Hvernig vegnaði Afgönsku kvenréttindakonunni Fawzia Koofi, færi hún í framboð á Íslandi?

Fawzia Koofi er sannarlega hugrökk kona að bjóða sig fram til forseta í Afganistan, landi þar sem kúgun og fjandskapur í garð kvenna er rétttrúnaður. Vonandi gengur henni sem best og áfallalaust í sinni baráttu.

En hvernig myndi henni vegna hér á landi færi hún í framboð hér? Henni yrði án efa tekið fagnandi af þeim flokkum sem hvað ákafast segjast berjast fyrir réttindum og framgangi kvenna, Samfylkingu og VG. Henni yrði hampað og hafin til skýjanna sem kvenréttindakonu til þess eins að verða síðan barin niður aftur sem umhverfisböðull.

Fawzia Koofi hefur það nefnilega á sinni stefnuskrá að nýta náttúruauðlindir landsins betur til að efla efnahag landsins og afkomu þegnanna. Slík sjónarmið ganga auðvitað ekki í jafnréttisflokkum Íslands, þar sem alfriðun náttúruauðlinda eru orðin hinn eini sanni rétttrúnaður.

Rétttrúnaðurinn er samur við sig, hver sem birtingamynd hans er.


mbl.is Kona býður sig fram til forseta Afganistans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það væri kanski ráð að skipta út Jógrímu og fá þessa konu til að taka að sér að leiða ríkisstjórina hér...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2012 kl. 18:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Núna skilur þú mig gersamlega úti á túni Kaldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 19:57

3 identicon

Blessuð konan er réttdræp samkvæmt sharía-lögum múslima ef hún nær kjöri. Stjórnarskrá Afganistans er grunduð á sharía með samþykki USA og NATÓ-ríkjanna. Múhameð lét myrða konu sem var leiðtogi ættflokks síns og búta líkama hennar í sundur og stjaksetti höfuð hennar og lét þau boð út ganga að engin þjóð næði árangri sem hefur konu sem leiðtoga. Það sorglega er að Koofi sjálf er sanntrúaður múslimi og er ófær um að gagnrýna blóðugar lífsreglur Múhameðs og hins djöfullega skurðgoðs hans Allah.

Brynjar (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur algerlega misskilið innihald færslunnar, Brynjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2012 kl. 10:27

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll aftur; Það er nú bara þannig að miðað við stefnu þessarar konu væri hún góður kostur fyrir land vort og þjóð í staðin fyrir núverandi formenn stjórnarflokkana... Allavega virðist hún hafa hag þjóðar sinnar að leiðarljósi... En VG og Samfylkingarfólkið væri samt mikið til í að berja hana niður sem umhverfisböðul, en ekki ég...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.4.2012 kl. 12:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú erum við að tala saman Kaldi. Já hún passar ágætlega þangað til kemur að umhverfismálum. Hún fær seint blessun umhverfisöfgaðiðsins sem er því miður að taka völdin í þessum flokkum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2012 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.