Hve lengi á að treysta á heppnina?

Ætla mætti að Samtök ferðaiðnaðarins hefðu áhyggjur af fréttum af tíðum slysum á erlendum ferðamönnum, en af þögninni og aðgerðaleysinu að dæma virðist svo ekki vera.

Hingað til lands kemur árlega töluverður fjöldi erlendra langferðabíla fullir af fólki og bæði bílstjóri og fararstjóri erlendir.  Ekki virðast gerðar hinar minnstu kröfur til fararstjóra og bílstjóra slíkra bíla um lágmarksþekkingu á landinu og aðstæðum. Erlendir fararstjórar virðast ekki þurfa að vita meira um Ísland og aðstæður hér en bakhliðina á Tunglinu. Þeir eru jafnvel vart mælandi á ensku eða öðru algengu alþjóðatungumáli.

Annað hvort verður að gera sömu kröfur til þeirra og innlendra fararstjóra eða hreinlega gera þá kröfu að fararstjórar erlendra hópferðabíla séu Íslenskir sé farþegafjöldin t.d. meiri en 10 til 15 manns.  


mbl.is „Þau voru mjög heppin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kom mér á óvart að sjá það á heimasíðu Félags leiðsögumanna að störf leiðsögumanna eru ekki löggild eða starfheiti þeirra lögverndað.

Það þarf að vinda bráðan bug á því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað ætli Ernu finnist um þetta allt???

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2011 kl. 15:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Meðan óhöppin tefja ekki eða hindra flæði ferðamanna virðist þau ekki skipta máli.

Nýtt óhapp í dag:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/07/ain_hreif_bilinn_med_ser/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2011 kl. 16:24

4 Smámynd: Einar Steinsson

Ég keyrði rútur með erlenda ferðamenn í 13 sumur og þegar ég var að byrja vissi ég álíka mikið um marga hættulega staði og um bakhliðina á tunglinu enda gerði ég eitthvað af byrjendamistökum eins og aðrir og um marga Íslensku nýútskrifuðu leiðsögumennina gilti það sama. Þetta var stundum til að byrja með "haltur leiðir blindan" ef maður fór með óvönum leiðsögumanni. En síðan lærðist þetta eins og annað, þannig er þetta bæði á Íslandi og erlendis.

Mig minnir líka að í flestum tilfellum þar sem alvarleg slys hafa orðið eða svona tilfelli þar sem alvarlegt hættuástand hefur skapast tengist í lang flestum tilfellum Íslenskum bílstjórum. Menn fæðast ekki með vitneskjunu um hvernig á að keyra í vatni og læra það ekki endilega í uppvextinum heldur nema kannski þeir sem eiga fjallafólk fyrir foreldra.

Svona tilfelli skrifast líka á bílstjórann ekki fararstjórann, bílstjórinn ber ábyrgð á stjórn rútunnar ekki fararstjórinn og bílstjóranum ber að segja nei ef hann telur farþegum stefnt í hættu. Ég man eftir tilfelli þar sem ég neitaði að fara með farþega yfir Krossá við Langadal og sendi þá yfir göngubrúna í staðinn og fór síðan einn yfir ána með farangurinn. Ég var í sjálfu sér nokkuð viss um að ég myndi komast klakklaust yfir en aðstæður voru búnar að vera þannig að ég fann að margir farþegann voru orðnir verulega smeykir og það fannst mér nóg ástæða til að láta þá ekki vera um borð í seinustu og hættulegustu ánni.

Einar Steinsson, 7.8.2011 kl. 18:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir gott innlegg Einar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2011 kl. 18:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki hér verið að tala um erlenda leiðsögumenn og jafnvel bílstjóra?  Skilst það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2011 kl. 19:03

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2011 kl. 20:10

8 Smámynd: Einar Steinsson

Það er varla hægt að kenna reynsluleysi um ef það er rétt sem mér skilst að um sé að ræða þetta fyrirtæki hérna: http://www.tatrabus.cz/island

Samkvæmt síðunni eru þeir búnir að vera með ferðir á Íslandi með þessum eða svipuðum bílum síðan 2002. Líklegat hefur gerst það sem nokkuð oft hendir bílstjóra á svona tækjum, sem sagt oftraust á öflugt tæki, menn halda að ekkert geti stoppað þá.

Einar Steinsson, 7.8.2011 kl. 20:45

9 Smámynd: Einar Steinsson

Krækjan gæti virkað svona ef maður nennir að opna annan vafra en Crome:

http://www.tatrabus.cz/island

Einar Steinsson, 7.8.2011 kl. 20:52

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Margt til í því Einar, útlendingar gera sér oft ekki grein fyrir hrikalegri náttúru Íslands eða kraftinum í straumum og vindum.  En á þá ekki bara að skikka þá til að hafa með íslenskan leiðsögumann til öryggis?  Annað eins hefur nú verið gert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 09:07

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Á austfjörðum fyrir 2 árum sá ég erlenda rútu og allur matur sem þau voru með var útlenskur, vistir sem þau hafa komið með að heiman. Fannst þetta svolítið sorglegt.

En erum við ekki með íslenska fararstjóra í útlöndum, sem eru ekkert endilega "menntaðir" sem slíkir?

Sigrún Óskars, 8.8.2011 kl. 16:22

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í þessu tilfelli var bílstjórinn og fararstjórinn einn og hinn sami. Sú þróun á sér einnig stað hjá íslenskum ferðaskrifstofum og spurning hvort það sé vænlegt. Sjálfur hef ég ekið með ferðamenn um landið, bæði hálendið og hótelferðir. Mitt álit er að sá sem ekur rútu með fjölda fólks innanborðs eigi ekki að gera neitt annað á meðan!

Gunnar Heiðarsson, 9.8.2011 kl. 00:30

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hafði alveg farið framhjá mér Gunnar að um sama manninn væri að ræða. Það er ekki heppileg þróun. Ég er sammála þér að maður sem ekur rútu fullri af fólki sé í fullu starfi.

Myndbandið sem sýnt var í fréttunum í kvöld varð ekki til að auka álit mitt á þessum "bófum".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband