"Grúppían" í Betel

Trúaröfgamenn eins og Snorri Óskarsson eru eins og sálsjúkar grúppíur sem hanga, án nokkurrar rökhugsunar, utan í og elta átrúnaðargoð sín með slefandi ginum og kynfærum. Allt er gert og öllu fórnað til að svala fíkninni í átrúnaðinn.

En Snorri gerir meira en dæmigerð grúppía, hann lætur átrúnaðinn ekki nægja, hann svalar fýsn sinni að auki með því að hella úr vandlætingarskálum trúar sinnar yfir landsins lýð eins og ekkert sé sjálfsagðara. Sé honum andmælt eða að hans máli fundið skýlir hann sér á bak við bókstafinn í bókarskruddu sem enginn heilvita maður getur tekið bókstaflega.

Grúppían í Betel verður að gera sér grein fyrir að mál- og tjáningarfrelsi hans eru sömu takmörk sett og öðrum, hvað sem hans trú líður.

Eru öfgamenn, á hvaða sviði sem er, æskilegir sem kennarar barna?  

 
mbl.is Líkir samkynhneigð við bankarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel.  þú gengur of langt..Biblían er heilög Ritning..

Vilhjálmur Stefánsson, 9.2.2012 kl. 23:42

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel, neðrað bíður. sverðað..

hilmar jónsson, 9.2.2012 kl. 23:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur Hæstiréttur úrskurðað svo, Vilhjálmur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2012 kl. 23:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó,óó, ég skelf Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2012 kl. 00:00

5 identicon

Sæll Axel. Eins og Vilhjálmur bendir réttilega á er Biblían heilög ritning hvað sem okkur finnst. 3Mósesbók. 18-22. Snorri trúr sinni Bíblíu hvað sem okkur finnst. Gott hjá honum. Erfitt að synda á móti straumnum þar sem Gay Pride er hluti orðinn af okkar menningu. Erum við að kenna börnunum okkar kannski ranga hluti.

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 01:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki mannanna verk Bjarni, að ákveða að Biblían, sem skrifuð er af mönnum, væri "heilög ritning". Það er allt eins hægt að segja að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sé heilög ritning (raunar trúa því sumir).

Og er það rétt að ætla að kenna börnunum okkar að sum "sköpunarverk" Guðs, séu honum úrkast? Væri ekki nær fyrir ykkur að núa ykkur til Guðs ykkar og spyrja hann til hvers hann hafi skapað hommana?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2012 kl. 07:26

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Helvítis gagnkynhneigða fólk. Alltaf að eignast samkynhneigð börn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.2.2012 kl. 09:09

8 identicon

Snorri má vel tjá sig eins og aðrir, skólinn sem réð hann til vinnu, það þarf að skoða þá ráðningu; Engin heilvita manneskja ræður ofsatrúarmann til að kenna í grunnskólum..
Hvað gerist í kennslustofunni þegar hurðin lokast og ofsatrúarmaðurinn er einn með börnunum... Hver er helsti boðskapur biblíu.. það er ekki að samkynhneigð sé synd, það er að bora kristni inn í aðra, og þá allra helst börn.
Heldur einhver að Snorri fari ekki eftir þessu..

Það þarf að rannsaka kennsluaðferðir Snorra, ræða við börnin.. Ég væri verulega smeykur ef mín börn væru í tíma hjá Snorra.. Snorri er svo tæpur að jafnvel sumir á Omega setja varnagla á hann, og segja að Snorri tali bara fyrir sig.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:14

9 identicon

Þessi biblía er ekkert merkileg,hún er aðeins útlistun á venjulegum mannasiðum nema hún er í viðhafnarbúningi sem sjónhverfingamenn (Snorri og fleiri) sjá svo um að kynna.
En varðandi þetta "blessaða" rit,var ekki eitthvað skrifað um þar að allir menn væru jafnir fyrir Guði og hvar er svo fyrirgefningin...?

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Biblían er uppfull af mótsögnum og til þess gerð að hver túlki hana að eigin vild.  En að þessi maður skuli vera kennari er alveg af og frá.  Ég myndi ekki einu sinni senda börnin mín í kirkjuskóla þar sem hann ynni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 09:58

11 identicon

Biblían og kóran.. þetta eru ekkert nema stríðstól fyrir litla ættbálka.. Sá sem vill hafa svona hópa af vitleysingum í kringum sig, til að styðja sig í að koma upp smákóngaveldi.. sá maður notar biblíu/kóran; Þær eru sérhannaðar til að búa til marga smákónga.. sem endar oft með að lönd hreinlega rifna í sundur í ættbálkaerjum.

Við árið 2012, við eigum að hafa næga þekkingu til að sjá hvað trú er; Halló,

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.