Hægri grænir hafa fundið breiðu bökin og boða græna skattastefnu - fyrir hátekjufólk

Hægri grænir , sem kalla sig flokk fólksins, boða græna skattastefnu – fyrir hátekjufólk. Markmiðið HG er helmings lækkun + á tekjuskatti hátekjufólks og auðmanna.

Maður með 2.000.000,00 í mánaðartekjur, sem greiðir núna um 830 þúsund í tekjuskatt, myndi greiða 400 þúsund í flötu 20% skattkerfi HG. Skattar hans myndu því lækka um meira en helming og ráðstöfunartekjur hans hækka um 430 þúsund.

Það þarf einhversstaðar að ná í þennan 430 þúsund kr. afslátt  sem tveggja milljónamaðurinn fengi hjá HG. Það ætla þeir að sækja til öryrkja og annarra látekjuhópa með því að skattleggja það fólk að fullu frá 1. krónu!

Því verður ekki á móti mælt að þetta er hreinræktuð og ómenguð hægri stefna, ekki þarf að fara í grafgötur með það og að auki mjög græn og væn fyrir auðmenn þessa lands, sem eru víst að sligast af greiðslum sínum til samfélagsins.

Öryrki eða annar lágtekjumaður með t.d.  124.617 kr í tekjur, sem eru nákvæmlega skattleysismörkin, og greiðir því engan tekjuskatt - myndi hinsvegar greiða í kerfi HG 24.923 kr. Ráðstöfunartekjurnar lækka um sömu krónutölu, niður í tæp 100 þúsund.

Það þarf því að skattníða rúmlega 17 þannig aðila til að fá upp í afslátt tveggja milljóna mannsins í boði HG. Allir sem hafa undir 270 þúsundum í mánaðartekjur myndu borga hærri skatta en áður. Þeir sem eru fyrir ofan þau mörk fara hinsvegar á framfærslu ríkisins.  

HG hafa fundið breiðu bökin, þeir vita hverjir eru aflögufærir. Ekki veitir af, einhverjar tekjur þarf víst ríkið til að standa undir öllu því sem HG ætlar að hrinda í framkvæmd. Allt fyrir ekkert heitir það víst.


mbl.is Hægri grænir kynntu stefnumál sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þvílíkur söfnuður af hillbillies og rednecks.

hilmar jónsson, 26.4.2012 kl. 22:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru vonarstjörnur Útvarps Sögu, segir allt sem segja þarf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 22:38

3 identicon

Hægri eitur-grænir er öfgaflokkur með fasísk einkenni. Undir forystu einhvers verðbréfasala, ef ég man rétt, reyna þeir að fara fram úr Íhaldinu og hækjunni hægra megin. Ef þessi vonlausi hópur skyldi koma að manni, verður það enn eitt áfall fyrir okkar Alþingi. En líkurnar eru nálægt zero. Gleymum þessu nafni Hægri grænir. Sum nöfn eru ekki þess virði að muna þau.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vona að þetta sé rétt hjá þér Haukur. En maður skyldi aldrei vanmeta andstæðinginn, sýst láti lýðskrum þeirra vel í eyrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 23:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Plís ekki reyna að kenna Íslendingum prósentureikning.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2012 kl. 02:42

6 identicon

@3:

Merkilegt að sjá að þú ætlar þér algerlega að sleppa þvi að taka efnislega afstöðu til stefnumála þessa flokks, þú kallar þá bara öfgaflokk (án þess að gera einu sinni tilraun til að rökstyðja þann stimpil) og þar með er þessi flokkur orðinn slæmur.

Hvað er fasismi? Þú veist það auðvitað ekki enda sést það á hugtakanotkun þinni.

Er það að vinna við að selja verðbréf eitthvað verra en að hafa alla sína ævi unnið við stjórnmál og þekkja ekkert til þess hvernig lífið er hjá fólki utan veggja alþingis?

Helgi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.