Hvað varð um miskunnsama samverjann?

Frekar er það klént og þeim til lítils álitsauka sem virðir fyrir sér hreyfingarlausa mannveru á bekk í kalsa tíð og heldur að eitthvað kunni að vera að viðkomandi en hringir á  lögregluna, í stað þess að kanna sjálfur ástand  þess hreyfingarlausa.  

Sá tími sem fór í að gera lögregluna að millilið, hefði í þessu tilfelli getað kostað viðkomandi lífið, ef um raunverulega manneskju hefði verið að ræða.  

Vill nokkur hafa það á samviskunni? Sýnum náunganum þann kærleik sem við viljum svo gjarnan að hann sýni okkur.


mbl.is Lögregla „bjargaði" styttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband