Fer Freyja í fýlu ef hún fær ekki að fagna 17. júní niður í bæ?

Ég er hundaeigandi og elska hundinn minn Bangsa og einmitt þess vegna skil ég og reyni, eins og flestir sómakærir hundaeigendur, að virða þær reglur og takmarkanir sem samfélagið setur varðandi hundahald.

BangsiÉg hinsvegar skil engan vegin þennan Tómas Odd sem segist ætla að hafa að engu bann við hundum á hátíðarsamkomum og víðar þar sem ástæða þykir til að banna slíkt.

Tómas þessi virðist ekki átta sig á því að það er einmitt afstaða og þvermóðska eins og hans, sem eru helstu rök og hvati þess  að enn frekar verði þrengt að hundahaldi eða það jafnvel með öllu bannað í þéttbýli. Og þá fyrst þar sem flestir svona moðhausar eins og Tómas búa.

Tómas verður bara að sætta sig við að tíkin fari í magnaða fýlu, missi hún af hátíðarhöldunum.  En jafn vel upp alinn hundur og hún Freyja verður varla lengi í fýlu.

Það væri gaman að sjá svipinn á þessum Tómasi fari aðrir borgarar að fordæmi hans og hafi að engu lög og reglur sem eiga t.d. að vernda hann fyrir ágangi og áreiti þeirra, bara af því að þeim finnist reglurnar ekki henta þeim.


mbl.is Hundsar hundabannið á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held einmitt að þú hafir kolrangt fyrir þér.

Það sem færir fram hundamenninguna er að hundaeigendur sýni það að hundar geta vel verið góð og skemmtileg vibót við mannlífið í bænum.

Eða eru íslenskir hundar eitthvað verri en hundar í öðrum löndum? Hvernig stendur á því að það er ekki allt farið í hundana (hoho) í borgum þar sem hundar fylgja eigendum sínum um aðalgötur og á útisamkomur, og fá að vera eðlilegur hluti af mannlifinu?

Það sem vantar er smá "pride" í hundaeigendur. Að þeir hætti að sætta sig við hlutina, haldi kjafti og fylgja reglum sem engin skynsemi eða sanngirni er í. Að þeir stígi fram og segi: "hér er ég, og hundurinn minn. Ef hundurinn minn er vel upp alinn og prúður og kann vel við sig í bænum á 17. júní þá er ekkert að því að hann komi með og taki þátt í hátíðinni. come at me bro"

Þegar fyrst fóru að sjást dósir með hundamat í verslunum þá var hópur fólks sem vildi láta banna það. Hafði alveg svakalegar áhyggjur af að grunlausir borgarar myndu taka dósirnar í misgripum og elda ofan í fjölskylduna. Heimurinn var að farast -Heldurðu að það hefði verði hundahaldi á íslandi til framdráttar að segja bara já og amen við því liði, og taka hundafóðrið úr sölu? Bara til að vera alveg seif og styggja engan?

Stundum verður maður bara að setja niður fótinn ef maður vill sjá framfarir.

Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 03:07

2 identicon

Það finnst mér undarlegt sjálfskaparvíti að nenna yfirleitt að dröslast með hund í svona fólkstroðningi og mannmergð. Maður á í mestu erfiðleikum með að böðlast áfram einn, hvað þá með krakka. Hundi ekki á bætandi. Skrýtið að sækja í erfiðleika.

Páll (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 09:18

3 identicon

Það er nákvæmlega þetta sem er að íslensku samfélagi. Reglurnar gilda bara fyrir aðra en ekki MIG. ÉG fer MÍNU fram sama hvað hitt liðið segir.

Voffi (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 09:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gestur, mikil andstaða er víða gegn hundahaldi og sumstaðar hangir heimild til hundahalds á bláþræði. Heldur þú að það verði hundahaldi til framdráttar á Íslandi þegar þverhausar virða ekki reglurnar sem þeir þó gengust inná þegar þeir sóttu um leyfið fyrir hundinum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 11:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll, mikið rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 11:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Voffi, þarna hittir þú naglann lóðbeint á höfuðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 11:57

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér Axel. Við verðum að lúta ákveðnum reglum í samfélaginu svo það sé sambýlishæft.

Að hundsa reglur, af því þær henta ekki þínu skapferli, er bara eins og að keyra inn á lóðir hjá öðrum, yfir blömabeð og fl. af því þér þykir það gaman. Fólk á til að sýna svo dæmalausa frekju í umgengni við samborgarana. 

Við sjáum þetta hugarfar út um allt. Hvernig haldið þið að landið okkar liti út ef við ækjum öll utan vega og lékum okkur að því að skemma viðkvæman gróður, bara af því okkur líkar ekki við reglurnar.

Tek fram að hundar eru yndisleg dýr, en það er hætt við að þeir verði bannaðir í þéttbýli ef fleiri ætla að fylgja þessu fordæmi Tómasar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.6.2011 kl. 12:57

8 identicon

Já, við verðum að lúta ákveðnum reglum, en við lútum þeim ekki í blindni. Samfélagið er á leið beint í ruslið ef fólk er svo miklir regludýrkendur að það lætur sig engu skipta ef reglurnar eru hættar að vera í samræmi við veruleikann og skynsemina.

Það að leggjast á bakið með fætur upp í loft hefur verið reynt, og enn er samt regluverkið um hunda á Íslandi á algjöru steinaldarstigi miðað við aðrar þjóðir. Það er kominn tími til að sýna borgaralega óhlýðni.

"ÉG fer MÍNU fram sama hvað hitt liðið segir", segir notandinn sem kallar sig Voffa. Ég má þá til með að spyrja á móti hvort "Voffi" fylgi því möglunarlaust sem hitt liðið segir, sama hvaða vitleysisfyrirmæli koma fram?

@Bergljót.

Þú ert að ruglast svolítið í þessum dæmum sem þú nefnir. Að aka inn á lóðir og yfir blómabeð er að skemma eignir annarra. Að aka utan vegar er að valda tjóni á almenningi. Þú berð ekki saman eignatjón og sjálfsagða umferð hunda um borgina.

Við bönnum heldur ekki bílaumferð í borginni þó þar verði bílslys. Bílarnir eru hluti af samfélaginu og yndisauki fyrir stóran hóp fólks. Þess í stað reynum við að setja skynsamlegar umferðarreglur.

Það er ekki gengið á eignir eða frelsi annarra með því að vera með vel upp alinn og vel stilltan hund í bandi niðri í miðborginni í dag, eða aðra daga ársins.

Ef þér þykir það ásættanlegt að banna hundaumferð þar, vegna þess að hugsanlega, mögulega, undantekningartilvikum, að hundur stjakist utan í einhvern sem ekki óskaði beinlíins efitr því (stjakast ekki fólk annars utan í fólk í miðbænum, án þess að allt fari í kaldakol?), þá skaltu líka ekki malda í móinn þegar byrjað er að setja reglur um eitthvað álíka frámunavitlaust sem skerðir þitt ferða- og athfanafrelsi.

Mannlegt samfélag snýst ekki um að fólk eigi að vera frjálst frá hverju minnsta ónæði og lifa í verndarbólu.

Gestur (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 13:57

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er bara hreint ekki viss hvort að ég myndi almennt vilja fara með hundinn minn í svona aragrúa af fólki. Ég var þarna í fyrra með manninum mínum, og börnunum tveimur (og þá annað í barnavagni).

Það var rosalega erfitt að troða sér á milli fólksins til að koma sér á áætlunarstað, og ekki gerði það hlutina auðveldari að vera með barnavagn og 6 ára barn til þess að þurfa að koma í gegn líka, og var þetta rosalega mikið áreiti fyrir okkur foreldrana sem og börnin. Bara að koma okkur frá hljómskálagarðinum og hálfa leið upp Lækjargötuna í átt að Lækjartorgi tók okkur bara tvo tíma. Tveir tímar af stanslausum olnbogaskotum, öskrum, látum og tátroðslu.

Þetta er ekkert minna áreiti fyrir vini okkar ferfætlingana, og hafa fæstir hundar skap í þetta, sama hversu vel þjálfaðir þeir eru. Það er líka að vera að troða þeim um tær, fullt af ókunnugu fólki að nálgast þá o.s.frv. Svo þetta er ekki bara bann til þess að vernda fólkið á þjóðhátíð, heldur líka hundana sjálfa. A.m.k. horfi ég þannig á þetta.

Þetta er ekki spurning um að leggjast á bakið með lappir glenntar upp í loft, Gestur. Þessar reglur eru settar með góðar ástæður að baki.

Meirihluta landsmanna á ekki hund. Mörgum er frekar illa við hunda, eða eru jafnvel hræddir við þá. Flestir þeirra sem eru hræddir við hunda eru börn. En fólk með börn fjölmenna einmitt þessa hátíð.

Ekki allir hundar eru vel þjálfaðir. Þeir eru það reyndar fæstir. 

"Við bönnum heldur ekki bílaumferð í borginni þó þar verði bílslys. Bílarnir eru hluti af samfélaginu og yndisauki fyrir stóran hóp fólks. Þess í stað reynum við að setja skynsamlegar umferðarreglur."

Bílaumferð er líka bönnuð á hátíðinni, þótt hún sé ekki bönnuð í samfélaginu. Fleiri eiga bíla, en hunda. Og hvað skynsamlegar reglur varðar, þá er búið að setja eina. Hundar bannaðar á hátíðarhöldum. 

Líkt og með bílaumferð, þá er ekki að vera að banna hunda ALFARIÐ í miðbænum, heldur bara fyrir þennan dag.

Það sem vantar í hundaeigendur marga, er ekki "pride", heldur almenn skynsemi og tillit til annarra í kringum þeirra. Þótt þú elskir hundinn þinn gerir nágranni þinn það kannski ekki. Samfélagið er byggt upp með reglum sem þjóna almenningi, þ.e.a.s fólki, ekki gæludýrum þess. 

"Mannlegt samfélag snýst ekki um að fólk eigi að vera frjálst frá hverju minnsta ónæði og lifa í verndarbólu."

Ef að þetta væri eins dramatískt og þú lýsir því væri kannski bílaumferð bönnuð. En mannlegt samfélag snýst um að komið sé til móts við sem flesta. En flestir eiga einmitt ekki hunda.

Ég tek það fram að ég á ekki hund. En ég dýrka samt sem áður hunda og langar að eiga einn. Ég bara tel að þeir hafa ekkert að gera á hátíð sem þessa, sjálfum sér og öðrum til verndar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.6.2011 kl. 15:13

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér er mjög minnisstætt Ingibjörg þegar hundur í bandi sem eigandinn hélt í réðist á lítinn strák sem var að reyna að komast áfram með foreldrum sínum á 17 júní . Ég sá ekki betur en hann hafi bitð hann á hol í lærið. Hvort barnið hefur ýtt eitthvað við honum í þvögunni veit ég ekki.

Hundum líkar yfirleitt ekki þrengsli og nudd og séu þeir eitthvað fúlir getur svona gerst, jafnvel þó þeir séu að öllu jöfnu gæðadýr. Hundar eiga að mínu viti að vera á hundahátíðum og fólk á mannamótum.

Þess utan geta hundar og eigendur þeirra átt ánægjulegar samverustundir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.6.2011 kl. 15:44

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þegar ég var yngri, kannski svona 9-10, og við bjuggum ennþá á Skagaströnd, þá gerðist það einstaka sinnum að hundar af nærliggjandi bæjum struku og lögðu leið sína í kaupstaðinn.

Þessi hundar voru hundeltir, svo að segja, af börnum úr kaupstaðnum. Mikið hvað það var spennandi að hundur gekk laus, fannst þeim. Ég man eftir einu slíku skipti, og var hundurinn þá búinn að vera svolítinn tíma að hlaupa undan krakkaskaranum, sem auðvitað elti. Þegar krakkarnir svo loksins fengu leið af honum, þá nálgaðist ég hann og hafði í huga að koma hundinum til foreldra minna til að þau gætu haft samband við eigendur hundsins, svo þeir gætu nálgast hann. 

Hundurinn var bara orðinn svo hvekktur, blessaður, að þegar ég kom nálægt honum og ætlaði að klappa honum, rauk hann upp og glefsaði í andlitið á mér. Hann beit í gegnum neðri vörina, sem betur fer ekki svo illa að það skildi eftir ör. En þetta varð nóg til þess að ég labbaði frá hundinum og beint heim. 

Ég og foreldrar mínir höfum aldrei kennt hundinum um þetta, því sama hversu vel þjálfaðir hundar eru, að sé þeim þrýst upp við vegg þá vakna þær hvatir sem prentaðir eru í dýrin um sjálfsverndum og sjálfsbjörgun, svo auðvitað bíta þeir frá sér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.6.2011 kl. 16:05

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Bergljót (#7)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 16:59

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gestur (#8), ég átta mig ekki alveg á því hvernig samfélag þú vilt hafa. Þú misskilur innlegg Voffa gersamlega og snýrð því á haus.

Ert þú hundaeigandi Gestur eða bara þessi dæmigerði þrasari sem heldur að frelsið felist í gersamlega reglulausu samfélagi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 17:05

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg #9

Ég hef engu við þetta að bæta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 17:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót #10

Ég er alveg sammála þessu, þegar hundar eru í þrengslum þá þarf lítið útaf að bregða að þeim finnist sér ógnað og bregðist við því. Þá ræður eðlið eitt viðbrögðunum.

Þjálfun, hversu góð sem hún er, yfirvinnur aldrei fullkomlega eðli dýra. Það ættu allir dýraeigendur að hafa í huga og haga meðferð dýranna samkvæmt því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 17:22

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, hvernig lýst þér á Bangsa minn, myndin er af honum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 17:24

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef því við innlegg Ingibjargar #11 að bæta að ég talaði við bóndann, eiganda hundsins, sagði honum að ég ætlaði ekki að kæra því ég teldi að hundinum væri ekki um að kenna. 

Eigandi hundsins sagði það ekki málið, málið væri að þegar hundar af einhverjum ástæðum legðust í kaupstaðaferðir, yfirleitt af kvennaástæðum, þá yrðu þeir um leið vita gagnslausir til síns brúks.

Örlög hundsins voru ráðin áður en hann framdi meint brot.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 17:36

18 identicon

Var að koma úr miðbænum. Labbaði einu sinni í gegn og mætti 5 aðilum með hund í bandi. 3 af þessum hundum litu ekki út fyrir að skemmta sér neitt, en tveir virtust hins vegar ánægðir. Tek fram að ég mætti engum á bíl að þvælast þarna.

Páll (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 18:02

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst hann Bangsi þinn yndislegur!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.6.2011 kl. 18:12

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú mátt trúa því Bergljót, að hann er yndislegur. Enda er Bangsi sáttur við að vera heima þegar svona mannfagnaðir eru. Hann veit að honum verður bætt það upp margfallt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 18:36

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll, greinilegt er að bíleigendur virða bílabannið þó félagar mínir hundaeigendurnir getir ekki virt hundabannið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 18:39

22 Smámynd: Sigurður Helgason

 Axel

Ég fór með samma í bæinn,honum þótti voða gaman að öllu fólkinu,

hann gerði sig líklegann til að bíta einn sem var að þvælast með hendurnar nálægt honum en annars gekk þetta bara vel  

Sigurður Helgason, 18.6.2011 kl. 15:55

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá hefði nú orðið "fjör" maður og enginn broskarlinn  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2011 kl. 16:10

24 Smámynd: Sigurður Helgason

það var rosa stuð á honum samma,,,,

jú jú fullt af brosandi köllum, hann hefur bitið marga og enginn kært,

Það er ekki sama hver er  

Sigurður Helgason, 18.6.2011 kl. 16:22

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju grunar mig að þessi sammi þinn sé tvífættur hundingi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2011 kl. 16:49

26 Smámynd: Sigurður Helgason

Af því að þú ert skinsamur maður,,,,,,, Axel

Hundkviðgingið var geymt heima því það er ekki þorandi að fara með hann í bæinn þar sem allir eru að káfast í honum,

mis skimsat fólk

Sigurður Helgason, 19.6.2011 kl. 09:52

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því, Sigurður. Ágengi fólks sem biður um að fá að klappa hundinum og kjassa, getur verið pirrandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband