Skandall

Skandall, sögðu margir í fyrra þegar Björn Lúkas Haraldsson Íslands og Norðurlandameistari í Júdó var ekki kjörinn Íþróttamaður Grindavíkur.

Nú í ár, þegar hann hefur varið sinn titil auk annarra glæsilegra titla í öðrum íþróttagreinum, sögðu allir að nú yrði ekki lengur fram hjá honum gengið.

En það sem allir töldu að gæti ekki gerst, gerðist!

Það er ljóst af þessum endurtekna skandal í kjöri íþróttamanns ársins í Grindavík, þetta árið, að Íslands- og Norðurlandameistaratitlar í íþróttum, sem ekki snúast um bolta, eru metnir sem skítur á priki.

Þeir sem standa í miðasölunni á fótboltavelli  Grindavíkur virðast eiga meiri möguleika á titli íþróttamanns ársins en afraksmenn annarra íþrótta en fótbolta.

 

Björn Lúkas;  sjá hér, hér, hér og hér


mbl.is Óskar og Ingibjörg íþróttafólk ársins í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er engin skandall Björn Lúkas vann einn andstæðing og varð norðurlandameistari. Þetta er markvörður á hæsta plani á Íslandi á meðan Björn Lúkas er að keppa í unglingaflokk. Óskar var einn besti markvörður Íslands í fyrra og það sem hann lagði á sig til að vera það þá á hann þetta fyllilega skilið, er komin með nóg af fólki sem er á móti "bolta"íþróttum útaf því að þetta fólk heldur alltaf að "bolta"íþróttirnar gangi fyrir en svo er ekki.

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alltaf í boltanum, Jón?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2012 kl. 19:48

3 identicon

Gott svar Axel. Vel rökstutt og innihaldsmikið.

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 19:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rökstutt eins og þitt svar Jón Hilmar; hann vann einn andstæðing og varð meistari! Óskar, vann engan titil, en svo notuð séu þín orð þá er hann góður og lagði hart að sér! Lagði Björn Lúkas ekki hart að sér?

Þetta snýst ekki um þennan Óskar. Þetta snýst um það hvað menn þurfa að afreka, hvað þeir þurfa að ná langt í sinni íþrótt til að eiga upp á pallborðið hjá dæmendum.

Og þeir sem sjá ekki réttlætið í þessu, eru þeir þá á móti boltaíþróttum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2012 kl. 20:12

5 identicon

Óskar afrekaði það að verða einn besti markvörður Íslands þegar allir aðrir afskrifuðu hann á síðasta ári. Hann á þetta fullkomlega skilið

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 20:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband