Hatursáróður blaðamanns, sem er ekki Baugsmiðill
14.3.2012 | 17:21
Það hafa oft heyrst viðvörunarorð frá almenningi, og það með réttu, þegar hátterni einstaklinga fara yfir þau mörk sem eðlileg geta talist. Oftar en ekki hafa slíkar viðvaranir verið gefnar fyrir daufum eyrum yfirvalda, sem ekki hafa brugðist við fyrr en einhver sorgleg ósköp hafa dunið yfir.
Skrif bloggara eins, sem hefur lengi vel verið einn mest lesni bloggari moggabloggsins, hafa lengi verið með þeim hætti að langur vegur er frá því að þau geti eðileg talist.
Það er augljóst af færslusögu síðuhöfundar að þar fer maður sem er heltekinn hatri á ákveðnum hópi samfélagsins.
Hann leggur ekki bara hatur á Samfylkinguna og allt sem henni tilheyrir í venjulegum skilningi þess orðs, heldur virðist hatur hans á því fólki öllu vera í einhverjum ólýsanlegum hæðum. Öll hans skrif hans og hugsun virðist snúast um þessa þráhyggju hans.
Í ljósi nýliðins sorglegs ofbeldisatburðar þá tel ég að það sé ekki spurningin hvort, heldur hvenær síðuhöfundur snappi, styngi mann og annan.
Síðuhöfundur ætti að leita sér hjálpar! Eða öllu heldur ætti hjálpin að leita hans, ef ekki á illa að fara.
Skrif eins og þau sem hér er til vitnað til hafa oft orðið tilefni til aðgerða yfirvalda, en í þessu máli gerist ekkert, og maður spyr sig hvers vegna?
Mogginn hefur lokað bloggum af minna tilefni, en sennilega af því að í þeim bloggum var hatrinu ekki beint í rétta átt, frá Moggans Gólanhæðum séð.
Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef grun um að sá sem sprengdi við Stjórnarráðið um daginn, hafi verið búinn að hlusta of mikið á Útvarp Sögu og hafi verið undir sterkum áhrifum hatursáróðurs frá svokölluðum hægribullum.
Yfirleitt eru hægribullur þessar fylgjandi miklum ríkisafskiptum, eins öfugsnúið og það nú er, vilja t.d. að ríkið búi til störf og skaffi ríkisrafmagn á kostnaðarverði fyrir erlend stórfyrirtæki.
Sveinn R. Pálsson, 14.3.2012 kl. 17:50
Auðvitað þorir enginn að kommenta á þetta!
Hver þorir gegn þekktum blaðamanni sem ekki þekkir sín takmörk?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 17:51
Sveinn, mitt fyrra komment var í ritun þegar þú laumaðir inn þínu. Útvarp Saga er sér á parti, annað eins hatur og ....og... þar viðgengst ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það.
Arnþrúður er, að því er virðist einn allsherjar saurpakki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2012 kl. 18:01
Er ekki-Baugsmiðillinn ekki fyrrum stuðningsmaður Samfylkingarinnar? Það eru nú samt fleiri með svipaðar skoðanir og hann og einnig ýmsir sem hatast út í stóra flokkinn hinu meginn við miðjuna...
Skúli (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 00:42
Ég hef enga hugmynd um fyrri skoðanir blaðamannsins Skúli, og mig varðar ekkert um þær. Það bætir ekkert sorann sem frá honum kemur í dag, hafi hann einhvern tíma verið Samfylkingarmaður. Liði þér betur með það?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2012 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.