Af fýlunni má þekkja þá

Maður hefði nú haldið að hægribloggarar myndu fagna þessum skatta-lækkunaráformum, svo mög sem þeir hafa hamast gegn hækkuðum sköttum. En það er öðru nær, þeir eru hundfúlir, beinlínis argir, rétt eins og glæpnum hafi verið stolið frá þeim.

Grey skinnin, ætli séu verkir með þessu?


mbl.is Stefnt að lækkun skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er jákvætt ef þetta væri bara ekki innantómt loforð eins og hjá hverjum alka sem ætlar að hætta að drekka á morgun. Þessi ríkisstjórn er búin að hafa mörg tækifæri til þess að gera eitthvað gott. Það eina sem hún gerir er að drekka ennþá meira og berja á börnum sínum.

Auðvita hætta börnin að trúa því að á morgun verði staðið við loforðin.

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ræðst gremja þín nokkuð af því Sumarliði, að hækkun persónuafsláttar kemur þeim best sem lægst hafa launin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 18:08

3 Smámynd: Björn Birgisson

Erfitt að gera sumum til hæfis!

Björn Birgisson, 24.3.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverju orði sannara, Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að gremja mín tengist launum mínum lítið sem ekkert. Gremja mín tengist því að horfa uppá ríkisstjórnina setja efnahaginn í vortex loop með röngum ákvörðunum. Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki mann að henda lóðum í drukknandi mann.

Ég þrífst ekki á því að það sé enginn markaður. Sama sennilega gildir um ykkur þó þið séuð á launum hins opinbera eða á félagsbótum. Hvort sem er, þá gildir að láta efnahagskerfið ganga sjálfbært án þess að ríkið sé að taka of mikið í sína neyslu. Þegar yfir líkur þá verða opinberir starfsmenn og bótaþegar alltaf háðir því að aðrir séu að búa til verðmæti. Þið ættuð að vera nógu gamlir til þess að þekkja söguna um "Litlu gulu hænuna".

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki mann að henda lóðum í drukknandi mann."

á að vera:

"Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki fyrir mann að henda lóðum í drukknandi mann."

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 18:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lentir þú í slysi, ertu nývaknaður úr löngu dái Sumarliði? Það var ekki þessi ríkisstjórn sem rústaði efnahag landsins. Það gerði frjálshyggjufylliríið sem tröllreið öllu þjóðfélaginu og lagði að lokum allt í rúst, allt í boði  Sjálfstæðisflokksins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 18:37

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Já, ég lenti í alvarlegu umferðarslysi en var bara í dái stuttan tíma. Það var samt fyrir rúmlega tíu árum og það voru engar skemmdir. Takk fyrir að vekja athygli á því.

Það er rétt hjá þér að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn áttu ALLAN þátt í því að hlúga að þessum glæpi gagnvart þjóðinni. Það voru margir hægri menn og vinstri menn sem vöruðu við þessu í áratug áður en þetta reið yfir. Ég er einn af þeim.

Loksins þegar árangurinn kom í ljós en hægt gengur að finna út hver ber ábyrgð á hverju - þá er núverandi ríkisstjórn að haga sér enn verr gagnvart almenningi. Að láta öfgasinnaða vinstristjórn taka við efnahagsmistökum hægri sinnaðar miðjustjórnar - er eins og að láta síbrota barnaníðing pass barnið sitt.

Samfylkingin er nefnilega sá flokkur sem er búinn að vera beggja megin borðsins. Fyrir og eftir hrun. Núverandi ríkisstjórnin er einmitt stór þátttakandi í hruninu, mínus eða plús einstakir VG-þingmenn.

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 19:02

9 identicon

Ég spyr nú bara, kemur það þér á óvart að hægri bloggararnir séu fúlir Axel?  Þeir eru það á hverjum degi!

En ég verð nú að viðurkenna eftir allt sem hefur gengið á til þessa þá hef ég akkurat enga trú á að það verði farið í skattalækkanir, því miður!  Tími þessarar ríkisstjórnar er útrunninn.

Skúli (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband