Pólitískar geldingar

geldingHeyrst hefur, að gífurleg eftirspurn muni vera þessa dagana, í N-Vesturkjördæmi, eftir  geldingatöngum þeim sem  Ásmundur Einar flytur inn örlítið  á skjön við anda laga.

Þar sem haustið er helsti tími téðra verkfæra, velta menn því eðlilega fyrir sér, hver sé ástæða vinsælda þeirra í N-Vesturkjördæmi einmitt núna.


mbl.is Skora á Ásmund Einar að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þeir sem standa með sjálfum sér og sínum málum vera menn að meiru og vg menn  ættu að hylla þau sem reyna að stoppa ESB vitleysuna því vegna andstöðunar við ESB varð vg að flokki. Þetta er ossalega vinalegar geldingartangir 

Bragi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:08

2 identicon

Tek undir með Braga hér að ofan.

Þeir VGingar á Akranesi ættu frekar að hyllla Ásmund Einar fyrir að standa við hugssjónir og samþykktir flokksins síns.

En gef nú annars ekki mikið fyrir þetta það voru víst 6 manns á þessum fundi sem greiddu atkvæði um að skora á Ásmund að segja af sér.

Grasrótin og meirihluti kjósenda VG stendur auðvitað með honum nú sem aldrei fyrr.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:16

3 identicon

Er eitthvað að því að ESB aðild verði skoðuð. Að þjóðin fái að kjósa um aðild, eftir að samningurinn liggur fyrir?

Hvað varðar Ásmund að þá getur maður skilið það að þeir kjósendur sem kusu hann á þing, þá þegar flokksmenn VG kusu hann á lista og síðan í kosningunum sjálfum séu sviknir af Ásmundi. En það er erfitt fyrir VG að gagnrýna svona þegar Þráinn Bertelsson flokkaflakkari með meiru, mætti í VG með þúsundir atkvæða frá Borgarahreyfingunni.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:22

4 identicon

...flokkaflakkari með meiru, var boðinn velkominn í VG ...

átti þetta að vera.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn geta leyft sér stífni og einstefnu í einsflokksstjórn. En þegar tveir eða fleiri flokkar mynda samsteypustjórn þá getur stefna stjórnarinnar aldrei orðið annað en málamiðlun milli flokkana. Allir fá eitthvað af sínu fram en verða á móti að taka annað út fyrir sviga þar til síðar. Þeir hafa ekki þar með kastað sinni stefnu.

Það endar alltaf á sama veg þegar menn sýna óbilgirni og ósveigjanleika og hafna sjónarmiðum annarra, Slíkir menn mála sig alltaf út í horn, þeir  setja sjálfa sig til hliðar og verða síðasti valkostur til samstarfs. 

Það er ömurleg staða til að koma fram sínum málum og ef einhverjir svíkja sína kjósendur þá eru það þannig tappar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar, Ásmundur sagði sig úr VG því hann vildi ekki að ESB málið færi alla leið og fyrir þjóðina. Hann vill ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 11:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

....Ásmundur sagði sig úr þingflokki VG..... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 11:41

8 identicon

Tek undir þetta Axel.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 12:00

9 identicon

Í samstarfi á að reyna að sigla bil beggja en það er ekki þannig í þessu samstarfi því að stefna þessarar stjórnar er stefna samfylkingarinnar eingöngu og þeim  sem ekki hlýða er úthýst og með sama áframhaldi þurrkast vg út í næstu kosningum

Bragi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 12:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú getur sjálfsagt sagt þetta Bragi, ef þú horfir bara á ESB málið en ekki heildarmyndina. Út á það hefur málflutningur ESB andstæðinga gengið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 12:23

11 identicon

Ég sé þetta nú bara þannig, að Ásmundur er trúr stærsta kosningarloforði flokksins, og rökréttur með þá hugsun að þetta ESB aðlögunarbull sé bara bruðl með seðla á erfiðum tímum.

Og hvað töngina varðar, þá eru svona áhöld notuð allt árið, og oftast af dýralæknum. Reyndar mjög góð perrafæla :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 12:28

12 Smámynd: corvus corax

Ásmundur Einar á heiður skilið fyrir að taka VG framyfir ríkisstjórnina. VG hlutinn sem er í og fylgir ríkisstjórninni er löngu búinn að svíkja allt sem VG stendur fyrir og fær í staðinn það eitt hlutverk að sleikja rassgatið á Jóhönnu og hinu samfylkingarhyskinu og hanga á ráðherrastólunum. Húrra fyrir Ásmundi að sýna stefnu VG hollustu og láta ekki leiða sig eins og sláturlamb í rassasleikjurnar með Steingrími og co.

corvus corax, 19.4.2011 kl. 12:41

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefði VG þjónað  kjósendum sínum betur með því að vera í stjórnarsandstöðu núna og látið íhaldinu eftir stjórn landsins?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 12:50

14 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann - og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Jafn skynugur; sem vel lesinn maður, sem þú ert, þarft nú ekkert að svara skynsamlegri ályktun Corvusar Corax, á þann máta, sem þú gerir.

III. valkostur er til staðar; sem er utanþingsstjórn vinnandi stétta, en,.... þar sem Ísland telst, til 5. Heims ríkja, er kannski ekki nema von til, að þú hafir gleymt þeim möguleika, fornvinur góður.

Að minnsta kosti; er næsta víst, að gerfi- lýðræði þingræðisins, hefir fyrir löngu, gengið sér til húðar, Skagstrendingur vísi.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:39

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, með fullri virðingu, þá sé ég ekki að ég hafi svarað innleggi c.c. á óviðeigandi hátt. Spurningin er aðeins hvort VG hefði þjónað kjósendum sínum betur með íhaldið við völd. Er ekki til svar við þeirri spurningu eða má ekki spyrja hennar?

Utanþingsstjórn, hvað? Ef þessi draumsýn er hugsuð aðeins upp úr holunni sem hún er andavana fædd í, þá sjá allir hve rotin sú feigðar hugmynd er. Hvað á að gera við Alþingi og þá þingmenn sem þar sitja, leggja það niður, hvað segir stjórnarskráin um það, eða virkar hún ekki nema á henni þurfi að halda?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 23:32

16 identicon

Sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Gefum Alþingismönnum þeim; sem svikist hafa, undan tryggð við land og fólk og fénað, 1 viku tækifæri, til þess að hypja sig, af landi brott.

Að öðrum kosti; eru allar harðneskjulegar aðferðir, að hætti Austur landa leyfilegar, gagnvart þeim, ágæti drengur.

Vona; að þú hafir náð, að sjá fyrri ályktanir mínar - um 1000 - 2000 ára frí Alþingis = afnám þess, Axel minn, enda;; ein alversta hryðjuverka stofnun, sem hér hefir komist á laggir, Helvízk.

Reikna með;: að þú hafir náð þessu, Skagstrendingur góður.

Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.