Skítlegt eðli

Ja hérna, mættu helgislepju hjúin Lilja og Atli á landsfund VG til þess eins að segja sig formlega úr flokknum?

558345Þetta þokkapar lét, með öðrum orðum, flokksfélög sín velja sig sem þingfulltrúa á landsfundinn til þess eins að þau gætu dramaserað úrsögn sína úr flokknum!

Hvað segir þetta um innræti þessara svikahjúa, sem hindruðu með þessu framferði einhverja aðra, sem að heilindum vilja vinna innan VG, að komast á landsfundinn.

Skítlegt eðli hefur verið nefnt fyrir minni sök.

En það ber að virða það við Atla að hann viðurkennir að vera afvegaleiddur kjáni.


mbl.is Lilja og Atli segja sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ætli þau stofni saman flokk ?

Sá held ég að myndi sópa að sér...eða þannig.

Hugmynd að nafni:.. Píslarvottarflokkurinn.

hilmar jónsson, 29.10.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sameiningarflokkurlánlausraeinstaklinga?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 00:37

3 identicon

Sælir; Axel Jóhann - og Hilmar !

Í Guðanna bænum; hvílið ykkur ögn, á frekari útlistunum ykkar, á þessu stjórnmála slekti - farið; (ef þið nennið; piltar) inn á síðu hins mæta Hjálmtýrs Heiðdal kvikmyndajöfurs (í heitu umræðunni) og virðið fyrir ykkur heipt Jóns Vals Jenssonar, í minn garð.

Hann er; nánast gjörsamlega, að fara yfir um - ykkur; að segja.

Með beztu kveðjum; sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 00:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var Óskar, að fylgjast með færslu Hjálmtýs og viðbrögðum, en ég hafði ekki séð þetta nýjasta frá Jóni Val.

Hvert innlegg frá Jóni Val og orð hans í garð þeirra sem ekki eru honum sammála, staðfesta þá skoðun mína að maðurinn er RUGLAÐUR! Segi og skrifa RUGLAÐUR!

Maðurinn er Klepptækur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 00:54

5 identicon

Mjög vægt; til orða tekið, af þinni hálfu, Axel Jóhann.

Ég segi; eins og bræður mínir Rómverjar forðum - megi Guðirnir vera honum náðugir.

Eða þá: frændur mínir Mongólar - megi Andarnir fylgja honum eftir, í þaula.

Sérðu fyrir þér; svipinn á pilti, læsi hann þetta, Axel Jóhann ? 

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 01:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann les þetta Óskar, þú getur treyst því. Hann fylgist með þessari síðu af áfergju þótt hann gefi annað í skin.

Ég er sá illi í hans huga, hann væri slappur kaþólikki hefði hann ekki meiri áhuga á hinum illa en þeim í efra.

Svipurinn, er ljótur, satt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 01:22

7 identicon

Ljótt kannski; að segja það, en það liggur við, að JVJ sé kúnstugur (þó víðs fjarri sé, að hann ætli sér það, meðvitað), í raupi sínu - sem betur vizku.

Jú; það er langt síðan, ég tók eftir ímugust hans á þér, Axel minn - ég hélt, í minni einfeldni, að það hlyti að líða hjá, en fjarri fer því.

Býð þig; velkominn í fjanda flokk Jóns Vals - okkar er jú, heiðurinn.

En; ótrúlega víðfeðmur er samt, já- kór hans, enn þann dag í dag.

Þér; að segja Axel Jóhann, að þá fór svona ofurtrúar fólk strax, í mínar fínustu taugar, á uppvaxtarárunum, heima á Stokkseyri - man; þegar Vottar Jehóvas - og Aðventistarnir voru að banka upp á, og boða STÓRA SANNLEIK, forðum.

Sérðu mig fyrir þér; Axel - að ganga í hús, og bjóða BAHCO verkfæra bæklinga, sem BAHCO væri hinn EINI - og SANNI framleiðandi Heims, í þeim efnum, til dæmis ?

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 01:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég viðurkenni það Óskar að ég hef lagt mig fram um að efla, sem mest ég fæ áorkað, andúð Jóns á mér og brjóta þannig niður trúarfalsímyndina sem hann hefur byggt upp utanum sinn sjálfskapaða heilagleika.

Það er mér hrein unun að finna, sjá og lesa hve gersamlega honum er fyrirmunað að fylgja þeim boðskap Krists sem hann boðar öðrum, um fyrirgefninguna, umbyrðalyndið og kærleikann í garð náungans, elska óvini sína og bjóða hinn vangann og allt það.

Allt þetta er þessari öfugsnúnu og brengluðu persónu gersamlega fyrirmunað að gera og verður trúlega svo meðan hún dregur lífsandann.  

...... 

Ég sé raunar hvorugan okkar Óskar, hanga á hurðum að reyna að svæla inn boðskapnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 02:05

9 identicon

Sammála þér Axel; í meginatriðum. Dapurlegt; þegar trúarhiti, á eitthvert ósýnilegt og framandi, brýtur niður; oftlega, hið bezta fólk.

Ekki einleikið; í mörgum tilvika.

En; reynum að umbera Fornaldar- og Miðalda umhvefi, sumra - þó svo við sjálfir getum búið yfir þeim styrkleika, að vera þöglir - en gagnrýnir áhorfendur, á veröld löngu liðinna alda, svo sem.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 02:24

10 identicon

Sæll.

Hvernig eru þetta svik? Eru þetta svik vegna þess að flokksforystunni líkar ekki að þau skuli fylgja samþykktum VG? Eru það ekki frekar svik af hálfu flokksforystunnar að makka með Sf í ESB málinu? Bjölluatið í Brussel kostar hundruðir milljóna af fé sem við eigum ekki!! Ætlaði þessi ríkisstjórn ekki að standa vörðu um velferðarkerfið? Þess vegna eru heilbrigðiskerfið nánast eyðilagt.

Fylgið mun reitast af VG vegna þess að forysta flokksins hefur svikið kosningaloforð sín, ójöfnuður er t.d. að aukast í samfélaginu og heilbrigðiskerfið er komið að fótum fram. Ég er viss um að þeir 5 á dag sem flýja landið eru alveg hæstánægðir með störf VG.

Þegar þau tvö sögðu sig úr þingflokki VG gerðu þau það á málefnalegum forsendum og rökstuddu ákvörðun sína. Er úrsögn þeirra ekki gott dæmi um að þingmenn eiga ekki að hlýða flokksforystunni heldur einungis að hlýða eigin sannfæringu? Þurfum við ekki meira af þessu? Lilja reyndi t.d. að vara Steingrím við áhrifum skattahækkana en hann vissi auðvitað miklu betur. Áhrif visku hans sjáum við í kringum okkur, skuldavandinn óleystur, ríkið borgar næstum 80 milljarða á ári í vexti og afborganir og efnahagslífið í spennitreyju. Spurningin er frekar hverjir styðja Steingrím og Jóhönnu til svona verka?

Helgi (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 08:22

11 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Óneitanlega hefur maður hálfgerða skömm á þeim Lilju og Atla. Við þessar erfiðu aðstæður sem nú eru, hafa þau gert allt í sínu valdi til að spilla fyrir. Hverjir hagnast á því? Auðvitað íhald og framsókn.

Varðandi fornvin okkar, Jón Val, má eflaust segja að hann sé töluvert einstrengingslegur á köflum, en harðfyglinn er hann hér á moggablogginu, það er eingöngu Óskar Helgi sem harðsnúnari. Því er gaman að fylgjast með þegar þeir kljást, til dæmis nýlega á bloggi Jóns Baldurs L Orange, en þar sótti fjöldi manna að Jóni Val en hann varðist fimlega: 

http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1196197/

Eini möguleikinn til að takast á við Jón, er þegar hann kemur á spjallþræði hjá öðrum, því hann ritskoðar alla á sínum ritlingi. Í umræðunni hjá Jóni Baldri hraunar Óskar yfir Jón Val og skrifar meðal annars um Jón:  "Sá; hefði nú plumað sig, í tilraunasveitum Dr. Josefs Mengele, gott fólk - og annarra, áþekkra."

Athyglisvert er að Jón Baldur gaf þessum ummælum og öðrum (nema einum sem voru þurrkuð út af óþekktri ástæðu), þá vottun, að vera innan velsæmismarka. Þá höfum við það.

Sveinn R. Pálsson, 29.10.2011 kl. 09:04

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi ég fer ekkert út í málefnalegar ástæður úrsagna Atla og Lilju enda er það ekki hægt, þó hver hafi sína henti skoðun á því. Ég geri hinsvegar að umtalsefni hvernig þau standa að úrsögninni, hvernig þau framkvæma hana.

Ég er ekki einn um að vera fyrirmunað að sjá þessar umtöluðu málefnalegu forsendur sem þú segir að A&L hafi gefið fyrir brottför sinni úr þingflokki VG.  Án þess að ég ætli að gerast sérstakur talsmaður VG, þá hefur það alltaf komið skýrt fram að flokkurinn var og er andvígur aðild að ESB og að það muni ekki breytast. Hvað var þá svikið? 

Þú getur fjasað eins og þig lystir um þína skoðun á afstöðu hins almenna kjósanda til meintra "svikinna kosningaloforða" og hvernig VG reiðir af í  næstu kosningum. Kosningarnar munu leiða það í ljós, ekki væntingar og vonir örfárra úrillra og krumpaðra karla og kvenna.

Þegar fólk gagnrýnir Steingrím fyrir frábæra frammistöðu hans sem fjármálaráðherra ættu þeir sömu að reyna að sjá fyrir sér hvernig smælingjarnir í þessu þjóðfélagi hefðu það ef helkalt íhaldið réði ríkjum í fjármálaráðuneytinu og fleiri ráðuneytum við þessar aðstæður sem nú eru uppi.

Ég hef trú á því að jafnvel íhaldið sjálft eigi með tíð og tíma eftir að þakka fyrir að svo var ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 11:41

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Húrra fyrir Lilju og Atla gegn foringja og flokksræði sem hér er allt að drepa þau eru fólkið sem þorir tek ofan fyrir þeim.

Sigurður Haraldsson, 29.10.2011 kl. 12:09

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halló! Sigurður, ætla Atli og Lilja ekki að stofna nýjan flokk? 

Ekkert "flokksræði" þar væntanlega.

Nýi flokkurinn mun væntanlega hafa  einhverja stefnu, stjórn, formann og önnur þau apparöt sem þarf til að reka flokk og  framfylgja markaðri stefnu og markmiðum hans. 

Þá er komið nákvæmlega það sem þú og fleiri, af misskilningi, kalla flokksræði.

Húrra fyrir því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband