

Hvernig ástandið er hjá sjúkraliðum veit ég ekki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 10:50

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flott grein Axel!

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2010 kl. 11:03

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki líka alltaf bússandi eftirspurn erlendis eftir óskeikulum seðlabankastjórum eða öðrum snarhuga bankastjórum.?..

hilmar jónsson, 27.10.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband