Er Guggan enn gul?

Þess er óskandi að þessi Samherja og Brims bræðingur verði Akureyringum til góðs og á þann veg sem upp er gefið. Forstjóri Samherja segir að þeim hefði einfaldlega runnið blóðið til skyldunnar þegar þetta tækifæri gafst og þeir tekið stökkið.

Er málið virkilega svo einfalt, er ekki einhver maðkur í mysunni?  Gengur þessi fyrrum stjórnarformaður Glitnis, inn í Landsbankann og út aftur með ellefu milljarða lán frá bankanum, rétt si svona, til þess eins að hægt sé að skipta um kennitölu á Akureyrarstarfsemi Brims?  

Þetta er óskiljanlegt í ljósi þess að nánast hefur verið útilokað að fá krónu lánaða í þessum sama banka til að auka slagkraft atvinnulífsins og fjölga störfum. En núna snarar bankinn út 11 miljörðum í eina algerra kyrrstöðu aðgerð! ?

gudbjorgMenn  ættu ekki að gleyma því, svo illa sem menn hafa brennt sig, að engum loforðum Sam- herjaforstjórans er hægt að treysta þegar fjármagn og gróðavon er annars- vegar. Forstjórinn hreyfir ekki rasshár né hættir til krónu af eigin fé nema hafa þá bjargföstu trú að fjárfestingin skili sér með ríkulegum gróða.

Hann hefur þegar sýnt og sannað að orðum hans og yfirlýsingum er í engu að treysta, nema Guggan sé sannarlega enn gul og gerð út frá Ísafirði. 


mbl.is Fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að samgleðjast yfir einum jákvæðum hlut. Verður að smíða einhverjar samsæris-/annarlegar kendir kenningar.

Eina lífsmarkið er út í einkageiranum, ríkið er hægt og bítandi að mygla innan frá, ekkert að gerast.

Guggan er mögulega gul, verum ekki græn - í framan.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:31

2 identicon

PAh.  Guggumálið er hrein snilld.  Allir benda á samherja í þessu mái, en detta ekki í hug að benda á rétta sökudólga  Eigendum útgerðarinnar sem áttu Gugguna.  Þeir vildu selja og gátu það þarsem að kaupendur voru til.  Eins með margar aðrar útgerðir á vestfjörðum hefa verið seldar á brott.

Þarna sést kvótabraskið í sinni alverstu mynd.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt Sveinn, að ég hefði látið þess getið að ég óskaði þess að þetta dæmi gengi upp eins og yfirlýsingar stæðu til.

Ég fagna því að þú skulir treysta orðum Samherjaforstjórans eins og nýju neti. Ekkert nema gott eitt um það að segja fyrir þína hönd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2011 kl. 22:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Ingi, auðvitað sáu eigendur Guggunnar tækifæri til að auðgast og nýttu sér það.

En það breytir ekki því að það var Samherjaforstjórinn sem gaf loforðið um framtíðar útgerð Guggunnar og sveik það auðvitað um leið og annað gaf betri arð. 

Eins mun hann svíkja þá þessa hugmyndafræði sem að baki kaupunum á Brimi liggur, um leið og hann sér leið til að græða meira á öðru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2011 kl. 22:48

5 Smámynd: Björn Birgisson

Snilldarfærsla!

Björn Birgisson, 4.5.2011 kl. 23:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi orð frá þér Björn eru ómetanleg, takk!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2011 kl. 23:25

7 identicon

Ég hélt nú reyndar að verdlun og viðskipti með fyrirtæki gengi út á það að græða.  Hef aldrei heyrt um það að menn verzli fyrirtæki til þess eins að tapa á því.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 23:34

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ég að halda því fram Jón Ingi, að þessi viðskipti hefðu verið gerð til þess að tapa á þeim?

Forstjórinn umtalaði gaf í skyn að þessi viðskipti væru gerð út frá öðrum sjónarmiðum en gróða og græðgi, þannig að þú ættir frekar að spyrja hann um þetta, en ekki mig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2011 kl. 23:41

9 identicon

Mér er reyndar andskotans sama hvað hann segir.  Tek hvort eð er aldrei mark á þeim manni.

Bara að láta þig vita að ég var að benda á það að Samherji væri ekki sekur í "stóra guggu málinu"  Það var nú það eina.
Fyrir það fyrsta er að hægt skuli að selja kvóta úr bygðarlögum.  ÞAÐ eitt og ´ser hefur farið með margt bólið hér á landi.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 23:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert undarlegur Jón Ingi, hellir þér yfir mig fyrir það sem þú kallar "stóra guggumálið" en bullar út í eitt.

Ég sagði í innleggi nr. 4 að eigendur Guggunar hefðu gripið gróðatækifæri.

En Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja lofaði við kaupin, m.a. frammi fyrir alþjóð í sjónvarpi, að Guggan yrði áfram Gul og gerð út frá Ísafirði.

Hvernig var það loforð efnt Jón Ingi, og hve legni hélt það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 00:01

11 identicon

Maðkur í mysu!

Hvaða þá??

Þetta voru engin kaup.

Brim var skuldsett upp í rjáfur og í stað þess að bankinn tæki það yfir að þá var að nafninu til komið með Samherja að borðinu og nokkrir milljarðar af skuldum skráðir þar.

Ekki ein króna skipti um hendur, engin glæst sameining, engin ástæða fyrir fíflið hann Steingrím að básúna þetta sem góða frétt fyrir lansbyggðina.

Þarna voru tvö fyrirtæki sem rekin eru af hröppum með siðblindu að deila með sér skuldum til að geta haldið áfram að arðræna íslendinga.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:01

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og Jón Ingi, af hverju var loforðið svikið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 00:02

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og Óskar er það þá ekki maðkurinn í mysunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 00:04

14 identicon

Það er nú ósköp einfalt að svara því.  Það var ekki samningbundið og þeir græddu meira á því að sýsla með kvótann.  Og síðan ef að ég man rétt var skipið mjög óhentugt.

Svipað eins og með stóru Grandatrylluna (man ekki nafnið)  Það er ekki hægt að verzla stór skip og hafa síðan ekkert að gera fyrir það.

Ég er ekki að reyna að réttlæta kaup samherja á útgerðinni fyrir vestan.  Þeir gripu gæsina er hún gafst og græddu á því.  Þú myndir gera það nákvæmlega sama ef þú hefðir tækifæri til þess, einnig ég.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað óhentugleika skipsins varðar, þá var það ekki óhentugra en svo að bærilega gekk að gera það út eftir að það hafið verið málað rautt!  Hættu þessu helv.  bulli maður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 00:40

16 identicon

Ertu með mold í kollinum?

Ég sagði að EF að ég man rétt.

Greinilega að mig hafi misminnt.  Og af að það hafi nú sært þig svona bið ég afsökunar á því.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 00:56

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mold, neiiiiiii, ég hef ekkert í kollinum! Mold væri góð!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2011 kl. 01:11

18 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Mold er líka það sem við þurfum að éta þegar að kommarnir eru búnir að keyra allt í kalda kol.

Blygðunarlaust ljúga ráðherrarnir hver á fætur öðrum og tala um "tímamótasamninga" með þessu skuldabraski Samherja.

Við lifum á tímum þar sem sannleikurinn skiptir engu máli þar sem einungis er hlustað á þann er hefur stærsta lúðurinn og gerir mestann hávaða.

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband