Dýrir ævintýragosar

Þetta sýnir enn betur, en áður hefur komið fram, brýna nauðsyn þess að svona ferðagosum verði gert skylt að kaupa sér tryggingar.

Tryggingafélögin munu þá sjá til þess að þessir ævintýragosar skipuleggi og framkvæmi ferðir sínar með vitrænum hætti og hafi á sér þann búnað sem tryggi að þeir finnist með skjótum og öruggum hætti, beri út af.

  


mbl.is Leitað á Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til er einfalt og snjallt tæki sem hentar í eftirlit með ferðalöngum sem þvælast utan almannaleiða. Það heitir Spot og á sér eflaust hliðstæðu frá öðrum framleiðendum. Tæki þetta nýtir sér GPS tækni og sendir feril þess er það ber á sér um gerfihnött til jarðstöðvar sem hægt er að vera áskrifandi að og skoða í venjulegri heimilistölvu. Slík tæki mætti skikka þá er ferðast t.d. einir eða án innlends leiðsögumanns og væri þá auðvelt að hafa upp á viðkomnandi ef á þyrfti að halda.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 21:43

2 identicon

Það verður hávær umræða um öryggi í 2-3 daga og síðan ekkert meir. Alveg eins og raunin hefur verið með alvarleg atvik af sama meiði undanfarin ár. Ekkert gert - bara beðið eftir næsta atviki - og sömu háværu innantómu umræðunni.

Átti ekki að draga lærdóma af slysi Ísraelans sem fórst við Hrafntinnusker 2006? Eða þegar Þjoðverjarnir fórust á Öræfajökli 2007? Eða Íslendingunum sem fórust á Fimmv hálsi 1970? Og svo framveigs.

En maðurinn er ekki fundinn og ekkert hægt að fullyrða um afdrif hans. Vonandi er hann á lífi bara. Það varla hægt að ímynda sér hvernig það er að vera í sporum foreldra hans sem bíða og bíða eftir niðurstöðum leitar, hvenær sem henni lýkur.

Össi (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ástæðan fyrir að sú umræða deyr alltaf er að það er nóg af boðum og bönnum. Eigum við ekki bara að halda áfram að hafa frelsi fyrir 99.9% af þjóðinni sem leggur sig ekki í svona hættu og leifa þeim sem endilega vilja halda áfram að labba um.

  Björgunarsveitirnar hafa aldrei og munu aldrei kvarta undan hvað leitir eru dýrar, hvorki í þessu tilviki né nokkru öðru og ég ætla að biðja ykkur að hætta að taka þann pólinn, það er ekki beðið um hann.

Teitur Haraldsson, 13.11.2011 kl. 19:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Teitur, það er ekki bara rekstrarkostnaður björgunarsveitanna sem um ræðir. Allir björgunarsveitarmenn hafa aðra vinnu sem lifibrauð. Það er ljóst að þeir sinna ekki þeirri vinnu á meðan þeir leita á fjöllum.

Hvort heldur þeir eru kauplausir á meðan eða halda sínum launum eru vinnustundirnar glataðar. Svo er bara að reikna, voru ekki 300 menn bundnir við þessa leit í 3 daga? Það eru 900 dagsverk, 7200 tímar, sem gera 15 til 20 milljónir lágmark í glataðar vinnustundir, vægt reiknað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.