Frekar skal veifa röngu tré en öngvu

Björn Bjarnason er og verður alltaf eins og asni. Þrár og þver en fylgin sér og að sama skapi staður og óhreyfanlegur til nokkurra hluta nema hann ákveði það sjálfur, rétt eins og asninn, það ágæta dýr, sem hefur í raun ekkert það til saka unnið að Birni Bjarnasyni sé til þess jafnað.

Trúr sinni frjálshyggju sannfæringu situr Björn Bjarnason fastur og óbifanlegur við sinn keip og kennir öllu öðru um núverandi ástand þjóðarskútunnar en því efnahagsstrandi sem 18 ára valdatíð og hugmyndafræði  Sjálfstæðisflokksins olli.

Vissulega var stigið eitt skref eða tvö fram á við í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og það ætti vissulega að meta honum það til tekna, ef skrefin til baka í lok þeirrar valdatíðar hefðu ekki orðið 10.

Ekkert hefur breyst hjá Birni Bjarnasyni, hann situr enn á strandstað þjóðarskútunnar, hreytir og hrín ónotum og fúkyrðum í þá sem vinna hörðum höndum að ná þjóðarskútunni af strandstað sínum á  fjöru frjálshyggjunnar.  

Björn lætur eins og hann viti ekki að það hefur alltaf tekið til muna lengri tíma að ná skipum af strandstað en að stranda þeim.

Björn karlinn leggur allt traust sitt á að kjósendur séu fljótir að gleyma svo þeir feli Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum það vald að taka aftur upp sömu feigðarsiglinguna, siglinguna sem kom þjóðinni nákvæmlega þangað sem hún er stödd.

 


mbl.is Segir ríkisstjórnina standa atvinnulífinu fyrir þrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Það eru hyggindi asnans að leggjast niður og neita að fara, með byrði sem honum finnst of þung, því í þessu liggur skynsemin, þú kemst ekki á leiðarenda með byrði sem er of þung.

Þú Axel og ok, viljið leggja af stað með byrði sem enginn veitt hve þung er( eignasafn þrotabús Landsbanka fæst ekki birt hvers vegna ?), hver er Bjáninn og hver er Asinn, hvorum vilt þú Fylgja, mér er spurn, þeim sem vil vita hvað hann þarf að bera= Asnanum, eða Bjálfanum sem er alveg sama því hann trúir og lifir í voninni.

Nei er eina svarði sem Asinn getur gefið=?, hinir verða að teljast Bjálfar eins og þú Axel= sem vona , trúa og treysta fjárglæframönnum, sorglegt að mínu mati.

Magnús Jónsson, 2.4.2011 kl. 00:55

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

 Axel. Í guðanabænum útskýrðu þetta fyrir okkur ösnunum.

"í þá sem vinna hörðum höndum að ná þjóðarskútunni af strandstað"

Áttu við að ríkisstjórnin sé að því? Hefurðu ekki áttað þig á því að hún hefur unnið hörðum höndum að því að skútan sitji sem fastast næstu 1/2 öldina eða svo ef ekki bara til frambúðar því þá er hægt að yfirgefa hana strax og fá nýtt skip og föruneyti (ESB skilurðu)

Viðar Friðgeirsson, 2.4.2011 kl. 02:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarleg nálgun Magnús, svo ekki sé meira sagt að segja mig stuðningsmann fjárglæframanna, fyrir þá sök að gagnrýna þá hugmyndafræði sem gerði þeim sömu mönnum kleift að ræna land og þjóð og skapa t.a.m. Icesave. Notkun þín á orðinu bjáni er illa heppnuð hjá þér elsku karlinn.

Þú vilt væntanlega hjálpa Birni Bjarnasyni að endurreisa það hjálpræði, taka tvö sem sagt, ekkert mál?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2011 kl. 06:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Útskýra það fyrir ykkur ösnunum, segir þú, ég skal reyna það væri þá sirka svona:

http://www.youtube.com/watch?v=NWzso422vyE

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2011 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband