Af hvaða plánetu kemur þetta kjararáðspakk?

Þetta er hneyksli, þetta kjararáð er gersamlega út á túni. Með þessum úrskurði sýnir það þjóðinni ekki bara fingurinn, heldur rekur krepptan hnefann á kaf upp í rassgatið á henni og það án sleipiefna.

Meirihluti kjararáðs notar aukið álag á dómurum sem rök fyrir hundrað þúsund króna launahækkun og hundsar gersamlega þá staðreynd að nýlega var ákveðið að fjölga dómurum tímabundið til að mæta  þessari álags aukningu.

Ekkert er til skiptana til launahækkana fyrir almenning í þessu landi, einu hækkanirnar sem almenningi er úthlutað eru hækkanir á öllum mögulegum sköttum og þjónustu, hægri vinstri. En það er til aur í mánaðarlega launahækkun til dómara, sem nemur 65% af lámarkslaunum.

Burt með þetta kjararáðspakk áður en það útdeilir fleiri svona glaðningum til forréttinda hópa þessa lands.

Láti ríkisstjórn og Alþingi þetta standa án inngrips þá hefur þetta helvítis pakk endanlega sagt sig úr lögum við þjóðina.

  


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú hljóta laun okkar að hækka líka Axel.

Maður fer að spá í hvort maður komist í sumarfrí til Þingvalla í tjaldi....

hilmar jónsson, 18.2.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta verður látið standa hljóta samtök launþega að láta sverfa til stáls, nema kjararáð verði látið leysa af ASÍ álfinn Gylfa og SA sauðinn Vilhjálm.

En hætt er við að þá fljúgi ekki hundraðþúsundkallarnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2011 kl. 11:31

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað munu dómara afþakka..Varla stætt á öðru.

En skilaboð kjaranefndar eru skýr og staðfesta að hér búa tvær þjóðir í einu landi...

hilmar jónsson, 18.2.2011 kl. 11:56

4 identicon

Passið ykkur bara á því að þetta verði ekki notað í blekkingarleik...
Steps
1 Hækka þá um 100þús
2 Allir brjálaðir
3 Lækkað niður í næstum ekki neitt
4 Forsenda fyrir að allir semji á samskonar nótum

Villi SAuður, djöf er maðurinn steiktur, heldur hann að einhver kaupi þrugið sem kemur upp úr honum.. hann er eins og krabbamein, og þetta verkalýðsforystupakka.. dont get me going :)


doctore (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:32

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst látum þetta ekki viðgangast nú er komið nóg!

Sigurður Haraldsson, 18.2.2011 kl. 21:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað leggur þú til Sigurður, að gert verði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2011 kl. 22:14

7 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Hvar er Nýja Ísland?  Ekkert breytist, þetta er algjörlega óþolandi. Það er t.d. búið að vera gífurlegt álag í leik- og grunnskólum borgarinnar, ekki á ég von á að það starfsfólk fái 101.000 í hækkun.  

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 00:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er greinilegt af þessu að embættismenn (kjararáð og fl.) hafa ekki hugsað sér að ganga í takt við þjóðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband