Er Jón Valur tækur í Spaugstofuna?

Undarlegt er að enn hafa engin viðbrögð orðið við ákalli forsetans í nýársávarpi hans, hvar hann lýsti því yfir að hann „vildi“ hætta, en færði auðvitað þá fórn fyrir þjóðina að sitja sem fastast, yrði nægjanlega hart eftir því gengið.

Hvar er íhald og afturhald þessa lands, helstu núverandi stuðningsmenn forsetans? Ætla þeir virkilega ekki að hrúga upp undirskriftasöfnunum á neti og pappír með áskorun á Ólaf að bregðast þeim ekki og bjóða sig fram enn einn ganginn?

Eða hafa hvatningahróp þeirra til forsetans einungis í orði en ekki á borði, í þeirri von að slíkt skaði ríkisstjórnina? Það væri allavega eftir formúlunni.

Margir blogga um málið, mis gáfulega, eins og hér sannast, en toppurinn á bullinu er þetta blogg , ég hélt að höfundur þess væri gersneyddur öllum húmor, en það er greinilega misskilningur.

Þetta er grín, eða er það ekki, Jón?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér detta alltaf mennirnir í hvítu sloppunum í hug þegar Jón Valur er annars vegar..

hilmar jónsson, 3.1.2012 kl. 19:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2012 kl. 20:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, ég skil raunar ekkert í þessum helsta forystumanni hins rammíslenska kristinlegastjórnmálaafls að bjóða sig ekki fram til forseta í krafti samtakana. Með sinn trausta bakhjarl og sponsor getur Jón ekki annað en unnið, aðeins er spurning hve afgerandi sigur almættið telur við hæfi.

Ég hef áður imprað á þessu og geri það í fúlustu alvöru!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2012 kl. 20:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2012 kl. 11:58

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Sigurður sýndi sinn rétta mann, þegar hann reyndi að koma sér undan ábyrgð í tjóni sem hann olli. Ég á varla nógu stór orð yfir svona framkomu, en það er eftir öllu að hægribullurnar dásami manninn.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/logspekingur-islands-numer-eitt-fellur-a-myndbandi-reyndi-ad-komast-upp-med-thetta

og:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/logspekingur-myndbandsupp--takan-var-mer-ohagstaed---borgadi-hinum-saudslega-bilstjora-50.000

Sveinn R. Pálsson, 4.1.2012 kl. 21:40

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Maður að skapi Jóns Vals, Sveinn, ofdýrkaður og drambsamur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2012 kl. 22:04

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ertu virkilega að tala um að Jón Valur bjóði sig fram til forseta? Ekki láta mér verða óglatt við tilhugsunina um að sjá myndir af honum í öllum fjölmiðlum landsins daglega. Ég efast bara hreinlega um að ég myndi lifa þá kosningabaráttu af.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.1.2012 kl. 08:56

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég get ekki einu sinni brosað að þessu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.1.2012 kl. 08:57

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, það væri óneytanlega gaman að heyra boðskapinn, þótt ekki yrði hann geðfelldur. En auðvitað ná ekki allir á Bessastaði, blessunarlega, sem bjóða sig fram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.1.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband