Jón Sigurðsson myndi sækja um aðild að ESB

Menn þurfa greinilega ekki að vera tvöfaldir frændur Jóns Sigurðssonar og tengdir honum um öll líkamsop eins og Jón Valur Jensson til að vita hvernig Jón hefði ráðið krossgátur dagsins.

Stjórnmálamenn eiga það til á hátíðarstundum rembast við að upphefja sjálfa sig með orðskrúði um Jón Sigurðsson og fara þá gjarna yfir það í smáatriðum  hvað Jón Sigurðsson héldi um þetta aða hitt.

Hvernig í andskotanum dirfast menn á 21. öld að gera 19. aldar manni upp orð og skoðanir á nútíma málefnum?  Engin rök eru fyrir þess háttar bulli.

Ég held að Jón Sigurðsson gæti, væri hann uppi núna,  allt eins verið harður stuðningsmaður aðildar að ESB, um það getum við auðvitað aldrei fullyrt, ......eða mótmælt.

En óneitanlega væri það fyndið.

Gleðilega þjóðhátíð!


mbl.is Hugsjónir Jóns að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jónas Hallgrímsson, Davíð Stefánsson, Egill Skallagrímsson og Bólu Hjálmar líka.

hilmar jónsson, 17.6.2011 kl. 19:56

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst margt fyrir neðan allar hellur hvernig sumir túlka 19. aldar mann við nútímann. Þó finnst mér margt mega rökstyðja með góðum rökum sjónarmið þín Axel. Jón var það sem í dag er nefnt „realpolitiker“ þ.e. stjórnmálamaður sem leggur ískalt mat á staðreyndir.

Persónudýrkun JS hófst með vaxandi borgarastétt 19. aldar á Íslandi sem vantaði sameiningartákn en fann það í Jóni. Borgarar kringum aldamótin 1900 voru ekki endilega sammála JS hvað pólitísk viðhorf varðaði en höfðu mikla þörf á að finna eitthvað til þess að hefja sjálfa sig á stall. Það fundu þeir með þessari skefjalausu persónudýrkun sem sennilega JS hefði verið misboðið. Hann var ekki popularisti þó svo einhverjir telja svo vera.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.6.2011 kl. 22:49

3 identicon

Ekki nefna nöfn þessara manna við fáfræði Hilmar.

axel (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 23:24

4 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann & gestir þínir !

Axel Jóhann - Hilmar og Guðjón Mosfellingur !

Norður- Ameríkuríkið Ísland; verðskuldar fremur fólk, af Indíána- eða Mongólastofni, sem fara myndu örugglega betur, með lands og sjávar gæði, en núverandi Íslendingar.

.

Tuð ykkar; sem nöldur, dæmigerðra Hvítra manna / kerfis lægra skriffinna og reglugerða snápa, fer óskaplega í taugar mér (þó hvítur sé; reyndar) - og spyrja má, hvar öfgar kunni að liggja, þegar þið hneykslist á öðrum,, álika reglugerða- pg pappíra Pésum, sem ykkur.

Þið ættuð; allir sem einn; að skammast ykkar fyrir Evrópu drambið og hrokann, og hugleiða orð mín, því,, ásamt Inúítum - Sömum og fleirrum, eru Indíánar og Mongólar, flestir, einna tengdastir náttúrunni - og gjörsneyddir mont viðhorfum skrifræðis snápa ýmisskonar, piltar.

Ígrundið; í það minnsta orð mín, áður en þið látið fúkyrðin fjúka, til minnar áttar, í andsvörum mögulegum.

Með; fremur þurrum kveðjum, en þó mildandi, í ljósi pappíra- og skrifræðis tignunar ykkar, sem þið hafið þekkt, um langan aldur /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 23:34

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn geta nokk getið í eyðurnar um sumt minn kæri, því Jón tjáði sig talsvert í ræðu og riti og talar enn til okkarí dag um viðhorf sín til hins og þessa.

Hann hefði ekki viljað ganga í ESB samkvæmt því, nema að hann hafi skipt um skoðun í gröfinni. Þá er náttúrlega aldrei að vita.

Þeir sem tala niður hugsjón hans og verk eru að tala niður mikilvægi fullveldisins, sem er jú einn hluti spunans frá Samfylkingunni þar sem þeir eru jú á fullu við að afnema fullveldisákvæði stjórnarskrárinnarí þessum töluðu orðum.

Ert þú genginn í Samfylkinguna?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2011 kl. 00:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innliti og ykkar innlegg og athugasemdir.

Hvaða fáfræði ert þú að tala um axel?

Engin fúkyrði héðan Óskar, þetta er allt í góðu. Ég hef áður greint fá afstöðu minni til ESB.

Var Jón Sig búinn að mynda sér skoðun á ESB áður en hann dó Jón Steinar, fyrirbæri sem jafnvel geggjuðust menn þess tíma hefðu ekki getað ímyndað sér að liti dagsins ljós?

Jón talaði auðvitað sem 19. aldarmaður um 19. aldar hugmyndafræði og veruleika. Það er bilun að afgreiða það sem Jón Sig sagði og skrifaði fyrir 150 árum með því að setja einfalt samasem merki á milli þess og okkar veruleika og heimsmyndar. Það verður aldrei góð jafna úr því.

Nei Jón Steinar ég er ekki í Samfylkingunni og hef ekki verið frá því daginn sem Ingibjörg kyssti Geir Haarde á Þingvöllum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2011 kl. 06:25

7 identicon

Komið þið sælir, að nýju !

Axel Jóhann !

Ég er ekki; með nein fúkyrði af minni hálfu, ykkur Hilmari til handa - aðeins að benda á, hversu rík kynþáttahyggja ykkar sé, til stuðnings meintum yfirburðum Evrópumanna, gagnvart öðrum Heimshlutum.

Fer ekki; í neinar grafgötur með, að mér leiðist það stærilæti ykkar, að bleiknefjar okkar kynstofns séu, öðrum æðri - samanber tignun þína, á ESB, og öllu sem því fylgir, Skagstrendingur ágæti.

Veraldarsagan sýnir okkur; að þar ferð þú villur vegar - sem dæmin sanna. Montríkjasamband þitt; (ESB), er sem betur fer, í hægri - en öruggri upplausn, ágæti drengur.

Með kveðjum; úr Árnesþingi, öngvu, að síður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:19

8 identicon

Og; andsvar mitt, átti einnig að beinast, að hinum djúpvitra Evrópu laga- og reglugerða fylgjara,, Guðjóni Sigþóri Mosfelling, svo fram komi.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:23

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, ég sagði ekki að þú hefðir verið með fúkyrði Óskar! Ég var aðeins með þetta í huga í mínu andsvari og fór að þínum ráðum:

"Ígrundið; í það minnsta orð mín, áður en þið látið fúkyrðin fjúka, til minnar áttar, í andsvörum mögulegum."

Svo ég ítreki afstöðu mína til ESB þá er ég ekki hlynntur ESB og myndi eflaust segja NEI, eins og staðan er núna og ef kosið væri um aðild í dag.

En mér finnst í lagi að kanna málið, ræða við ESB, sjá hvað stendur okkur til boða. Ef við verðum ekki sáttir að því loknu þá verður svarið bara NEI. Ég sé ekkert hættulegt við það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.6.2011 kl. 13:39

10 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Axel Jóhann !

Enn; veður þú villu og svíma, ágæti drengur.

Hugleiddu; aðbúnað og kjör : Baska - Róma fólksins og Sama (í Svíþjóð og Finnlandi) áður en þú ferð að fyllast einhverju misheppnuðu stolti yfir, að nokkur leiguþý ESB; hér, á landi, skulu vera að reyna, að troða Norður- Ameríkuríkinu Íslandi, inn í þetta hroka bandalag.

Þakka sem fyrr; kurteisleg andsvör þín - en; ég hygg, að þú þurfir að skoða öll mál, í miklu víðara samhengi, og gera þér ljóst, að Evrópu útnárinn, út úr hinni víðfeðmu Asíu, er ekki endir og upphaf alls, hér; í veröldu.

Heimsmynd þín; hefir verið of smá, til þessa, Axel minn.

Þar í; liggur vandi þinn - sem allt of margra annarra, ennþá.

Stendur vonandi; til einhverra bóta, þá líða fram tímar, að nokkru.

Með; þeim sömu kveðjum - sem síðustu /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband