Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þjóðin mun láta sem ekkert C
7.2.2012 | 20:26
Er það til marks um trúverðugleika Lilju Móses, sem staðsetti sig yst á vinstri væng VG sem er langlengst til vinstri í Íslenskri pólitík, skuli núna koma fram sem formaður í nýjum flokki, flokki sem er að hennar sögn; EKKI VINSTRI FLOKKUR! Ekki hægriflokkur og þaðan af síður neitt miðjumoð!
Lýgur Lilja um skoðanir sínar núna eða laug hún að kjósendum VG á sínum tíma?
Þessi nýi flokkur, Samstaða, hefur galopna stefnu, sem hvorki vinstri eða hægri, að sögn formannsins. Þetta hljómar eins og lýsing á gasfylltri blöðru sem getur ekki annað, eftir að henni hefur verið sleppt, tekið stefnuna einungis eftir því hvaðan vindurinn blæs.
Svona stefnur hafa fram að þessu, í besta falli, verið kallaðar lýðsskrum.
Þessa nýja stjórnmálafls Lilju, bíða því eflaust sömu örlög og blöðrunnar, að taka flugið til þess eins að springa þegar minnst varir.
Samstaða er undarlegt heiti á sundurlausum hóp sem staðsetur sig hvergi, veit ekki hvar hann er eða hvert hann stefnir, en hefur það eitt sameiginlegt að hafa ekki unað sér í pólitískri samvinnu með öðrum. Til að vita hvert förinni er heitið þurfa menn auðvitað að vita hvar þeir er staddir og hvaðan þeir koma.
Svo er ekki gæfulegt að fyrir nýtt stjórnmálaafl að byrja sinn feril með því að stela sér nafni. Samstaða er þegar til á stjórnmálaafli á Íslandi auk þess að vera nafn á verkalýðsfélagi, hérlendis.
C-vítamín þarf í samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Lilja er búin að útiloka það að hún fari nokkurn tímann í stjórn (ekki það að ég óttist að það gerist) þetta er m.a. haft eftir henni í dag :„
Lilja segir það hafa verið lensku í íslenskum stjórnmálum að flokkarnir hviki frá stefnu sinni þegar á valdastóla sé komið“.
Lilja hefur margoft sýnt að hún kann ekki að semja, kann ekki að miðla málum, kann ekki að vinna með öðru fólki. Hún ein þarf að ráða. Og svo var það hún af öllum sem gagnrýndi stöðugt „Foringjaræðið“ í VG !!!
Líklega er hún nú búin að safna eintómu JÁ fólki í kringum sig sem mun hlýða foringja sínum í framtíðinni möglunarlaust.
Og af því að þau stálu nafninu frá öðru stjórnmálaafli á Íslandi, þá finnst mér að þau eigi að byrja á því að biðja það afl afsökunar á þjófnaðinum annars er Samstaða Lilju Mósesdóttur þegar orðinn spilltur flokkur.
Ég skal gef þeim nýtt nafn í staðinn : Stormur í vatnsglasi (on the house).
Láki (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 21:42
Vel orðað, Láki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.2.2012 kl. 22:12
Vinstri og hægri eru úrelt hugtök í nútímapólitík.
Núna snýst þetta um upp og niður.
Það er að segja okkur 99% sem eru á botninum annars vegar.
Og hinsvegar þessi 1% sem sitja á toppnum á okkar kostnað.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2012 kl. 02:47
Það skiptir engu Guðmundur, þótt skoðanir Lilju Mó fái nýtt heiti og séu kallaðar upp eða niður stefna. Hún staðsetti sig áður sjálf sem boðbera þeirra gilda sem mest eru dýrkuð yst til vinstri, Hún hefur ekki sagst hafa kastað þeim.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2012 kl. 07:10
Að auki eru það sjálfstæðismenn sem mest dýrka Lilju þessa dagana, eðlilega, því það hentar upplausnarstefnu þeirra. En þeir sömu munu ekki kasta trúnni í kjörklefanum og kjósa Lilju, það vita allir, nema þá kannski hún.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2012 kl. 07:14
Góð færsla Axel. Ég þarf engu að bæta við þetta, takk!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2012 kl. 00:33
Takk fyrir það Bergljót
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2012 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.