Hvað veldur kæti Jóns Gunnarssonar?

Jón GunnarssonSjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson og samflokksmenn hans hafa frá upphafsdegi núverandi ríkistjórnar gert allt sem í þeirra valdi stendur að bergða fæti fyrir og tefja allt jákvætt sem frá henni kemur.

Því til viðbótar ráða þeir sér ekki fyrir kæti þegar ríkisstjórnin bregður sjálf fyrir sig fæti vegna innri vandamála.

Er það eðlileg og ábyrg afstaða hjá þingmönnum þjóðar í vanda? Vill þingmaðurinn og þingflokkur hans Íslandi illt?

Ef ekki, af hverju brosir þingmaðurinn Jón Gunnarsson svona breitt?

.

.

Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Leggja líf ríkisstjórnarinnar að veði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vinstristjórnin sem vill Íslandi allt illt og reynir allt til að kúga þá sem ekki eru (ennþá) öreigar. Allir ættu að kætast sem sjá fram á fall þessarar verstu stjórnar Íslandssögunnar

Ásgeir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 14:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og hægri stjórn hefði ekki Ásgeir, þurft að skerða lífskjör alls þorra almennings til að rétta af ríkisbúskapinn, sem Íhaldið rústaði?

Þú ert kjarkaður ef þú heldur því fram, að við þessar verstu efnahagsaðstæður lýðveldissögunnar, hefði hægri stjórn hlaupist frá þeirri köllun sinni að létta álögum af þeim sem sem allt eiga og leggja álögunar á þá sem ekkert eiga.

Ef þú trúir því ertu vitlausari en jafnvel þessi aula færsla þín gefur til kynna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 14:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert gott eða reynt að gera gott????

Jóhann Elíasson, 14.3.2012 kl. 15:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað hefði önnur ríkisstjórn nafni, hvaða flokkum hún hefði svo sem verið skipuð, getað gert annað? Það vissu allir þegar eftir hrunið að þrengingar yrðu, allir viðurkenndu það. Gott ef þú gerðir það ekki líka!

En nú er því haldið fram, af þeim sem hruninu ollu, og þér ekki hvað síst nafni,  að slysið og áverki þess slasaða sé sjúkraliðunum að kenna. 

Þú ættir manna best að vita að björgunarmönnum á strönd eða ströndinni sjálfri verður aldrei um strandið kennt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 15:33

5 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; fornvinur knái - og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Nefndu okkur; bara EITT atriði - einungis EITT, sem þessi Lúsablesa klíka hefir gert landsmönnum til hagsbóta, síðan þau tóku við, af hinum Lúsa blesunum; 1. Febrúar 2009.

Og; án þess að reyna að skrökva nokkru, að okkur Axel minn - sem ég á reyndar ekki, von á, af þinni hendi, fremur venju. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:38

6 identicon

Axel, vinstrisinnaður hugur þinn byrgir þér sýn, og mun sennilega alltaf gera. Hægri stjórn bjargaði því sem bjargað varð með neyðarlögunum. Án neyðarlaganna væri hér ástandið mun verra. Vinstri stjórnin hefur gert allt til að geirnegla okkur sem skuldaþræla til eilifðar - tókstu ekkert eftir Icesave málunum. Og vinstristjórnin ætlar að afsala fullveldi landsins til ESB og gera okkur að fátækum útnára Evrópu. Þá rætist draumur þeirra um vald öreiganna, allir verða jafnir í sama skítnum. Ef þú átt enn erfitt með að sjá hvernig fólk fer fyrir vinstrisjórninni skelfilegu skaltu hugleiða þessar staðreyndir um Jóhönnu leiðtoga Kúbu norðursins:

  • Jóhanna er ómenntuð. Hún lauk ekki stúdentsprófi og ekki háskólaprófi. Hún hefur ekki sérþekkingu á nokkru sviði.
  • Jóhanna er slæmur stjórnandi og forðast að hitta fólk. Hún ræðir sjaldan við ráðherra sína og lítið ef nokkuð við æðstu embættismenn. Hún er skapstirður einfari.
  • Jóhanna hefur sett upp falskar nefndir svo að almenningur haldi að ráðningarferli seðlabankastjóra væri faglegt. Á meðan samdi hún sjálf við Má Guðmundsson um launakjör og önnur mál þegar nefndin var enn að störfum!
  • Jóhanna talar engin tungumál og getur ekki tjáð sig á ensku. Hún er eini forsætirsáðherra á vesturlöndum sem þarf túlk á fundi þar sem talað er á ensku.
  • Jóhanna getur ekki lesið ensku upphátt heldur les texta sem hún ekki skilur á íslensku. Hún er límd við blaðið og stendur sig verr en leiðtogar þróunarlanda á alþjóðlegum fundum.
  • Jóhanna þekkir ekki sögu Íslands og veit ekki hvar helstu persónur Íslandssögunnar eru fæddar. Hún hélt því til dæmis fram að Jón Sigurðsson væri fæddur í Dýrafirði en ekki Arnarfirði.
  • Jóhanna skilur ekki efnahagsmál og flutti málaflokkinn úr ráðuneyti sínu um leið og hún tók við sem forsætisráðherra. Þá hefur Jóhanna aldrei rætt kjarna efnahagsmála í sjónvarpi, á fundum eða á þingi frá því að hún varð forsætisráðherra. Steingrímur J. hefur séð um það þrátt fyrir að skilja litlu meira en Jóhanna.
  • Jóhanna las ekki Icesave samninga sem gerðir voru fyrir Íslands hönd eins og fram kemur í bók Sigurðar Más Jónssonar, Icesave-samningarnir. Afleikur aldarinnar.
  • Jóhanna hélt ekki uppi vörnum fyrir Ísland á erlendri grundu og forðaðist alla blaðamenn sem hingað komu til að ræða málið við forsætirsáðherra landsins. Hún forðaðist að hitta erlenda leiðtoga vegna málsins og fjölmiðlar náðu ekki í hana vikum saman.
  • Jóhanna hélt fyrstu og einu kosningarnar í lýðveldissögunni sem dæmdar hafa verið ógildar vegna stórkostlegra galla við framkvæmd. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosningin væri ógild. Jóhanna gekk yfir réttinn á skítugum skóm og tilnefndi alla sem hún vildi að skrifuðu nýja stjórnarskrá í nefnd. Ókjörna nefnd.
  • Jóhanna hlaut úrskurð þegar hún braut jafnréttislög og hefur hvergi axlað ábyrgð gjörða sinna. Hún telur ekki að lög um ráðherraábyrgð gildi um sig heldur aðeins aðra.
  • Jóhanna sat í ríkisstjórn fyrir, í, og eftir bankahrun þar sem hún sá um húsnæðismál og hækkaði verulega hámarkslán Íbúðarlánasjóðs og lækkaði kröfur um eigið fé kaupenda sem hafði þau áhrif að hérlendis varð fasteignabóla sem var meginorsök bankabólunnar og hrunsins sem á eftir fylgdi.
  • Jóhanna mætir ekki í fjölmiðla til að svara fyrir verk vinstristjórnarinnar og sendir jafnvel fyrrverandi ráðherra til að verja eigin verk.
  • Jóhanna mætti ekki á árlegt Viðskiptaþing atvinnulífsins þar sem málefni atvinnulífsins eru rædd af forystumönnum atvinnulífs og ráðamönnum. Jóhanna lagði á flótta og gat engar skýringar gefið á fjarveru sinni.

Ásgeir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:42

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgeir þú ert í besta fali broslegur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 15:58

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, það væri gaman, fræðilega séð, að sjá hvaða lausnir þín "pólitík" myndi færa landi og líð á þessum erfiðu tímum. En þar sem ég hef ekki, bloggvinur góður, nokkra ástæður til að ætla að lesendur bloggsins vilji taka sig slíka þjáningu, tel ég best að sleppa öllu slíku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 16:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgeir þú ert í besta falli broslegur!

..átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 16:06

10 identicon

Sælir; að nýju !

Axel minn !

Jú; ég hefi nefnt til sögunnar menn : eins og Vilhjálm Birgisson, af Skipaskga vestur / Eymund Magnússon í Vallanesi á Héraði austur, svo og frænda minn, Ólaf Eggertsson, á Þorvaldseyri undan Eyjafjöllum, sem líklega björgunarmenn, ef eftir væri leitað, auk annarra.

Allt menn; sem láta handverkið tala - síður þverrifuna; eins og hvítflibba- og blúndukerlinga hyskinu er tamast, Axel minn.

Vona; að þröngsýni þín fari þverrandi - en víðsýni vaxandi, þegar ég bendi á þessar einföldu staðreyndir, Axel Jóhann.

Þannig að; þú sérð, fornvinur góður - að veröldin hefir fleirri lita kosti, en svart og hvítt eitt, upp á að bjóða.

Næsta skref Ólafs Ragnars; ætti að verða, að gefa gaum - og hið fyrsta, að bráðnauðsynlegri utanþingsstjórninni - áður en allt súkkar hér, til Helvítis, öllu frekar, en orðið er.  

Stjórnmála ruslið; er búið að dæma sig úr leik; ENDANLEGA, að minnsta kosti.

''Þjáningin''; ætti því vart, að verða meiri, þar með, Axel minn. 

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:37

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já Óskar minn, menn sem hafa í orði hveðnu allar töfralausninar, en geta svo ekki á borði gert annað en allir hinir. Töfralausnin þín Óskar er kjaftæði, og þú veist það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 16:45

12 identicon

Axel Jóhann !

Vitaskuld; geri ég ráð fyrir, aðkomu fjölda annarra - en þeirra þremenn inga, einna - og sér.

Hvergi; gat ég töfralausna, í mínu máli - enda; vart við þeim að búast, eftir áratuga og alda skemmdarverk stjórnmála liðsins.

Ertu eitthvað viðkvæmur; fyrir réttmætri gagnrýninni, á packið, við Austurvöll og í Stjórnarráðinu, suður í Reykjavík, Axel minn ?

Þess utan; tel ég mig ekkert, fara með meira kjaftæði - en gerst hefir, og gengur, hér á hinni lánlausu eyju, norður í Íslandshafi.

Fjarri því; síðri kveðjur - en þær fyrri, þrátt fyrir hita umræðu, að hálfu hins mæta síðuhafa / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:52

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nefndu lausninar Óskar, hafir þú þær á takteinum, í stað þess að hrauna yfir þá sem þó eru að gera eitthvað! Hvað ert þú að gera annað en nöldra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 17:34

14 identicon

Sælir; á ný !

Axel Jóhann !

Lausnir felast; í stóraukinni fullvinnzlu sjávar- og landbúnaðar afurða, HÉR HEIMA FYRIR; ekki, í verksmiðjum, niður í Evrópu - eða annarrs staðar, úti í Heimi.

Hvalveiðar - Selveiðar; auk Kola- og Brennisteinsvinnzlu (ekki unninn Brennisteinn hér, síðan á 18. - 19. öldum, til dæmis) - förgun skrifræðis óþarfa, eins og Sendiráða og Umhverfisstofnunar - Skógræktar - OG EINUNGIS Á INNLENDRI fjármögnun að ræða, ekki Kauphallar braskara með útlenda fjármuni, héðan af.

Svo; fátt eitt, sé talið.

Segðu okkur; Axel Jóhann - ertu launaður, af einhverjum þeim stjórnmála flokka illfyglum, sem ég hefi leyft mér, að ''hrauna yfir'', eins og þú orðar það, svo smekklega ?

Eru jákvæðar ábendingar mínar; ''nöldur'' eitt, í þínum huga, Axel minn ?

''Þeir sem eru að gera eitthvað'' er einmitt það lið, sem er að húrra öllu hér, til Andskotans, Axel Jóhann, frá Davíð til Steingríms, nánar tiltekið.

Ertu virkilega: stoltur af því, að hafa stutt þetta lið - eða; þorirðu ekki að viðurkenna, fyrir sjálfum þér, sem öðrum, að þú hafir verið á villi götum, lengst af, þess ferils, sem til fullorðins ára þinna, teljast ?

Hví; ertu svona önugur gagnvart mér, fyrir það eitt, að vilja koma fram, af einurð og sanngirni, Axel Jóhann ?

Vona; að þú farir réttu megin frammúr, í fyrramálið, fornvinur góður !

Ekkert síðri kveðjur - hinum fyrri, þrátt fyrir dularfullan önugleika síðu hafa, þessarrar ágætu síðu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 20:22

15 identicon

Ásgeir þú ert í besta falli broslegur???? þvílík málefnafátækt,,en sosem ekki við öðru að búast frá þér AJH ,,reyndu nú að sýna smá manndóm og hrekja eitthvað af þessu sem Ásgeir segir um kellingar ugluna,,,,,

casado (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 21:26

16 identicon

Ég er 99% viss um það Óskar að Axel vinur þinn ,sem þú kallar svo,,er á bótum eins og þorri VG hyskisins

casado (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 21:30

17 identicon

Þegar ég las ummæli Ásgeirs um Jóhönnu gat maður sum staðar sleppt orðinu Jóhanna og sett inn orðið Davíð í staðinn. Hann hlýtur að hafa verið góður mentor.

Stefán Arn (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 21:39

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

casado,  maður sem bullar svona ætti ekki að saka aðra um málefnafátækt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 21:41

19 identicon

I rest my case

casado (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 21:54

20 identicon

Komið þið sælir, á ný !

casado !

Mér líkar stórilla; að þú skulir telja Axel Jóhann, til einhvers hyskis. Axel Jóhann; er ærlegur drengur, og vel innréttaður, þó svo okkur; mig og hann greini oft á, hugmyndafræðilega, að þá foragta ég öll köpuryrði, óverðskulduð, í hans garð, casado.

Það er vandræðalaust; að ræða tiltekna hluti, án þess að sýna gest gjafanum slíka óvirðingu, sem þú gerir hér.

Biddu nú; Axel Jóhann afsökunar, á svigurmælum þínum, ágæti drengur.

Sízt lakari kveðjur - en þær fyrri, að vanda / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 22:36

21 identicon

í fyrra laginu, þá hefur ekkert jákvætt komið frá þessari stjórn.

Og í hinu laginu, þá er ríkisstjórnin sjálf helsti vandi Íslands, og mikið unnið við að koma henni frá.

Jón Gunnarsson og félagar eru bara að sinna þjóðlegri skyldu sinni, og koma þessu drasli sem stjórnar, frá.

Skil ekki hvað þú ert að væla það.

Annars er stjórnin sinn helsti óvinur, og árangursríkara að þú berir vælið þitt upp við þína eigin stjórn. Fremur ólíklegt að nokkrir aðrir taki mark á þér, með fullri virðingu fyrir þér og þinni persónu, sem Óskar Helgi hefur að háði, með oflofi.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 00:40

22 identicon

Sælir; enn !

Hilmar !

Svona; rétt áður en til náða, skyldi ganga.

Hvergi; hugðist ég hæða fornvin minn, Axel Jóhann - né nokkurn þann annan, sem hér skrifar - né, les.

Klárt; sem kvitt, af mínu lyklaborði, fram sett, öldungis.

 

Sömu kveðjur; sem seinustu, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 01:29

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er furðulegt að áhangendur Íhaldsins skuli gefa sér að í þjóðfélaginu ætti allt að vara komið áfullan snúning aftur eins og ekkert hafi gerst. Þessir herrar eru greinilega búnir að gleyma því hve rækilega Íhaldið þeirra keyrði landið ofan í skítinn, eða láta þeir bara eins og þeir viti það ekki. Sem er öllu verra og sýnir að þeir ætla ekkert að læra af strandi þjóðarskútunnar, staðráðnir í að setja stefnuna aftur á annað strand í þágu, allt í þágu fárra útvalina gæðinga. Löggan segir slíkt hátterni vera merki um einbeittan brotavilja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2012 kl. 08:45

24 identicon

Sæll Óskar,

Afsakaðu þennan misskilning. Vil samt benda þér á, í mestu vinsemd, að síðuhöldur á ekki skilið þetta lof frá þér.

Það lest nefnilega sem oflof.

kv

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 09:30

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef lumskt gaman af svona töppum sem ryðjast nafnlausir inn á bloggsíður með látum og segja álit sitt á blogghöfundum og gestum þeirra.

Þeir minna mig á gjammandi smáhunda,  sem halda að þeir séu stórir en þora samt ekki að koma fram undir nafni og eru því aðeins aumkunarverðar smásálir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2012 kl. 13:11

26 identicon

Fyrir tæplega ári síðan sagði ég við einn stuðningsmann ríkisstjórnarinnar; Fólk er alltaf að segja að þið hafið ekki gert neitt. Hvað segir þú við því ?

Hann svaraði;

 Grunngildi þessarar stjórnar eru að verja velferðarkerfið, búa til réttlátara skattakerfi, skipta afrakstrinum jafnar en hingað til, vernda náttúru landsins og sinna jafnréttismálum.  Og hvað höfum við gert í því? Í öllum hamaganginum náðum við að verja velferðarkerfið með því að lágmarka niðurskurð á því sviði eins og mögulegt var að gera.  Niðurskurður í heilbrigðismálum í fjárlögum ársins er upp á 2,8%. Það er nálægt því að vera venjulegt aðhald í eðlilegu árferði.  Við höfum ekki skorið niður í bótakerfinu.  Við höfum ekki lækkað atvinnuleysisbætur, heldur þvert á móti eflt rétt atvinnulausri með því m.a. að lengja tímann sem fólk fær fullar bætur, atvinnulausir fá desemberuppbót eins og aðrir launþegar og fengu veikindarétt að auki en ekkert af þessu hefur áður þekkst. Við höfum komið á þrepaskattskerfi sem þýðir það að þeir efnameiri borga hlutfallslega hærri skatta en þeir sem minna eiga.  Við settum á auðlegðarskatt á þá sem eru ríkastir í samfélaginu.  Við hækkuðum fjármagnstekjuskatt án þess að það komi niður á þeim sem fá litlar fjármagnstekjur, við hækkuðum skatt á hagnað og arð en allt var þetta í lágmarki undir hinni frábæru hægristjórn sem sumir vilja koma aftur til valda. Við höfum orðið fyrri aðkasti fyrir að standa vörð um náttúru landsins, koma í veg fyrir stíflur og virkjanir í helstu perlum Íslands, s.s. Þjórsá, Jökulsá á fjöllum og fleiri slíkum sem annars hefðu allar verið kaffærða ef við hefðum ekki verið á staðnum. Við höfum komið á nýjum leikreglum við skipan í nefndir og ráð á vegum ríkisins þar sem öllum sem boðið er að vera með er skilt að tilnefna helmingi fleiri menn en þeir eiga rétt á í viðkomandi ráð eða nefnd og þá jafn marga karla og konur.  Við höfum sett lög um kynjakvóta í stjórnum stærri fyrritækja.  Við höfum bannað nektardans sem er nátengdur mansali og öðrum glæpum."

"Svona gæti ég haldið áfram heillengi sagði þessi stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar en ég er að flýta mér, hér er verk að vinna. "Svo var hann rokinn"

Já, hugsaði ég; mér finnst þetta bara nokkuð gott innlegg í velferðarkerfið hjá stjórninni. Þau eru að búa til réttlátara þjóðfélag. Gott hjá þeim.

Láki (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband