Verður skipstjórinn tekinn á teppið?

Tryggingafélag Kristbjörgu VE er án vafa ekki par hrifið að þeirri yfirlýsingu skipstjórans að mikil hætta hafi verið á ferðum í yfirvofandi strandi skipsins.

Næsta víst er að tryggingarfélagið reynir hvað það getur til að lita framburð áhafnar að hagsmunum tryggingafélagsins þegar til sjóprófa kemur og noti til þess þau meðul sem það þykir best hennta.

Það virðist nánast lögmál í svona málum að tryggingarfélögin svífist einskis í viðleitni sinni að lágmarka tjónagreiðslur sínar, björgunarlaun og annan útlagðan kostnað, enda milljóna tugir ef ekki hundruð milljóna í húfi fyrir þau.

Fjölmörg skipsströnd og mannskaðar hafa einmitt orðið fyrir þessa stefnu tryggingarfélaga, sem staðið hafa í vegi fyrir að aðstoðar væri óskað fyrr en of seint. Svo er sökinni klínt á skipstjórana sem meinað var að kalla eftir aðstoð í tíma.

Skítleg starfsemi, segi það og meina.


mbl.is Heldur fljótlega til veiða á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Algerlega sammála þér.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.5.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Nú erum við að ná saman Marteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2012 kl. 22:42

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Já það væri ljótt ef við gætum ekki verið sammála um eitthvað.Hef sjálfur lent í svipuðum aðstæðum fyrir mörgum árum.Reyndar tókum við þá bát í tog.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.5.2012 kl. 22:56

4 identicon

Það er reyndar í gildi samkomulag milli tryggingafélaganna og útgerða auk Gæslunnar um fasta taxta björgunarlauna, eða réttara sagt aðstoðarlauna. Hins vegar heldur þetta samkomulag ekki ef útgerð þess skips sem kemur til bjargar/aðstoðar metur það sem svo að um klára björgun úr mikilli hættu hafi verið að ræða. Getur slíkt mál endað með sjóprófi til að skera úr um kröfuna.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 23:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki það sem hér um ræðir Guðmundur, alger björgun er metið af því tryggingafélagi, sem greiða á brúsann, sem aðstoð?

Það hjálpar tryggingfélaginu væntanlega ekki að fá yfirlýsingar áhafnar um hið gagnstæða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband