Djarfar myndir, já komdu sæll!

Ber henni Pippu Middleton, sem systur verðandi drottningar Englands,  að klæða sig eftir einhverjum siðareglum ensku hirðarinnar, sem ættaðar eru aftan úr rassgati tímans?

Ef pils og brjóstahaldari er full djarft, þá hlýtur bikini að vera hreinn yfirliðsvaldur.

Mun þessi kona ekki geta um frjálst höfuð strokið framvegis, í sínu einkalífi, vegna vensla sinna við helstu  steinaldarfjölskyldu heimsins?

Er hennar einkalífi sem sagt lokið?

  


mbl.is Djarfar myndir af Pippu vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já það er því miður á hreinu! Þeir drápu Díönu með yfirgangi og frekju!

Sigurður Haraldsson, 7.5.2011 kl. 23:51

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Ég er farinn að fallast á þá skoðun að það að tengjast hinni ensku konungsfjölskyldu - flokkist undir það að missa mannréttindi....

Eyþór Örn Óskarsson, 8.5.2011 kl. 01:42

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sammala ther Djarfar myndir my ass

Magnús Ágústsson, 8.5.2011 kl. 02:57

4 Smámynd: Che

Í einu allrateprulegasta landi heims, Íslandi, þykja svona myndir djarfar.

Che, 8.5.2011 kl. 13:56

5 identicon

ég held að það sé nú kannski ekki klæðnaðurinn sem hneykslar mest heldur meira þessar klámfengu stellingar sem hún er í

Sigrún Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 20:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já ég skil það núna, mjög djarfar stellingar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2011 kl. 20:29

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ha? djarfar stellingar? BÖNNUM SAMBA! BÖNNUM DANS YFIR HÖFUÐ STRAX!

Sævar Einarsson, 8.5.2011 kl. 20:43

8 identicon

ég er nú ýmsu vön en þessi hegðun er henni ekki sæmandi og bara mjög ósiðlegt af konu í hennar stöðu

Sigrún Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 00:23

9 Smámynd: Che

Sigrún, þú hlýtur að vera að grínast. Er það ekki?

Che, 9.5.2011 kl. 01:24

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt fyrst Che, að Sigrún væri að grínast, en ég er ekki viss lengur, sennilega er hún bara sami Flintstoninn og enska Windsor-fjölskyldan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 07:16

11 identicon

Ekki veit ég hvað fjölmiðlar eru að varpa þessum ofuröryrkjum endalaust í fréttir... þetta eru sníkjudýr og aular, ekki nein ástæða til að flagga þessu rugli, bara óhollt.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband