Til hamingju Ísland

Ég óska Landhelgisgæslunni og Íslensku þjóðinni til hamingju með þetta glæsilega skip. Það á eftir að gjörbreyta öryggi sjófarenda til hins betra á íslensku hafsvæði.  

Það verður óviðunandi með öllu ef fjárveitingarvaldið tryggir ekki Landhelgisgæslunni nægt rekstrarfé svo skipið geti þjónað þeim tilgangi sem það var smíðað til.

Það verður lítil reisn yfir því, fyrir sjálfstæða þjóð sem á allt sitt undir hafinu, verði Þór leigður ásamt Ægi og Tý  suður í Miðjarðarhafið í einhver skítverk fyrir Evrópusambandið.

Nóg er komið af slíkri lágkúru, stöndum í lappirnar!


mbl.is Þór kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór læsilegt skip sem við höfum bætt í skuldasafnið...við höfum væntanlega nokkra daga eða vikur enn til þess að að líta gripin augum áður hann heldur úr höfn aftur suður á bógin þar sem hann mun væntanlega verða leigður til verkefna á vegum Evrópusambandsins.

Gupjón R (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það má aldrei verða!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.10.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband