Drottnari þjóðveganna

forystufe1Blessuð sauðkindin, lætur ekki að sér hæða. Íslenska sauðkindin er nánast allstaðar alvaldur drottnari þjóðveganna.  

Hún nýtur þeirrar sérstöðu að vera alltaf í fullum rétti, saklaus og óábyrg gjörða sinna, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sama hvaða tjóni hún veldur blessunin.


mbl.is Rækjan tók húsið af bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Og í ofanálag er hún að éta upp landið...

hilmar jónsson, 28.10.2011 kl. 22:08

2 Smámynd: Dexter Morgan

Samt eru til lög um að þær eigi að vera innan girðinga, en Sjálfstæðismenn mega ganga lausir. Not Fair...

Dexter Morgan, 28.10.2011 kl. 22:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólíkt skár fer nú blessuð sauðkindin með landið en sjálfstæðisflokkurinn myndi gera ef honum væri sleppt lausum.

Árni Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 22:11

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er svo sem ekki annað hægt en að taka undir með Dexter og Árna...

hilmar jónsson, 28.10.2011 kl. 22:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í hrepp einum ónefndum norðanlands tók hreppsnefndin þá tímamóta ákvörðun að banna lausagöngu búfjár.

Bannið var aðallega sett til höfuðs einum bónda, sem var sveitungum sínum til ama sökum leti. Allar girðingar lágu niðri hjá karl kvölinni og sagt var að hann gerði út á þjóðvegina, enda betri tekjupóstur en yfirkeyrð sauðkind vandfundin.

Hann var sagður svo værukær karlinn að konan hans, sem vann á daginn í næsta þéttbýlisstað, þurfti að fara heim í hádeginu, að sögn, til að snúa karlinum svo hann fengi ekki legusár.

En Adam var ekki lengi í paradís, lausagöngubannið var brátt afnumið því hreppsnefndarmennirnir, sem allir voru auðvitað bændur, áttuðu sig á því að allir fjáreigendur í hreppnum, ekki bara sá lati heldur líka þeir sjálfir, voru með banninu ábyrgir fyrir sínu fé og skaðabótaskyldir ylli það tjóni utan girðinga.

Við það var auðvitað ekki hægt að una, eðlilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.10.2011 kl. 22:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sagði raunar ekkert um að Sjálfstæðismenn mættu ekki ganga lausir, aðeins að þeir teldu sig, eins og sauðkindin, alltaf vera í fullum rétti og ekki ábyrga fyrir því tjóni sem þeir yllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.10.2011 kl. 22:36

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Íslenskt Forystufé er fallegt og ratvíst og hefur reynst

þjóðinni vel, betur en það forystufé sem á þingi situr.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.10.2011 kl. 23:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á þingi sitja margir "fjárstofnar" hver með sitt forystufé. Misjafnt er það fé, vissulega Aðalsteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.10.2011 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.