Sjálfstæðisflokkurinn er á barmi örvæntingar

Samkvæmt frétt í DV í dag þá magnast óðum örvænting sjálfstæðismanna að flokknum takist ekki að komast í stjórn áður en árangur endurreisnarstarfs ríkistjórnarinnar fer að verða almenningi sýnilegur.

Örvæntingin er svo mikil að Tryggvi Þór Herbertsson (af öllum mönnum) var gerður út af örkinni til að koma á framfæri við VG tilboði um nýtt stjórnarsamstarf, stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.

Var tilboðinu komið á framfæri í gegnum Björn Val Gíslason og Sjálfstæðismenn kynntu hugmyndina þannig fyrir Birni Val að þeir sæju hann fyrir sér fara með sjávarútvegsmálin. Í hugmyndum þessum var líka tilboð þess efnis að Steingrímur J. Sigfússon yrði í forsæti nýrrar stjórnar.

Steingrímur mun hinsvegar hafa sýnt örvæntingu Bjarna Benediktssonar og þeirra sjálfstæðismanna lítinn skilning og enn minni áhuga á að bjarga þeim úr sínu sjálfsskapar víti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur hefur sýnt Bjarna fullan skilning.

http://is.wikipedia.org/wiki/Sjóvá

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 08:36

2 identicon

Nú þegar Íhaldið er króað út í horn, beitir það öllum brögðum til að klekkja á ríkisstjórninni. Þar siga þeir sínum varðhundum, sem búið var að koma fyrir í nær öllum stofnunum sem fyrirfinnast á skerinu; fjölmiðlar, stjónsýslan, hæstiréttur, löggan, háskólinn, SA, bankar, klíkur lögfræðinga, etc, etc. Samantekt Björns Vals í pistli í gær er athyglisverð  og þörf. En málið er hinsvegar, að ríkistjórnin gefur of oft höggstað á sér. Maður fær það á tilfinninguna, að þarna séu masochistar, sem njóta þess að vera lamdir. Nei, ríkisstjórnin er of hikandi, ragir, ættu að sýna meiri hörku. Þeir leita að samvinnu, sem enga er að hafa. Sjallarnir og hækjuræfillinn vilja hana ekki, þeir vilja stríð, og þá er að taka því. Ríkisstjórnin er ekki að glíma við pólitísk öfl í stjórnarandstöðunni, heldur hagsmunaklíkur, sem munu verja sín prívíleg með kjafti og klóm. Vinstri stjórnin sem er við völd, á að nota valdið, hiklaust. Ekki hirða um skoðanakannanir og vinsældir hjá fólkinu. Eftir því sem betur er gert, minnka þær. Þetta er nefnilega tilfellið, kemur skýrt fram t.d. í höfuðborginni. Taka verður eðlilega tillit til þess hvað fólkið segir á kjördag, en ekki degi lengur. Þessvegna eiga þjóðaratkvæðagreiðslur, sem tíðkast mjög hér í Sviss, ekkert erindi til Íslendinga. Ekki enn sem komið er, því miður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 08:52

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa góðu greiningu á stöðunni Haukur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2011 kl. 08:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þeir haldi sig bara út í horni framvegis.  Reyndar má allur fjórflokkurinn fara sinn út í hvert horn fyrir mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott svar hjá Hauki, veit að hann er klár og hægt að treysta því sem hann segir.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 10:41

6 identicon

Takk fyrir hólið Ásdís, þótt ég eigi það varla skilið.

En góðar kveðjur til míns gamla og góða vinar, Sigga Haraldar. 

Ég vona að honum líði sem best.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband