Hefur þjóðin næga lyst á list?

Það er ekkert sem gefur tilefni til að ætla, þegar nýjabrumið verður farið af Hörpunni,  að aðsókn í þá liststarfsemi  sem þar fer fram, verði framvegis eitthvað umtalsvert meiri en hún er í sömu list í dag.

Ég held að menn ættu að halda sig á jörðunni og sjá hvernig mál þróast með aðsókn í Hörpuna áður en stokkið verður til og hafnar framkvæmdir við stækkun bílastæða og tilheyrandi gatnagerð, sem kannski verður ekki nein þörf fyrir, er frá líður.

Húsið, bygging þess, staðsetning og hugmyndafræðin öll að baki því, er stórslys í öllum skilningi. Það er glæpsamlegt, liggur mér við að segja, að bera það á borð fyrir þjóðina að húsið verði sjálfbært. Engin bygging á Íslandi sem hýsir liststarfsemi rekur sig og sína starfsemi sjálf. Þetta hús verður, því miður ekki bara baggi, heldur klafi á þjóðinni um ókomna tíð.  


mbl.is Setja á fót starfshóp um skipulag við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.