Lengi getur vont versnað!

Það er undur og stórmerki að úr þeim lögum sem heyrst hafa hingað til í Erovision undankeppninni í ár, og ef ekki verður veruleg breyting á þessu flatneskju moði,  skuli eiga að koma enn eitt lagið,  sem verður  að Íslenskum hroka,  venju samkvæmt, spáð þvílíkum fyrirfram sigri í aðalkeppninni að keppinn sú verði  aðeins haldin formsins vegna.

 

Framundan er tími gráu háranna,  tími algers hryllings, þegar sigurhræringurinn úr forkeppninni verður spilaður frá morgni til kvölds, vikum saman, á öllum útvarpsstöðvum af þvílíku offorsi, að bein okkar munu enn vípra lagleysuna þegar þau verða grafin upp af forleifafræðingum eftir 1000 ár.

Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!

   
mbl.is Nótt og Eldgos áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála, það sem  komið er er hreint út sagt lélegt!

Guðmundur Júlíusson, 23.1.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig var úrkastið, ef þetta er rjóminn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2011 kl. 06:28

3 identicon

Þá er bara að hlusta a sína aðfengnu/keyptu músík fram til 14-05-11 oghún er best ikk?

nolli (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband