Milliliðamafían (lesist Framsóknarmafían)

Hún er búin að vera viðvarandi um skeið umræðan um hugsanlegan skort á lambakjöti vegna aukins útflutnings. Aukinn útflutningur hlýtur að vera að hinu góða, nema auðvitað ef útflutningurinn sveltir innanlandsmarkaðinn.  

En er framleiðslumagnið á lambakjöti orðin einhver órjúfanlegur fasti? Liggur ekki beinast við, sé yfirvofandi skortur á kjöti, að auka hreinlega framleiðsluna, eða má það ekki?  Skortur á kjöti er ákjósanlegt  stýritæki slátursleyfishafa til að halda uppi verðinu á kjötinu innanlands.

Helmingur verðsins á lambakjötinu, og ríflega það, verður til eftir að bóndinn sleppir hendinni af kjötinu og þar til kjötið orgar á mann ómannlegt verðið á búðarkassanum.

Því hefur verið fleygt að aukin eftirspurn og verðhækkun erlendis hafi ekki skilað sér til bænda, þeirra sem mest erfiðið og fyrirhöfnina bera af helgarsteikinni. Hagnaðurinn gufar upp í milliliðahítinni.

Er einhver þörf á þessum milliliðum á innanlandsmarkaði? Af hverju leggjast allir, og þá helst þeir sem síst skyldu,  gegn því að bændur og neytendur eigi bein og milliliðalaus viðskipti í eins miklum mæli og kostur er?  

Það er ekki ofsögum sagt að á þessum tímum frjálsrar verslunar og viðskipta tröllríði miðaldaframsóknarmennskan enn landbúnaðinum og verndi sitt sköpunarverk.  Engin hugsjón önnur vinnur frekar og ákafar gegn hagsmunum bænda.

Hvaða „tjón“  annað  gæti hugsanlega hljótist af milliliðalausum viðskiptum bænda og neytenda, en stórbætt kjör þeirra beggja?

Bændur eiga um tvo kosti að velja, að bæta sín kjör með frjálsum viðskiptum, eða að halda sig við framsóknaránauðarstefnuna og óbreytta kjarakúgun.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!

 

mbl.is Enginn skortur á lambakjöti hjá SS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Og gætið að því góðir hálsar. Ef ég fengi þann stóra í Vikingalottóinu og myndi ákveða að gerast bóndi (sem mig hefur alltaf dreymt um) og myndi splæsa 80-100 milljónum í jörð, þá MÁ ég ekki framleiða lambakjöt eða mjólk. Ég gæti það hugsanlega með því að "kaupa" mér framleiðslurétt eða kvóta hjá einhverjum örðum bónda.

Þetta er auðvita snarbilað kerfi, enda framsóknarmenn arkitektar af þessu, eins og fiskveiðikerfinu.

Þó svo að ég eignist bát, má ég ekki veiða fisk, nema kaupa mér leyfi til þess hjá einhverjum kvóta-kóngi.

Þessum "gæðum" mega bara útvaldir njóta ásamt öllum ríkisstyrkjunum sem fylgir með í heimamund hjá bændum.

Dexter Morgan, 3.8.2011 kl. 16:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta ágæta innlegg Dexter.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 16:14

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þeir kalla sig: "Framsóknarflokk"

Svona álíka ógeðfelld öfugmæli og að kalla hrunflokkinn, Sjálfstæðisflokk.

hilmar jónsson, 3.8.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband