Verði ykkur að góðu

Góðir matreiðsluþættir og blátt áfram hjá Yesmine Olsson á ríkiskassanum, eitthvað annað en margir aðrir slíkir, sem eru ekkert nema tilgerðin og snobbið, eins og t.d. þættir Jóa Fel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóa Fel ( Dósakokkur) ..

Það má ekki vega ómaklega að mannorði Bjarna Fel.

hilmar jónsson, 26.1.2012 kl. 20:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var búinn að leiðrétta þetta Hilmar, ég hló mig máttlausan þegar ég áttaði mig á bullinu í mér. Bjarni Fel  hefur ekki áhuga á mat nema ef vera kynni matreiddur fótbolti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Án þess að vega maklega að Jóa Fel, eða Bjarna, sem ég vona að borði ekki fótbolta, en það minnir mig á skóátið í Gullæðinu eftir Chaplin, sem ég álít eitt besta brot úr kvikmynd sem hefur nokkru sinni verið gert, vil ég segja að þættirnir hennar Jasmine Olsson eru hreint út frábærir.

Svo góðir eru þeir að maður verður að passa sig að fara ekki að horfa á þá svangur, þá er voðinn vís, eins og að fara svangur að kaupa í matinn, og koma með helmingi meira heim en mann vantar.

Upp með Olsson og niður með tilgerðina!

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2012 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.