Sami súri grauturinn í sömu skál

Lilja Mósesdóttir bergst ekki vonum í  þessu máli frekar en öðrum. Hún kemur að venju inn í umræðuna með hugmyndir sem eru algerlega þversum á umræðuefnið.

Nær öruggt má telja að hefði gjaldeyrisumræðan undanfarna daga snúist um það að taka upp sænsku krónuna, kæmi Lilja núna inn á sviðið og segði aðra kosti mun vænlegri en þá sænsku,  t.a.m. Kanadadollar.

Lilja hefur aldrei róið  á sama borð og aðrir og ólíklegt að það muni nokkurn tíma gerast, það er ekki hennar eðli, hvað sem væntingum kjósenda líður.

Þjóðin þarf núna á samstöðu að halda en ekki „Samstöðu“  Lilju. Að fela henni völd yrði án vafa eitthvert dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar.


mbl.is Segir sænsku krónuna vænlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála. Við þurfum ekki fleiri mál til að þrasa um. Nóg er að benda á þrasið kringum Icesave þar sem versti kosturinn var valinn heldur en sá besti eða næst besti.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2012 kl. 07:21

2 identicon

Ég ætlaði að kjósa Lilji en nú hefur fyrsta viðvörunarbjallan klingt hjá mér. Svíþjóð var eitt sinn merkilegt land, og er það stutt síðan, en fáum löndum hefur hnignað jafn mikið á jafn stuttum tíma, bæði siðferðislega og efnahagslega og er það nú svipur hjá sjón eða þegar ég var að alast þar upp. Að taka upp Kanadadal væri mun framsýnna, Kanada er órasískasta og að mörgu leyti framsýnasta land heims, og þar eru hlutir á uppleið. Þar að auki býr þar fjöldi fólks af íslensku bergi brotið, sem vill styrkja tengsl við Ísland og lætur sig hag landsins varða, þar á meðal áhrifafólk og frammámenn, og sumt af þessu fólk talar enn íslensku, þó ófullkomin sé, afa og amma kenndu þeim. Í eldgosunum miklu dó 1/3 íslensku þjóðarinnar og það margir flúðu til Kanada, og þar voru það mikið betri lífsskilyrði, minni vöggudauði og betra barnalán, að í dag búa um 300.000 manns af íslenskum ættum þar, svipað og býr hér. Við erum því nátegnd Kanada á marga vegu. Tengsl við Kanada myndu líka efla bæði tengslin til Ameríku, sem er andlega skyld Íslandi, þangað fluttu menn líka til að verða frjálsir og lausir við yfirvald kónga og presta sem einkenndi Evrópu (og hefur því mikla samúð með Íslandi, afþví goðsagan um Ísland er mjög svipuð goðsögunni um Bandaríkin. Og aukin tegnsl við Kanada efla líka tengslin við Asíu, sem er enn mikilvægara, því ekkert vestrænt ríki hefur jafn blómleg, lifandi og lífleg tengsl við Asíu eins og Kanada hefur í dag.

sigurður (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:55

3 identicon

"hefur aldrei róið á sama borð og aðrir og ólíklegt að það muni nokkurn tíma gerast", er reyndar lýsing á öllu afreks- og afburðarfólki sem til hefur verið á öllum sviðum sem skipta máli, hvort sem þú meinar Ghandi, Einstein eða Picasso. Að fylgja fjöldanum jafngildir því að vera meðalmaður og skipta því litlu máli, eða að minnsta kosti takmörkuðu. Allir helstu heimspekingar mannkyns hafa verið sammála um að heimur í höndum meðalmenna er vondur heimur, Plató fór þar fremstur. En er Lilja einhver afburðarmanneskja. Ég hélt það væri smá möguleiki á því, en þessi gamaldags Svíþjóðardýrkunn lætur mig efast alvarlega um það. Helsta einkenni meðalmannsins er að hann ofmetur einhvern annan, hvort sem sá heitir Bandaríkin eða ESB, það er sama manngerðin á bak við slíka hópsálarmennsku og afdalamennsku, í hvaða formi sem hún birtist, Kanasleikjuhætti eða Eurocentrisma, sem er rótgrónasta form rasisma í heiminum í dag og nokkuð sem er mikilvægt að útrýma með öllum ráðum eigi hér að verða til réttlátari heimur í framtíðinni.

sigurður (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessi innlegg sigurður. 

Ég er ekki að meina að Lilja sé endilega sporgöngumaður, heldur lýsa þeirri staðreynd að henni virðist fyrirmunað að vinna með öðrum. Það er alveg óvíst að hún sé Svíadýrkandi, miklu frekar, eins og ég nefni í færslunni, að hún slái þessu fram því henni er fyrirmunað að vera sammála öðrum hugmyndum sem fram hafa komið. Það er eins víst að hún snúist gegn eigin hugmyndum, ef of margir eru henni sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2012 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband