Hverju reiddust goðin?

14337Lögreglan hefur gefið það út að hún muni ekki standa heiðursvörð við setningu Alþingis. Það er  staðreynd.

Lögreglustjórinn  ber fyrir sig sparnaði, en það gildir einu hver ástæðan er, heiðursvörður lög- reglunnar verður ekki við þing- setninguna, það er útgangspunkturinn.

Ég fæ því ekki séð af hverju Ólína ætti að biðja lögregluna afsökunar á þeirri hugmynd sinni að björgunarsveitarmenn standi heiðursvörðinn í þeirra stað, þó mér finnist þessi hugmynd Ólínu afleit, sem slík. 

  


mbl.is Undrandi á ályktun lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þú hefðir e.t.v. viljað sjá jólasveinana.

En þér að segja hefur mér lengi fundist afar hallærislegt að sjá þessa sperrtu lögregluþjóna við dyrnar á Alþingishúsinu þegar Alþingi er sett hverju sinni.

Þetta eru greinilega einhverjar leyfar frá konungstímanum.

Kristbjörn Árnason, 28.9.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef alltaf litið á þennan heiðursvörð þarna við þessa athöfn sem táknrænann. þ.e.a.s. að merkingin væri heiðursvörðr lögreglu við lýðræðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 22:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst Kristbjörn, einfaldlega bjánalegt, ef lögreglan stendur ekki heiðursvörðinn, þá eigi að raða upp einhverjum í staðinn hvort heldur það eru björgunarsveitarmenn eða jólasveinar. Mér finnst það slæm hugmynd.

Það á einfaldlega að sleppa þessu alfarið ef við höfum ekki efni á þessu .

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ómar, svo er að sjá að lögreglan telji það ekki aurana virði að sýna lýðræðinu virðingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 22:56

5 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Hvaða lýðræði Axel?

Hafsteinn Björnsson, 28.9.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kíktu á þetta Hafsteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 23:33

7 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Ég veit allt um lýðræði en það er ekki til nema "spari" hér á íslandi, á tyllidögum í óhreinum munnum stjórnmálamanna!! Ekki hefur núverandi ríkisstjórn sýnt lýðræðinu virðingu!

Hafsteinn Björnsson, 28.9.2011 kl. 23:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og þú rökstyður það hvernig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 23:46

9 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Þú innir Hafstein Björnsson; eftir tilteknum rökstuðningi.

Skýra stjórnmála bullurnar; það ekki bezt sjálfar, með sinni hegðan, gagnvart landsmönnum, dægrin löng, Axel minn ?

Ég trúi því ekki; að þú sért mengaður, af einhverjum FLOKKA dráttum, fornvinur knái, í ljósi alls þess, sem gengið hefir hér á, síðan afstyrmin Davíð Oddsson; og hermikráka hans, nr. 1, Hannes Hólmsteinn Gissurar son fengu frítt spil, með frjálshyggju Andskotann, á sínum tíma - og; öll þekkjum við framhaldið, til þessa dags, Skagstrendingur góður.

Í stað; þeirra Davíðs og Hannesar, eru leikstjórarnir, þau Jóhanna og Steingrímur.

Hver; er munurinn ?

Eru ''slitastjórnir'' og ''skilanefndir''; ekki nokkuð vel haldnar - á meðan Alþýðan má búa, við sult og seyru ?

Lýðræði; hvað !?!

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 00:10

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Axel Jóhann ég held að það velkist ekkert fyrir Þjóðinni að lýðræðinu hefur ekki verið sýnd virðing og þurfi ekki rökstuðningar frekar.

Ef að allt léki nú í lindi og Þjóðinni hefði verið sýnd meiri virðing þá væri ekki þessi staða sem uppi er...

Eru ekki mörg þúsund manns búnir að boða komu sína í mótmæli á Laugardaginn meðal annars vegna þess að lýðræðinu hefur ekki verið sýnd sú virðing sem ætti...

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert annað en að svíkja Þjóðina bak og fyrir og meira segja farið svo lágt í að virða ekki Lýðræðið að taka Þjóðaratkvæðagreiðslu af Þjóðinni bara til þess að geta komið stæðsta þrætuepli Þjóðarinnar í farveg vegna þess að Ríkisstjórnin ætlar alveg sama hvað Þjóðinni finnst... ESB....

Tala nú ekki um þegar Forsætisráðherra gekk fram fór að draga úr Þjóðinni að fara á kjörstað í einni af tveimur Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave...

Virðing er sem maður vinnur sér inn fyrir vel gerða hluti Axel Jóhann.

Það hefur lítið farið fyrir vel gerðum hlutum hjá Ríkisstjórninni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.9.2011 kl. 00:23

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Virðingu vinnur maður sér inn fyrir vel gerða hluti. Fyrirgefist mér. Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.9.2011 kl. 00:26

12 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Ég sé ekki þörf á að bæta við þau Ingibjörgu og Óskar Helga enda nokkurn veginn það sama og ég ætlaði að svara þér hefði fartölvan ekki orðið orkulaus í gærkvöldi.

En ég held það sjái það og heyri flestir landsmenn á hegðun og tali stjórnmálamannanna að þau bera ekki mikla virðingu fyrir lýðræðinu og okkur þegnunum.

Hafsteinn Björnsson, 29.9.2011 kl. 09:34

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólína hefur ekki verið ofarlega á vinsældarlista mínum í gegnum tíðina, en ég get heldur ekki með neinu móti séð á hverju Ólína á að biðja lögregluna afsökunar. Þetta var einungis hugmynd hennar til þess að halda í ákveðan virðingarhefð..

Ég hef hins vegar orðið áhyggjur af því hvernig lögreglumenn virðast smátt og smátt vera að missa sig í krafti aðstöðu sinnar og færa kjarabaráttuna inn á frekar hæpnar brautir þar sem ýjað er að hótunum og brotthlaupi frá lögbundnum skyldum þeirra..

hilmar jónsson, 29.9.2011 kl. 09:49

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn rugla hér saman lýðræðisvaldi þegnana annarsvegar og svo löggjafavaldinu og framkvæmdavaldinu hinsvegar. Með lýðræðinu kjósum við okkur fulltrúa á löggjafarsamkomuna á 4 ára fresti og felum henni vald okkar. Löggjafinn felur síðan framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni meðferð stjórnsýslunar og framkvæmd  laga.

Ég sé ekki að þetta system funkeri á nokkurn hátt öðruvísi núna en það hefur gert frá lýðveldisstofnun og á þann hátt sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Stjórnarskránni sem var samþykkt af þjóðinni með 95% greiddra atkvæða 1944.

Það er undarlegt, sé allur þessi vilji til breytinga til staðar, þá skuli andstaðan gegn einu raunhæfu breytingunni sem komið hefur í áratugi vera jafn mikil og raun ber vitni, nýrri stjórnarskrá. Ný stjórnarskrá er og verður forsenda breytinga.

Er ekki óánægja fólks fyrst og fremst vegna þeirra erfiðleika sem þjóðin er að ganga í gegnum frekar en einhverjum anmörkum á lýðræðinu og framkvæmd þess?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2011 kl. 10:31

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Umræðan var komin nokkuð frá efni pistilsins en Hilmar kom henni aftur á rétta braut. Þetta er málið Hilmar.

Þemað var, af hverju og á hverju á Ólína að biðja lögregluna afsökunar?  Enginn hefur komið inn á það enn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband