Ólíkt hafast þeir að Sigmundur Davíð og Bjarni stefnulausi, formaður Foringjalausaflokksins
27.9.2011 | 13:38
Sigmundur Davíð og Framsóknarmenn virðast ætla að standa í lappirnar í málefnum Palestínu. Gott hjá þeim.
En það sama verður ekki sagt um Bjarna stefnulausa, formann Foringjalausaflokksins. Þeirra afstaða kemur ekki á óvart, allt annað úr þeirri áttinni hefði verið hreint undur. Þeirra skoðun á málinu er aðsend, enda hefur flokkurinn sá aldrei rekið sjálfstæða utanríkisstefnu.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu alla tíð Kommúnistaflokkinn og arftaka hans Sameiningarflokk alþýðu - Sósíallistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið um að vera stýrt frá Moskvu. Þær ásakanir voru án vafa réttar hvað tvo fyrrtöldu flokkana varðar. En á sama tíma var Sjálfstæðisflokkurinn beintengdur við Hvíta húsið og tók við fyrirmælum þaðan og gerir enn.
Sjálfstæðismenn hafa alla tíð vart vatni getað haldið af þörf og þrá til þjónkunar við Bandaríkin. Steingrímur heitinn Hermannsson segir í ævisögu sinni að vitað hafi verið að ákveðnir menn bæru upplýsingar um menn og málefni í sendiráð Bandaríkjanna. Það fólk hefði örugglega talið samskonar slefburð í Sovéska sendiráðið ekki vera sérlega þjóðhollan.
Steingrímur segir ennfremur frá utanríkisráðherratíð sinni í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokksins. Sjálfstæðismenn voru dæmalaust viðkvæmir og uppstökkir yfir nánast öllum embættisfærslum Steingríms og höfðu allt á hornum sér.
Ástæðan fyrir ergelsi þeirra var sú að Steingrímur taldi eðlilegt að Ísland, sem sjálfstætt ríki, hefði sjálfstæða utanríkisstefnu og sleppti því takinu á pilsfali Bandaríkjanna. Sérlega argir urðu Sjallarnir, yfir stefnubreytingu Steingríms á afstöðu Íslands til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, svo mjög að stjórnarslitum var hótað.
En það er bara broslegt að Bjarni stefnulausi, formaður Foringjalausa flokksins skuli reyna að halda því fram að hann hafi myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur Sigmundur sagt eitthvað um umsóknina? Hef ekki séð neitt...
Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 15:45
Þessi færsla var tengd frétt um jákvæðar undirtektir Sigmundar um umsóknina. En nú er fréttin sú horfin af mbl.is, hvað veldur veit ég ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 16:33
Axel, hún er líka horfin fréttin með Jóhönnu, sára og svekkta. Er mbl.is dottinn í "teaser" gryfjuna?
Kolbrún Hilmars, 27.9.2011 kl. 16:59
Mér dettur helst í hug Kolbrún, að Jón Valur hafi sent þeim ósjálfráða strokleðrið sitt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 17:26
Axel, hvaða Jóns-Vals fóbía er þetta eiginlega?
Erum við ekki umburðarlynd, skilningsrík og jákvæð gagnvart náunga okkar, hvers skoðun þarf ekki endilega að vera okkar eigin í einu og öllu? Jafnvel aldrei.
Eða erum við bara froðusnakkarar?
Kolbrún Hilmars, 27.9.2011 kl. 17:51
Hver hefur sinn djöful að draga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 20:57
... og hver syngur með sínu nefi
Kolbrún Hilmars, 28.9.2011 kl. 13:01
Jamm
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.