Hvar var okkar ríkisrekni Guð og allir hinir guðirnir þegar eggjum rigndi yfir þingmenn milli þings og kirkju?

Fá þingmenn ekkert frá Guði, nema vanþakklætið, í staðin fyrir alla milljarðana sem þeir ákveða ár hvert að eyða í trúmál og þessháttar vitleysu, meðan heilbrigðiskerfið sveltur, meðan löggæslan sveltur, meðan menntakerfið sveltur, meðan fólkið sveltur?

Kirkjusókn fyrir setningu Alþingis ár hvert er greinilega meira upp á forneskjuna og hefðina gert en trúarhita þingmanna.

Það er löngu ljóst af auknum fjölda þingmanna á samkomu Siðmenntar sem haldin er á sama tíma, auk þeirra fjölmörgu þingmanna sem hvorugt sækja.

Ríkisrekið trúarapparat hverskonar er forneskjan uppmáluð og tímaskekkja. Burt með alla ríkisstyrki til trúfélaga, látum þau sjá um sig sjálf, á jafnréttisgrundvelli.

Talandi um eggjakast og önnur þingsetningarvandamál þá væri miljörðum kirkjunnar betur varið í lögregluna.


mbl.is 13 þingmenn mættu hjá Siðmennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, það er víst þetta með órannsakanlegu vegina

hilmar jónsson, 2.10.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna komstu með það Hilmar, setjum framlög til trúmála inn á samgöngumál, það hefur aldrei verið vandamál að skera niður í þeim málflokki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er stórmerkilegt blogg um að þingmenn grafi undan Alþingi með því að sækja ekki kirkju og brjóti með því stjórnarskránna!

http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1195366/#comment3217095

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2011 kl. 23:43

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hló þegar ég las þetta. Snilld! "Þarna komstu með það Hilmar, setjum framlög til trúmála inn á samgöngumál, það hefur aldrei verið vandamál að skera niður í þeim málflokki."

Villi Asgeirsson, 3.10.2011 kl. 06:51

5 identicon

Það er mjög merkilegt hversu ötullega kirkjunnar fólk berst gegn aðskilnaði ríkis og kirkju, það virðist álíta sig yfir annað fólk hafið og þar með verðskuldi sína ríkisstyrki.

Ég held þó að það geri sér hreinlega grein fyrir því að ef þau væru svelt ríkisfjárframlögum myndi það ekki taka langan tíma áður en hið viðurstyggilega bákn þjóðkirkjunnar myndi veslast upp og deyja.

Kirkjan yrði ekki lengi að komast að því hversu trúhitalaus þjóð Íslendingar eru í alvörunni ef þau þyrftu að biðja sóknarbörnin sín um að borga fyrir sig brúsann!

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.