Í hverju liggur verðmæti Warhol?

18_warhol_-_four_colored_campbells_soup_canSjálfsmynd Andy Warhol hefur verið seld á uppboði fyrir 4,4 milljarð! andy-warhol-maoEkkert minna.

Myndir eftir Warhol eru unnar með myndvarpa upp úr list og verkum annarra og eru hrein og klár verksmiðjuframleiðsla, yfir- leitt tví- eða þrílita og eiga það allar sameiginlegt að vera ljótar.

Í hverju liggur verðmæti mynda eftir Warhol? Varla í listinni, því í þeim erandy-warhol-mickey-mouse ekki meiri list eða frumleiki en myndum sem málaðar eru eftir númerum. Slíkar myndir hafa það þó fram yfir listgeldinginn Warhol að þær geta verið fallegar.


mbl.is Sjálfsmynd eftir Warhol slegin á 4,4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðmætin liggja í fáfræði og heimsku þeirra sem kaupa.. fools and their money.

doctore (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

sem listamanni þá finnst mér gaman að lesa pistla þína

Elfar Logi Hannesson, 13.5.2011 kl. 10:19

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sem listamanni finnst mér þetta fráleitt. Við getum aldrei fullyrt um hvort eitthvað sé fallegt eða ljótt. Þar kemur inn þetta margtuggna , en aldrei þó of, "beauty is in the eye of the beholder".

Myndir málaðar eftir númerum eru t.d. í mínum augum eitthvað það ljótasta sem fyrirfinnst og alls ekki list, en það er mín skoðun, og ekki ætla ég að klessa henni upp á aðra.

Listin liggur oftast í hugmyndinni, en þegar Warhol byrjaði á þessu var það glænýtt og virkilega spennandi. Mér finnst verkin hans t.d. æðisleg.

Svo kemur að verðmætunum sem ég er sammála um að eru bara rugl. Listaverk ætti líklega aldrei að verða dýrara en það sem listamaðurinn fær upphaflega fyrir það, en það verð er æði misjafnt og tekur oftast mið af því hversu vel listamaðurinn er þekktur.

Ég er hjartanlega sammála þér Logi, minn kæri vinur, að það er alltaf gaman og oftast gagnlegt að lesa pistlana hans Axels.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Má e.v. bæta því við að ég er með sýningu í gangi núna, þar sem ein myndin er verðlögð á einn milljarð. Verðið er þó umsemjanlegt nú eftir hrun, með næstum eins milljarðs afslætti, því persónan sem myndin er af hefur tapað ærunni og þar með verðgildi sínu í mannheimum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 13:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

er sammála doctore

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2011 kl. 13:22

6 identicon

Ég fór á nýlistasafnið hérna í Berlin, Hamburger Bahnhof. 

Þar eru verk eftir Warhol.  Þau eru alveg frábær.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki nýlega allt vitlaust yfir listaverki sem unnið var úr öðru verki hér heima og sitt sýndist hverjum um listina?

Hefur Warhol sent frá sér eitthvert verk sem ekki er unnið úr verki eða list annarra? Er það list að varpa ljósmynd á striga, teikna helstu útlínur og klessa svo einhverju æpandi litum á strigann? Geta ekki allir gert þetta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 19:27

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Afdráttarlaust nei Axel. 

Hvað finnst þér þá um Erró, sem teiknar litlar mydir á blað. varpar þeim á stóra striga með myndvarpa og lætur svo aðra mála myndina. En hann á þó hugmyndina. Þetta er bara útúrdúr.

Ég held rosalega upp á Warhol og skil bara ekki þá sem gera það ekki. Aðferðin skiptir ekki máli heldur útkoman. Hann var hugmyndafræðingur að nýju listformi. Við hin getum gert kópíur eins og við viljum, en hugmyndin er ekki okkar og var ekki til á undan Warhol.

Hefurðu ekki heyrt söguna af Kólumbusaregginu? Hefðarmær einhver, borðdama hans í veislu sem Kólumbusi var haldin til heiðurs, eftir að hann fann Ameríku, spurði kappann hvort það hefði ekki hver sem var getað gert þetta.

Kólumbus tók egg úr matarkörfu sem var á borðinu og spurði, getur frúin látið þetta egg standa upp á endann. Ne,ei sagði frúin, það er ekki hægt. Kólumbus tók eggið og sló því fast í borðið þannig að það stóð, en frúin sagði sagði, þetta er enginn vandi. Ekkert er vandi, frú mín góð, sem einhver hefur fundið lausnina á, á undan okkur svaraði  Kólumbus.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 22:07

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst Erro ekkert merkilegri myndvörpumálari en hver annar. Ég er þér ósammála Bergljót um útkomuna hjá Warhol. Ef ég sé ekki sjálfur listina eða fegurðina í hlutum, gildir einu hve margir segja mér annað, listin verður mér ekkert sýnilegri við það. 

Hvað yrði sagt, ég tala nú ekki um, hvað yrði gert ef einhver tæki Warhol "listaverk" afskræmdi það og gerði úr því annað listaverk með einhverjum nýmóðins Warhol aðferðum?

Gallinn við Kólumbus er sá að hann er frægur fyrir það sem hann er sagður hafa gert en gerði ekki. Hann fann ekki Ameríku, því hún var ekki tínd, það bjuggu miljónir manna þar þegar hann bar að garði, sem hann gerði samt ekki, því hann náði aldrei meginlandi Ameríku.

Í þessu hefur sagan verið forrituð í okkur rétt eins og gert er í listinni þar sem okkur er endalaust sagt af "sérfræðingum", hvað sé list og að við eigum ekki að láta eigið fegurðarskin plata okkur.

Ég segi það og meina, Warhol færi aldrei upp á vegg hjá mér af fagurfræðilegu mati, frekar en ég hengdi upp á veggi notuð dömubindi, sama hvað margar miljónir manna hrópuðu um listina í þannig veggskrauti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:03

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En hvað um söguna af egginu?

Engum er skylt að finnast það fallegt sem honum finnst ljótt, því við höfum sem betur fer hugsana og tjáningarfrelsi. Við verðum víst að njóta listarinnar hvert á sinn hátt, sem er ekki nema réttlátt þegar fólk er algerlega ósammála.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 23:19

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef þú skyldir nú óvart eignast einn Warhol, þá verð ég fyrst í röðinni fyrir utan þegar þú fleygir honum

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 23:22

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sagan af egginu er góð, en sennilega eins og í fleiri "útpældum" tilsvörum eftiráskýring, án þess að ég hafi hugmynd um það.

Ef ég fyndi Warhol ofan í kofforti þá myndi ég setja hann í sölu, en aðeins til að vita, fyrir forvitnis sakir auðvitað, hve illa og sárlega öðrum langaði í myndina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:32

13 Smámynd: Óli minn

Ég sá Warhol í MOMA, Museum Of Modern Art, í New York og það var alveg magnað að sjá þessi verk með eigin augum, Campell súpudósirnar, Marylin Monroe, Fenroe-teikningarnar og fleiri verk.

Óli minn, 13.5.2011 kl. 23:51

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flott svar. þetta kann ég að meta!!!!

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.5.2011 kl. 00:19

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í Sovét sá ríkið um að segja fólki hvað það ætti að hugsa, éta, lesa, horfa á, hlusta á, hvenær skíta, hvað það ætti að hugsa meðan það kúkaði og ekki hvað síst hvað væri list.

Á Íslandi, sem hinum vestræna heimi, sér ríkið ekki um þessa þætti mannlegs lífs, þeir hafa verið einkavæddir, allir sem einn, og eru framkvæmdir alveg svikalaust, við látum bara eins og við sjáum það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 00:47

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er ekki alveg með á nótunum núna, viltu opna augu mín aðeins?

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.5.2011 kl. 01:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er aðeins að segja það Bergljót, að forskriftir að skoðunum okkar og lífi berast okkur úr öllum áttum.

Okkur er sagt með lögum, reglugerðum, auglýsingum, fréttum, sérfræðingum,  fjármálaráðgjöfum og "nefndu það álitsgjöfum" , sem vita það miklu betur en við sjálf hvað við eigum að hugsa, hvað éta, lesa, horfa og hlusta á, hvenær við eigum að skíta, hvað við eigum að horfa á eða lesa á meðan við skítum, hve mikinn og hvernig pappír við eigum að nota og hvernig meðal lorturinn verður að vera til að uppfylla staðalinn.

Við fordæmum forskrift Sovétsins en samt er allt það sama í gangi allt í kringum okkur, við bara viljum ekki sjá það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 02:05

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Endir!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 02:14

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eins gott! ! Bestu kveðjur. Er að fara að borða einkavæddan hádegismat.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.5.2011 kl. 12:03

20 Smámynd: Óli minn

Ég keypti mér Campellsúpu með kjúklingabragði. Við hæfi.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband