Ekki byrjar hann bermilega, karl anginn

Þær renna, í dag, sem á færibandi fréttirnar á mbl.is  af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur er að hefja sína kosningabaráttu en hann hefur baráttuna að mínu viti afar illa.  

Ólafur er greinilega gramur yfir mun verra gengi í skoðanakönnunum, en hann vænti. Hann heggur á báðar hendur, ásakar menn og stofnanir hægri vinstri um að vinna gegn sér.

Forsetinn á að auðvitað að byggja sína kosningabaráttu á eigin ágæti og sínum verkum. Ef hann getur það ekki nema með skítkasti og illu umtali um keppinautana, er hans tími liðinn.

Ef þetta er og verður framlag forsetans í umræðuna, er eins víst að mín afstaða til hans verði tekin til endurskoðunar.


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég fæ ekki betur séð en að hvert orð sé satt hjá honum. Mér finnst það plús að það gusti af honum og að hann segi sína meiningu. Það styrkir hann bara í mínum augum.

Frú Jóhanna og Hrannar tilberi hennar eru ekki bara í herferð gegn honum heldur eru þau úm víðan völl að "taka menn niður" eins og helst má búast við af vitfirrtum einræðisherrum. Ráðherrakapallinn er eitt margra dæma auk embættismanna sem ekki fara eftir hennar höfði. Þetta er bara einföld staðreynd og frábært að Ólafur hafi orð á því.  

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 14:58

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

ÓRG er nauðsynlegur hemill á vitfirringslega alræðistilburði JS.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2012 kl. 15:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei það væri sannarlega synd að segja að hann byrji gæfulega.

Yfirvofandi tap er greinilega að vekja upp í honum leiðinlegustu og þreyttustu hlið hans:

Hlið hins fúla stjórnmálamanns gamla Íslands.

hilmar jónsson, 13.5.2012 kl. 16:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég heyri fyrir mér "ánægjukurrið" í þeim, sem kætast hvað mest núna yfir stöðu mála, að loknum "væntanlegum kosningasigri" Íhaldsins að ári.

Þegar ÓRG sendir hvert málið á fætur öðru fyrir þjóðina þegar Íhaldið fer að útdeila sínu réttlæti yfir land og lýð. 

Í byrjun þess kjörtímabil mun Ólafur eiga eftir þrjú góð ár!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2012 kl. 17:25

5 identicon

Sæll.

Hann rökstyður þó sitt mál, öfugt við þig!

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er það "Helgi" sem ég þarf að rökstyðja umfram tilvísun í þær fréttir sem runnið hafa í gegnum mbl.is í dag? Tala þær ekki sínu máli?

Telur þú það t.d rökstuðning að setja fram nafnlausar athugasemdir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2012 kl. 18:01

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Burt séð hvaða skoðanir fólk hefur á ÓRG, þá er alveg ljóst að Samfó er í herferð gegn honum þar sem hann vísaði arfavitlausum Icesave samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfó er nefnilega alveg meinilla við lýðræði,sama í hvaða mynd það birtist.

Guðmundur Pétursson, 13.5.2012 kl. 19:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er krati Guðmundur, hvaða rök hefur þú fyrir því að mér sé meinilla við lýðræði, hef ég ekki talað nægjanlega skýrt fyrir því fyrirkomulagi, hér á síðu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2012 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband