Tvískinnungur Bjarna

Þessi Bjarni Benediktsson, er það ekki sami Bjarni og óskapaðist og ólmaðist gegn öllum hugmyndum um að ríkisstjórnin hindraði eða gengi inn í kaup Sænsks skúffufyrirtækis, í eigu Kanadískra fyrirtækisins Magma Energy, á  HS veitum hf.

Það sem var afskaplega eðlilegt og meira en sjálfsagt við HS söluna,  er orðið afskaplega óeðlilegt núna. Þó Bjarni vitni núna í EES reglur (skrítið hvað þær get komið að gagni), vissi hann mæta vel við söluna á HS að verið var að fara í kringum lög og reglur við kaupin, með notkun á skúffufyrirtækinu í Svíþjóð.

Maður hefði haldið svona við fyrstu sýn að meiri hætta stafaði af kaupum útlendinga á Íslensku orkufyrirtæki en einhverjum snarrótar þúfum og sandi upp á öræfum.

Hvað veldur þessum tvískinnung Bjarna, er það þjóðernislegir fordómar eða bara hrein heimska? 

Nema hvoru tveggja sé.


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spurning hvað er meira virði til langs tíma.

Magma keypti starfandi fyrirtæki.

Huang er að kaupa land sem hann ætlar að þróa.

Spurning í hverju meiri áhætta felst fyrir fjárfestann og hvar mesti gróðinn er fyrir Íslendinga til lengri tíma. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magma kom ekki með neitt fjármagn inn í landið, þeirra eini tilgangur var og er að ná fjármagni út úr landinu. Huang ætlar að koma með fjármagn og framkvæma í stórum stíl, nema hann ætli að snúa sér alfarið að framleiðslu á Hólsfjallahangikjöti, sem þá héti Hólsfjalla Huangikét.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2011 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband